Miðvikudagur, 5. júlí 2023
Þetta með að sprengja upp eigin innviði
Enn og aftur berast okkur einhliða fréttir um að Rússar ætli sér að sprengja upp eigin innviði (innviði undir þeirra stjórn, og með þeirra fólk á svæðinu). Þeir eiga að hafa sprengt upp eigin gasrör, eigin stíflu og núna er okkur sagt að þeir ætli að sprengja upp þeirra eigið kjarnorkuver (að mati Rússa sjálfra).
Ekki sérstaklega góð langtímaáætlun í því þegar takmarkið er að ná stjórn á landsvæði án þess að þúsundir andspyrnuhreyfinga skjóti upp kollinum, en gott og vel, þessu trúa margir.
Á veirutímum þróaði ég með mér þumalputtareglu: Ef sprautuáróðursfjölmiðlarnir eru sammála um eitthvað þá er það líklega þvæla en til vara áróður.
Þegar fjölmiðlar geta ekki einu sinni verið sammála um hvað við eigum að borða mörg egg á dag þá er furðulegt að þeir geti orðið sammála um flókna röð atburða sem er að eiga sér stað hér og nú án þess að trúverðugar og rekjanlegar upplýsingar liggi fyrir. Eins og í tilviki sprautnanna sem voru varla búnar að fá neyðarleyfi og undanþágur á mettíma undir huliðshjúp þegar allir fjölmiðlar gátu fullyrt að þær virkuðu vel og væru nokkuð öruggar.
Það getur vel verið að Rússar séu á fullu að undirbúa eyðileggingu eigin innviða en úr því allir fjölmiðlar eru sammála um það þá er ég efins.
Varar við aðgerðum Rússa í kringum kjarnorkuver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki úkraínskt kjarnorkuver?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2023 kl. 22:47
Guðmundur,
Já auðvitað, en undir stjórn Rússa, vaktað af rússneskum hermönnum og á svæði sem Rússar vilja mögulega sitja á til eilífðar, byggt fólki sem þeir vilja mögulega ekki að drepist eða myndi endalausar andspyrnuhreyfingar.
Geir Ágústsson, 5.7.2023 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.