Viltu tjá þig? Fáðu þér sprautu!

Ég lagði nýlega örfá orð í belg á þræði á fésbókinni um daginn. Þráðurinn var um almenningssamgöngur og bílanotkun í Reykjavík og í raun ekkert annað. 

Ég fékk fljótlega þetta svar:

antivaxx

Sex einstaklingar settu þumalputta sinn við þetta svar.

Ég endurtek: Þetta var umræða um samgöngur í Reykjavík og ég var í sjálfu sér ekki að andmæla neinu, taldi einfaldlega upp nokkrar staðreyndir og velti fyrir mér umræðuhefðinni.

Í öðru svari kom fram að við ættum að treysta sérfræðingunum, eins og á veirutímum.

Maður ætti kannski að fá sér sprautu til að geta rætt rökin með og á móti því sem sumir kalla bíllausan lífsstíl (þann að vilja fá allt heimsent, vilja ekki heimsækja landsbyggðina og búa í göngufæri við næstu áfengisverslun ríkisins).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrir utan röð af krónískum sjúkdómum og lík í hrönnum gæti ég trúað að það helsta sem covid skildi eftir sig sé alger vantrú á sérfræðingum. 

Ragnhildur Kolka, 12.7.2023 kl. 18:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Það eða að þeim sé veitt mun meira aðhald. Nú var t.d. búið að blása í ótímabundna lokun á gossvæði í fyrradag, og fjórir spekingar mættir á blaðamannafund til að rökstyðja það, en næsta dag búið að opna á gönguleiðir, og allir spekingarnir steinhissa.  

Geir Ágústsson, 12.7.2023 kl. 19:40

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er fesibúkk.
Á fesbúkk hef ég móðgað barnanauðgara, svo að þeir hringdu í mömmu til þess að kvarta undan mér.
Svo móðgaði ég náriðla.
Ég er ekki að búa þetta til.
Feisbúkk er ekki staður fullur af heilbrigðu fólki. 

Ásgrímur Hartmannsson, 12.7.2023 kl. 19:49

4 Smámynd: Skúli Jakobsson

Til hamingju!!!

Anti-vaxxari er uppnefning.  Að uppnefna er merki um rökleysu og/eða tapaða málstað.

Uppnefning er líka merki um að umræðan er orðin að sálfræði hernaði.

Orða galdrar er listgrein. 

Skúli Jakobsson, 12.7.2023 kl. 20:33

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ég kenni sjálfum mér um fyrir að hafa misskilið viðkomandi umræðuvettvang - síðu þessara lífsstílssamtaka - og talið vera stað til að vega og meta, ræða og rökstyðja. En eins og einn af áberandi meðlimunum útskýrði svo vingjarnlega fyrir mér þá er síðan "... tæplega opinber umræða hér nema í tæknilegum skilningi."

Svo ég var mögulega að brjóta húsreglurnar, nú fyrir utan að vera ekki sprautaður.

Geir Ágústsson, 12.7.2023 kl. 22:40

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Skúli,

Þótt ég sé margsprautaður af allskonar bóluefnum þá er ég stoltur af uppnefninu "antivaxxer" því það vísar til höfnunar minni á þessu glænýja glundri sem fékk allar heimsins undanþágur, sprautað í sprautuhöllum í sem flesta og hafði svo ekkert að segja og jafnvel gerði illt verra.

Geir Ágústsson, 12.7.2023 kl. 22:55

7 Smámynd: Skúli Jakobsson

Geir

Öll bóluefni eru gagnslaus eða vond eitursull og það sem er kallað vírusar er ekki til.

Brendan D. Murphy útskýrir sögu glundurs ljómandi vel ef þú nennir að hlusta.

https://open.spotify.com/episode/0JduwAcHdjR9cf2DyXn3gc?si=XsheTB9bR4aG2FwSjCzc5w

Uppnefning er upphaf útskúfunar.  

Aldrei gott að láta fólk komast upp með svoleiðis til lengdar því umræðan verður engin og afleiðingin af því skelfileg.

Orð á móti orði er einfalt trikk 

Hvaða orð er andstæða anti-vaxxari?  Vaxxari?

Eða er til eitthvað betra?

Skúli Jakobsson, 13.7.2023 kl. 05:38

8 Smámynd: Loncexter

Öfga vaxarar ? Þeir sem vilja sem flestar sprautur við öllu eða engu.

Loncexter, 13.7.2023 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband