Ný leið til að láta loka á sig

Nú ætlar Meta, sem lokar á notendur á fjésbókinni og instagramminu í dag, að hleypa af stokkunum nýjum samfélagsmiðli. Fjölgar þá væntanlega um einn samfélagsmiðlunum þar sem lokað er á heiðarlegar raddir sem reyna að taka þátt í opinberri umræðu eftir ábendingar frá yfirvöldum.

Eigendur samfélagsmiðlanna fá í mínum bókum enn lélegri einkunnir en fjölmiðlarnir fyrir hörmulega frammistöðu á veirutímum. Á meðan flestir eru farnir að gera sér grein fyrir því hvað blaðamenn í dag eru í raun (málpípur og blaðamannafulltrúar yfirvalda og stórfyrirtækja frekar en sjálfstætt hugsandi verur) þá héldu margir að samfélagsmiðlar væru að einhverju leyti frjáls vettvangur skoðanaskipta. Jú, vissulega er lokað þar á hryðjuverkamenn og nasista, en varla á lækna og prófessora. Þetta reyndist tálsýn.

Vissulega hefur ástandið skánað. Tvítin eru ekki lengur undir hæl bandarískra yfirvalda að sama marki og áður, og miðill eins og Mastodon verður varla ritskoðaður, einfaldlega vegna þess hvernig hann er byggður upp (eða svo er mér sagt). Blaðamenn hafa fundið sér athvarf, og tekjuleiðir, í gegnum síður eins og Substack og Locals. Þetta er á réttri leið.

Fyrir okkur hin þýðir þetta samt að heimurinn verður flóknari. Í stað þess að geta einfaldlega gleypt fréttatíma frá morgni til kvölds til að afla upplýsinga og fá aðgang að viðeigandi sérfræðiþekkingu þarf að gera meira. Miklu meira. Fylgjast með allskyns efni og skoðanaskiptum. Efast. Hugsa.

Svona leið kannski manni á miðöldum sem trúði ekki öllu sem kom fá Vatíkaninu, eins og um ágæti þess að kaupa aflátsbréf og brenna konur á báli. Sá maður fékk ekki mikið út úr orðum prestsins eða höfðingjanna sem mergsugu þegna sína. Þeir sem mynduðu sínar eigin skoðanir voru reknir á flótta.

Núna er okkur sagt frá sprautum og hvað þær eru öruggar og skilvirkar, því hverjir eru vondu og góðu kallarnir í heiminum, af hverju hagkvæmt eldsneyti er hættulegt fyrir loftslagið, hvað reiðufé sé slæmt og auðvitað hvað er mikilvægt að trúa ekki einhverjum samsæriskenningum. 

Eru nýju trúarbrögðin eitthvað skárri en þau gömlu? 

Er vöntun á nýjum samfélagsmiðli til að boða fagnaðarerindi yfirvalda og stórfyrirtækja, með sínu himnaríki og sínu helvíti?

Dæmi hver fyrir sig.


mbl.is Nýr samfélagsmiðill en ekki fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Merkilegt hvað vondu kallarnir geta endalaust spilað með almenning með aðstoð ,,virtra" fjölmiðla. 

En ef þú bendir á lygar þeirra, ert þú með ,,hatursorðræðu" og  stútfullur af samsæriskenningarhugsunum.

Loncexter, 6.7.2023 kl. 16:42

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tækniheft fólk, þ.e.a.s allir yfir sextugu eru smám asman að eldast út af markaðnum.

Þá verður bara eftir talsvert minni hópur mjög vitlausra einstaklinga sem kunna ekki á netið, og ítök Ríkisins minnka.

Þrítugur maður í dag sem tekur mark á RÚV hefur auka-litning. 

Ásgrímur Hartmannsson, 6.7.2023 kl. 22:19

3 Smámynd: Loncexter

Eða foreldra sem vinna á rúv.

Loncexter, 9.7.2023 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband