Það borgar sig að vera raunsær, bókstaflega

Norðmenn hafa í áratugi kunnað að græða vel á því að selja olíu og gas. Það er ekkert að breytast nema mögulega að því leyti að þeir eru að verða enn betri í því. Orka er mikilvæg, jarðefnaeldsneyti er orkuuppspretta mannkyns, þeir sem eru án þess eru fátækir og deyja snemma úr vel þekktum veirum, og Norðmenn vita þetta. Eftir að Evrópa, ein heimsálfa, ákvað að hætta kaupa orku frá Rússlandi hafa Norðmenn setið með pálmann í höndunum og grætt meira en nokkru sinni á sölu á jarðefnaeldsneyti, og Evrópa kaupir, jafnvel á yfirverði.

Þetta blasir við, og hvað er þá vandamálið?

Jú, að það er búið að telja mörgum í trú um að valkostir við jarðefnaeldsneyti séu handan við hornið. Það eru þeir ekki. Kjarnorka hefur ákveðna möguleika en hefur í áratugi verið tæknilega séð bönnuð - kröfurnar eru slíkar að framkvæmdin er ómöguleg. Þú þarft að vera moldríkur og þolinmóður til að hafa efni á að framleiða ódýra kjarnorku, og það er slæm blanda.

Norðmenn brosa út í eitt þegar Evrópa velur að útrýma keppinautum þeirra í sölu á hagkvæmri orku. En er við þá að sakast? Já, að einhverju leyti þegar þeir leggja sín lóð á vogarskálarnar til að eyðileggja innviði Evrópu til að sitja einir að markaðinum. En sökin er ekki bara þeirra. 

Hún er okkar. Því við féllum í gildru. Og í henni sitjum við án viðleitni til að komast úr henni.


mbl.is „Er að verða skíthæll Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og venjulga lítur þú framhjá helsta sökudólgnum, rússlandi.  Menn gerast varla ómerkilegri rússadindlar.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.6.2023 kl. 22:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Hvað hafa Rússar gert þér?

Vonandi stenst þú freistinguna að ganga til liðs við nýnasistasveitirnir sem Úkraína innlimaði nýlega í her sinn og eru búnar að berja á rússneskumælandi minnihlutanum í áraraðir, sem þar til nýlega var stórt áhyggjuefni á Vesturlöndum.

Geir Ágústsson, 24.6.2023 kl. 10:33

3 identicon

Nýnasisarnir hafa hingað til verið rússamegin en það hefur nú snúist í höndunum á pútler. Sögur herma að stríðsglæpamaðurinn sé flúin frá Moskvu.

Rússneskumælandi minnihlutinn gerði uppreisn gegn Ukraínu og eins og öll stjórnvöld hefðu gert við sömu aðstæður var réttilega reynt að bæla þá uppreisn niður.

Hvað hafa rússar gert mér spyr rússadindillin.  Það sama og þeir hafa gert öllum öðrum,stofnað heimsfriðnum í hættu.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2023 kl. 13:20

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég hræðist mest hversu auðvelt er að gabba meirihluta fólks. Fyrir mér er augljóst að þetta stríð í Úkraínu er alfarið í boði vesturveldanna. Ég held að ráðast inn í Úkraínu hafi verið það síðasta sem Pútín vildi. Það er t.d. skrítið að það sé aldrei talað um af hverju var ekki var hægt að ná samningum. Hvað stóð í veginum fyrir samningum sem Rússarnir augljóslega vildu umfram allt?

Kristinn Bjarnason, 24.6.2023 kl. 18:42

5 identicon

Enn eitt fíflið.  Voru það vesturlönd sem stjórnuðu því að rússaruslið réðist inn í Ukraínu?

 Þvílíkt djöfuls fífl sem þessi Kristinn Bjarnason er, jafnvel heimskari en rússadindillinn.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2023 kl. 20:05

6 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Bjarni, ef þú myndir ekki bara hlusta á msm þá myndir þú átta þig á því að það voru vesturlönd sem stjórnuðu því að Rússarnir neyddust til að ráðast inn í Úkraínu. 

Kristinn Bjarnason, 24.6.2023 kl. 20:39

7 identicon

Ég þarf ekki að hlusta á einn eða neinn til að vita að það voru engir aðrir en rússar sem tóku ákvörðun um að ráðast á Ukraínu.  Ekki veit ég hvaða helvítis hálfvita þú hefur verið að hlusta á en þeir hafa greinilega ekki höfðað til sæmilega greindra manna og því átt greiða leið að þér.

Horfðu til aðgerða rússa í gegnum tíðina, réðust inn í Pólland 1939, Balkanlöndin og Finland.  Færðu austur-evrópu undir ægishjálm kommúnismans, réðust inn í Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakíu 1968, þar að auki Téténíu, Georgíu, Afghanistan og núna Ukraínu.  Hvað þarf einhver að berja þig oft í hausin með til að þú standir upp er ber hendur fyrir höfuð þér og viðurkennir að þennan með hamarinn þarf að stöðva með öllum ráðum.

Rússaruslið ,með sínu hefðbundna ofbeldi, hefur nú tekið sér stöðu sem útlagaríki sem á enga samleið með hinum frjálsa heimi.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2023 kl. 21:16

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kristinn, hvað er msm?

Wilhelm Emilsson, 25.6.2023 kl. 01:54

9 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Allir helstu fréttamiðlar.

Kristinn Bjarnason, 25.6.2023 kl. 07:39

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Kristinn. MSM stendur þá væntanlega fyrir "mainstream media", ekki satt? Það er allt í lagi að efast en þá meikar sens að efast líka um það sem Pútín segir og það sem maður les á RT News wink

Wilhelm Emilsson, 25.6.2023 kl. 08:28

11 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Já, ég hef einmitt gert það og komist að þeirri niðurstöðu að þetta stríð er í boði Bandaríkjanna. Eftir margra ára aðdraganda og rétt áður en stríðið skall á dansaði Pútin með herinn á landamærunum til að sýna að honum væri full alvara og þetta væri síðasta tækifærið til að semja. Þá kom í ljós að Bandaríkin voru búin að bíða lengi eftir þessu og virtust líta á þetta stríð sem lottó vinning. En svo ajá aðrir þetta einhvern veginn öðruvísi og ekkert við því að gera.

Kristinn Bjarnason, 25.6.2023 kl. 12:09

12 identicon

Rússlandi stóð aldrei nein ógn af Úkraínu eða NATO, það eru bara einhverjar pissudúkkur eins og kristinn sem altaf finna hvöt hjá sér til að stiðja ofbeldi í von um að verða ekki sjálfir fyrir því.  Huglausir vesalingar.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.6.2023 kl. 17:36

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kristinn, Prígosjín trúir ekki einu sinni þessu bulli.

Wilhelm Emilsson, 26.6.2023 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband