Rostungurinn hinn nýi ísbjörn?

Í mörg ár hefur okkur verið sagt frá því hvernig hlýnun jarðar er að eyðileggja búsvæði ísbjarna. Þeir finna ekki lengur ís til athafna sig á og geta þar með ekki veitt seli. Síðan kemur auðvitað í ljós að ísbjörnum vegnar bara ágætlega og hefur fjölgað mikið og ísbjörninn verður því ekki lengur nothæf táknmynd hamfarahlýnunar af mannavöldum. Meira að segja öfgafyllstu samtök græningja tjá sig með eftirfarandi hætti, sem jaðrar við bjartsýni:

Þrátt fyrir að flest af 19 ísbjarnaheimkynnum heimsins hafi náð heilbrigðum ísbjarnafjölda aftur þá er munur á þeim. Sum eru stöðug, sum virðast sjá fjölgun og sum sjá fækkun vegna ýmiss konar álags.

**********

Although most of the world’s 19 populations have returned to healthy numbers, there are differences between them. Some are stable, some seem to be increasing, and some are decreasing due to various pressures.

Hvað er þá til ráða? Jú, að tengja komur rostunga til Íslands við hamfarahlýnun af mannavöldum! Úr frétt Ríkisútvarps Útvaldra Viðhorfa (RÚV):

Breytingar á lífríki sjávar birtast skýrast í hegðun stórra sjávarspendýra og varpi sjófugla, segir sjávarlíffræðingur. Það að hingað flækist fleiri rostungar og að bæði lunda og kríu fækki séu birtingarmyndir þess að hitastig sjávar sé að hækka.

Síðar er að vísu bætt við, í hálfgerðu framhjáhlaupi:

„Þessar tíðu komur til Íslands eru óvenjulegar, aftur á móti er Ísland gamalt búsvæði rostunga.“

Hvað er hérna ósagt? Það er svo margt. Ef marka má Bergsvein Birgisson og skrif hans í bókinni Leitin að svarta víkingnum þá voru á landnámsöld stórar rostungabyggðir á Íslandi sem landnámsmenn gengu á og flæmdu rostunginn til norðurs. Þegar rostungurinn er ofveiddur þá flýr hann búsvæði sín og lætur ekki sjá sig aftur. Líklega eru Íslendingar núna að sjá einhverja flækinga sem eru að prófa sig áfram við íslenskar strendur og ef það reynist þeim hættulaust þá snúa þeir kannski aftur, eftir 1000 ára hlé, og hreiðra um sig við strandlengjuna. 

Fréttamaður RÚV velur að spyrja ekki út í hvað átt er við með orðunum „gamalt búsvæði rostunga“ og manni finnst eins og það sé gefið í skyn að með „gamalt“ sé átt við mörg þúsund ár, en ekki landnámsöld, og auðvitað alls ekki nefnt að maðurinn hafi sennilega hrakið rostunginn frá Íslandi, ekki veðrið.

Allt annað er svo ágætlega í stíl við svipaðar og svokallaðar fréttir. Hver einasta breyting á einhverju í náttúrunni er undir eins orðin að vísbendingu um yfirvofandi hörmungar vegna hlýnunar jarðar sem er vitaskuld af mannavöldum og að sjálfsögðu fordæmalaus. Ekkert haft fyrir því að vísa í gögn, sýna línurit eða fá fleiri en eina túlkun. 

Allt eins og við eigum að venjast og í boði skattgreiðenda, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Árið sem rammvilltar síldartorfur syntu upp í fjöru í Breiðafirði,voru miklar getgátur um hvað valdið hafi þessu eindæma hegðunarmynstri fisksins. Líklega ekki byrjaðir þá að kenna hlýnun um allt óvenjulegt.  

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2023 kl. 23:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helga,

Minnsta frávik og þú þarft að borga meira í "græna" skatta.

Geir Ágústsson, 4.7.2023 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband