Vígvellina vantar ferskt blóð

Eins og öllum er ljóst eru rússneskir og úkraínskir hermenn núna að deyja á sléttum Úkraínu og sennilega eitthvað fleiri af þeim síðarnefndu en þeim fyrrnefndu enda er erfiðara að ráðast á sterk varnarmannvirki en að verja þau.

Í stað þess að líta á átök Rússa og Úkraínumanna sem staðbundin átök með langan aðdraganda, augljós endalok og vel þekktar lausnir hefur átökunum verið breytt í óbein átök milli Vesturlanda og Rússlands. Og hvað er þá til ráða þegar hermenn stráfella?

Jú, fjölga þeim.

Ég les núna hugleiðingar þess efnis að innleiða á ný herskyldu í Evrópu. Slíkt úrræði gæti aflað hakkavélinni í Úkraínu ferskt kjöt. Synir okkar, bræður og frændur fengju að deyja til að tryggja aðgengi úkraínskra yfirvalda að rússneska minnihlutanum í Austur-Úkraínu. Er það ekki verðugur málstaður?

Einu sinni var hægt að benda á herskáa bandaríska hershöfðingja með hneykslun og segja þá bara vera að ganga erinda stórfyrirtækja og heimsveldis í leit að óvinum. Núna er ekki hægt að benda á neitt nema spegilmyndina á meðan ungu mönnunum er veifað bless á leið í ómerkta gröf í útjaðri Evrópu eftir að hafa barist fyrir vonlausan málstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stór hluti vesturlandabúa hefði bara gott af því að kynnast smá heraga. Þá er ég að tala um sjálfstjórn ekki endilega vopnaburð. Vandinn er að herir Vesturlanda gæla sífellt meir við fjölbreytileika-og woke hugmyndafræði sem gerir bara illt verra. 

Ragnhildur Kolka, 14.7.2023 kl. 10:24

2 identicon

Sumarið 1940, skömmu eftir uppgjöf Frakka, gerði Hitler Bretum tilboð um "sanngjarna friðarsamninga". Þar sem Bretar skyldu m.a halda flestum nýlendum sínum. Ef ég man rétt þá tóku friðarhreyfingar vel undir þessar tillögur, jafnvel ýmsir breskir stjórnmálamenn voru sama sinnis. Sagt er að sjálfur Winston Churchill hafi verið kominn fram á fremsta hlunn með að gefa eftir. En þá hafi vaknað upp í honum hinn hrokafulli breski imperíalisti og aðalsmaður frá Blendheim kastala. "Á breska heimsveldið virkilega að gefast upp fyrir lélegum húsamálara?".

Ómögulegt er að gera sér grein fyrir því hvernig heimurinn liti út í dag ef geðsveiflumsðurinn Winston Chursill hefði verið í þunglyndiskasti þessa dsgana. 

Hörður þormar (IP-tala skráð) 14.7.2023 kl. 17:14

3 identicon

"rússneska minnihlutanum í Austur-Úkraínu"? Eru það aðfluttu Rússarnir sem þangað komu eftir Holodomyr? Eða rússneskumælandi Úkraínumenn? - Hvenær verða Pólverjar nógu fjölmennir á Vestfjörðum til að kljúfa sig frá lýðveldinu?

Hernám lands Krím-tatarana er sérmál; hver skyldi vera réttlætingin á því? Jú, "ólöglegur gjörningur" skv. yfirlýsingum Rússa. Líkt og upplausn Sovétríkjanna 1991. Sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna er nefnilega "ólöglegt" skv. yfirlýsingum Rússa. 

Það jafngildir siðferðilegu gjaldþroti [Páls Vilhjálmssonar] að verja gjörðir Pútíns og stríðsglæpi. Sjálfur þekki ég Úkraínumenn sem voru varaðir við af sendiráði BNA fyrir innrásina; þeir væru á dauðalistanum. Þeir sem eru kunnir sögu Sovétríkjanna og Rússlands vita hvað til þarf að þeir skilji hvað til þeirra friðar heyrir. Hún verður ekki lærð á google. 

Einar .S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 14.7.2023 kl. 17:31

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er leitað langt og lengi eftir réttlætingu á áframhaldandi átökum. Skipta landamæri meira máli en friður? Þá væru Þjóðverjar og Danir ennþá að rífast um suðurhluta Jótlands. Í staðinn héldu þeir atkvæðagreiðslur.

Geir Ágústsson, 14.7.2023 kl. 21:08

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er undarleg væntumþykja að lýsa samstöðu með úkraínsku þjóðinni á sama tíma sem henni er átt út á blöðvöllinn. 

Ragnhildur Kolka, 16.7.2023 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband