Kúgun kvenna

Á einum stað stendur, sem kynning á frægri bók:

Á tíma þar sem konur höfðu ekki kosningarétt, tilheyrðu eiginmanni sínum gagnvart lagabókstafnum og allar eignir þeirra og fé var í umsjá hans, gefur John Stuart Mill út hið nauðsynlega tímamótaverk Kúgun kvenna.

Mill færir rök fyrir lagalegu og félagslegu jafnrétti milli karla og kvenna. Og að hinn lagalegi mismunur kynjanna; þeim misrétti sem kvennfólk stendur frammi fyrir, sé hin mesta hindrun fyrir framförum mannkynsins.

Á þeim tíma er bókin kom út, árið 1869, ögraði hún hinum hefðbundnu félagslegu viðmiðum og hlutverkum kynjanna svo um munaði og hrykti í þeim stoðum svo eftir varð tekið um gjörvalla Evrópu.

Þetta er góð bók og rökföst. Hún hafði mikil áhrif. Mögulega hrinti hún af stað byltingu sem færði konum að lokum jafnan lagalegan sess á við karlmenn, á Vesturlöndum að minnsta kosti.

Núna þarf að skrifa aðra bók um nýja tegund á kúgun kvenna: Kúgun á draumum þeirra, vonum og væntingum. Sú kúgun felst í því að stilla konum upp fyrir framan eða við hlið karlmanns og segja þeim að keppa í hraða og styrk. 

Gegn þessari kúgun berjast í raun ekki margir. Mögulega bara sárafáir. Það gladdi því hjarta mitt að lesa um baráttu fjögurra ungra frjálsíþróttakvenna sem horfa nú á eftir öllum titlum og sigrum í hendur tveggja karlmanna sem fá að hlaupa við hliðina á þeim, þvert á vilja þeirra.

Stjarna Mitchell reis hratt á fyrstu dögum sínum þegar hún keppti í brautinni. En vonir hennar um að ná ríkismeistaratitli mættu óvæntum og næstum ómögulegum vegtálma þegar hún neyddist til að keppa á móti karlkyns hlaupara sem á endanum batt endi á annars góða möguleika hennar á að vinna ríkismótið.

**********

Mitchell was a fast riser in her early days competing in track. But her hopes of capturing a state championship hit an unexpected and almost impossible-to-imagine roadblock when she was forced to compete against a male runner who ultimately derailed her otherwise promising chances of winning the statewide tournament.

Skiljanlega eru vonbrigðin mikil. Þetta er fáránlegt.

Í öllum íþróttum er keppt í aldursflokkum upp að ákveðnu marki. Í mörgum er keppt í þyngdarflokkum. Kynjaskipting íþróttanna er ekki eitthvað hugarfóstur fordómafullra þverhausa. Hún er einfaldlega nauðsynleg svo allir geti verið með og keppt á grundvelli hæfileika og þjálfunar. Auðvitað eru ekki allir karlmenn eins og allir kvenmenn eins - sumir eru hærri en aðrir eða með stærri bein, lengri hendur og sterkari hásinar - en menn hafa reynt að búa til ramma þar sem konur og karlar geta að minnsta kosti reynt að sigra á því sem næst jafnréttisgrundvelli.

Núna á að taka þetta af konum, með kúgun. Kúgun kvenna er í boði okkar, nútímalegu og upplýstu og umburðarlyndu og víðsýnu og vel menntuðu fólki sem telur sig vera að berjast fyrir betri heimi en er í raun að berjast fyrir myrkri tálsýn fámennrar klíku fólks sem hatar það sem er kvenkyns, margt hvert klætt eins og kvenmenn til að hylja typpi og pung.

Ekki er hægt að reikna með fjölmiðlum til að fjalla um þetta. Þeir eru troðfullir af froðu um skilnað fræga fólksins, nýjustu uppskriftina á steinbít og stjörnuspánni fyrir næsta mánuð eða viku eða dag eða hvernig það nú er. Ekki er hægt að reikna með stjórnmálamönnum. Þeir eru of uppteknir að kaupa atkvæði fyrir peningana þína og vanrækja í leiðinni allar skyldur sínar við almenning og kjósendur. Ekki búast við því að góða fólkið taki upp hanskann fyrir kúgaðar konur - það er of upptekið af því að fylgjast með nýjustu samsæriskenningum og falsfréttum yfirvalda og fjölmiðla á bandi þeirra til að taka eftir.

En vonandi eiga konur sér einhverja talsmenn. Kannski John Stuart Mill þurfi að stíga um stundarsakir úr gröfinni og uppfæra bók sína með rökum gegn hinni nýju kúgun kvenna. Nema hann komist ekki upp því hann er búinn að bylta sér í henni af hneykslun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband