Þriðjudagur, 9. maí 2023
Peð eða óhæfur
Það rennur nú upp fyrir fleiri og fleirum að veirutímar voru tímabil blekkinga, falsana, áróðurs, óttastjórnunar, gagnslausra vísinda, þöggunar, skautunar í samfélaginu, minnkandi umburðalyndis og lyga.
Tökum grímurnar sem dæmi. Þær virkuðu ekki. Samfélög þar sem yfir 95% almennings notaði þær rétt og af mikilli samviskusemi fengu yfir sig veirur eins og önnur. Þetta blasti við frá upphafi. Hafi grímurnar virkað þá hefðu allir séð það og heimsfaraldurinn hefði gufað upp. Engu að síður var okkur sagt að nota þær og þá aðallega til að senda skilaboð til umheimsins: Sjáðu mig, ég hlusta á vísindin!
En maður veltir fyrir sér hlutverki opinberra embættis- og stjórnmálamanna í öllu þessu, til dæmis á Íslandi. Voru þeir að fylgja einhverju handriti? Voru þeir að krefja vísindamenn um traustar rannsóknir og innleiða í stefnumótun sína? Eða lásu þeir bara fréttafyrirsagnir erlendra miðla?
Voru þeir peð í skák annarra, eða óhæfir?
Þetta eru ekkert sérstakir valkostir en þeir einu sem ég sé.
Sem kallar á aðra spurningu:
Hvað annað er verið að keyra yfir okkur þar sem okkar yfirvöld eru annað hvort peð eða óhæf? Annað hvort að taka þátt í stærri skák án þess að spá mikið í því, eða óhæfir til að greina svart frá hvítu?
Þegar kemur að innleiðingu á tilskipunum Evrópusambands eru íslensk yfirvöld annað hvort peð eða óhæf til að mynda sér eigin skoðun byggða á raunveruleikanum í kringum sig.
Þegar kemur að innleiðingu á allskyns takmörkunum og svimandi skattheimtu á notkun hagkvæmra bifreiða og eldsneytis eru yfirvöld annað hvort peð eða óhæf.
Þegar kemur að skerðingum og skattheimtu í nafni loftslagsbreytinga eru yfirvöld peð eða óhæf.
Þegar kemur að því að láta fólk flokka rusl í endalausa flokka og keyra með það um allan bæ eru yfirvöld peð eða óhæf.
Þegar kemur að því að varðveita kaupmátt launa fólks eru yfirvöld peð eða óhæf.
Þegar kemur að því að tryggja aðgengi fólks að góðu og hagkvæmu húsnæði á markaðskjörum eru yfirvöld óhæf eða peð.
Þegar kemur að því að tryggja næga og örugga orku til fólks og fyrirtækja eru yfirvöld peð eða óhæf.
Og þegar kemur að því að verja börn gegn klámi og hugleiðingum um að láta gelda sig eru yfirvöld einfaldlega að lóðfalla á hugsanlega stærsta prófinu.
Það sorglega í þessu öllu er svo kannski það að í öllum mælingum á lífsgæðum, öryggi og þess háttar er Ísland oftar en ekki ofarlega og jafnvel efst á lista. Miðað við umheiminn er Ísland einn besti staður í heimi til að búa á. En kannski er það vegna þess að samkeppnin er að minnka. Flest stjórnvöld eru peð eða óhæf. Það er munur á því að keppa við sterka íþróttamenn og beinlausa snigla.
Peð í skák hverra? Sá listi er mögulega langur.
Veirutímar voru í raun ekki fordæmalausir tímar. Þeir helltust bara frekar skyndilega yfir okkur. Loftslagsbrjálæðið er búið að vera í gangi í áratugi en rekið áfram á sömu aðferðafræði. Hið sama gildir um flokkun á rusli og margt annað.
Og val okkar, enn sem áður: Veljum við peð eða óhæfa?
Því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lítil saga af mér, hinum bersynduga. fór með frúnni til Tene, í vetur ... og kom með fullt af þykkum og góðum innkaupa plastpokum til baka. Þeir nýtast okkur vel undir heimilissorpið og duga fram á sumar. Hér heima ee bara boðið upp á handónýta bréfpoka og maíspoka, sem rifna í tætlur. Sem venjulegur Íslendingur finnst mér ég allt í einu vera orðinn algjör rebel, uppreisnarmaður. Sér í lagi þar sem við frúin seldum nýlega gamla bensínbílinn (7 ára) og fengum okkur í staðinn 2ja ára úrvals slyddujeppling, bensínbíl. Eigum svo einn 15 ára bensínbíl með alvöru þykkt lakk, og krók í bras og snatt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.5.2023 kl. 19:03
Símon,
Þú ert svo sannarlega tortímandi mannkyns!
Stundum er ég minntur á að ég búi í ríki sem er meðlimur í Evrópusambandinu. Hvað gæti ég svo sem haft á móti tilskipunum þess á Íslandi ef ég bý við þær í Danmörku?
En þá kemur upp í hugann orðatiltækið að vera kaþólskari en páfinn. Í mörgum dönskum verslunum er hægt að fá/kaupa þykka og góða innkaupapoka úr plasti. Í öðrum er bara í boði pappír eða þunnt plast. En þetta er sem sagt ekki sama formúla fyrir alla. Innan Evrópusambandsins er hægt að fá góða og þykka innkaupapoka en á Íslandi ekki.
Kannski eru tilskipanir Evrópusambandsins skárri en túlkun og innleiðing íslenskra yfirvalda á þeim.
Geir Ágústsson, 9.5.2023 kl. 19:24
Peð eða vanhæf...
Bæði? Sjá: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-06-ovist-hver-ber-abyrgd-a-tekjutapi-sem-gaeti-hlaupid-a-milljordum
þeim er borgað til þess að klúðra hlutunum. Í tilvikinu sem ég er með hér að ofan bókstaflega. Og borgað vel.
Svo koma þessir asnar og segja: Æ nei, það er hætt að múta okkur til þess að vera grænir! Ó vei!
Peð, en líka fábjánar.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.5.2023 kl. 19:51
Já, Geir
Íslensk stjórnvöld eru kaþólskari en ESB páfinn. Og selja aflátsbréfin í drep, sótraftarnir.
Kunni vel við flest á Tene, minnir (enn) á það frelsi sem við höfðum eitt sinn hér á landi.
Kremlarflokkar ESB sovétsins ráða hér ríkjum, með Gulla, Bjarna, Kötu, Dísu og Gvönd poka, Singa og litlu donAlfredo.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.5.2023 kl. 20:08
Eins og hverjum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni hlýtur að vera ljóst eru íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa fávitar og stjórnsýslan að stórum hluta atvinnubótavinna fyrir femínista og aðra vitleysinga með verðlausa pappíra frá félags- og mannvísindadeildum háskólanna. Það er ekki von að hér ríki algjör óstjórn.
Einar (IP-tala skráð) 9.5.2023 kl. 20:31
Miðað við þessa lýsingu er óhætt að kalla stjórnvöld okkar helsta óvin. Það lítur ekki út fyrir að unnið sé í þágu almennings. Mér tekst ekki að sjá neitt bitastætt gert í þágu fólksins. Núna hafa valdhafar slegið upp veislu fyrir bankana á kostnað almennings svo um munar. Minnstar áhyggjur af fátæku fólki hafa einmitt þeir sem gefa sig sérstaklega út fyrir að vinna fyrir.
Það er búin að vera óvenju harkaleg framkoman upp á síðkastið með því að troða með góðu eða illu eitri í fólk sem fylgt er eftir með heimatilbúnu kaupmáttar hruni svo ekki sé talað um stanslausan hræðsluáróður. Það skrítna í þessu öllu saman er að almenningur virðist treysta þessu fólki.
Kristinn Bjarnason, 9.5.2023 kl. 21:52
Geir, mikið rosalega ertu góður.Seinasta þegar ég svaraði hér var það þurrkað út þegar ég kíkti hér seinna. Takk fyrir þetta.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2023 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.