Plastpokavitleysa

Fyrir nokkrum árum var verslunum á Íslandi bannað að afhenda eða selja burðarpoka úr plasti. Þeir hurfu nánast daginn eftir. Vitaskuld er vísað í tilskipun Evrópusambandsins þótt plastpokar séu ennþá algengir í aðildarríkjum sambandsins. 

Í staðinn fyrir plastburðarpokana komu pokar úr pappír eða maís. Maíspokarnir eru svo sem ágætir fyrir léttan varning sem er ekki með hvössum brúnum en vitaskuld miklu rýrari vara en plastpokinn. 

Maíspokinn hafði einnig yfirbragð umhverfisvænnar vöru, ólíkt plastpokunum, og aldrei spáð í hvað hefði verið mátt nota maísinn í ef ríkir heimshlutar væru ekki að kaupa hann til að framleiða poka.

Þar til núna.

Þessa dagana er að berast bæklingar inn í bréfalúgur á suðvesturhorni Íslands. Þar segir:

Ekki má setja plast- eða maíspoka í körfuna [fyrir matarleifar] þar sem þeir brotna ekki niður.

Þá höfum við það. Maísinn hefur einhvern veginn verið gerður óniðurbrjótanlegur. Eins og plastið. 

Maíspokinn við flokkun er orðinn hluti af annaðhvort plastinu eða hinum óvinsæla flokki: Blandaður úrgangur. Það kemur ekki fram í bæklingi yfirvalda. 

Þarf ekki að vinda ofan af þessari vitleysu og hleypa plastpokunum að aftur? Og leyfa fátæka fólkinu að borða maísinn í stað þess að breyta honum í eitthvað sem hefur eiginleika plastsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband