Laugardagur, 6. maí 2023
Arđbćr ríkisstyrkt ráđgjafaţjónusta
Hagsmunasamtök nokkur auglýsa eftirfarandi verđskrá fyrir ađgang ađ sérţekkingu sinni (sem ég kalla hér ráđgjöf):
Nemendafrćđslur: 26.900 kr. klst.
Starfsfólk sem vinnur međ börnum: 32.900 kr. klst.
Stofnanir í velferđarţjónustu: 42.900 kr. klst.
Ađrar stofnanir: 59.900 kr. klst.
Fyrirtćki (undir 50 starfsmenn): 84.900 kr. klst.
Fyrirtćki (yfir 50 starfsmenn): 104.900 kr. klst.
Félagasamtök: Eftir samkomulagi
Yfirlestur skjala og gagna: 18.900 kr. klst.
Erindi á ráđstefnum: 49.900 kr. klst.
Akstursgjald: 111 kr. pr. km
Ekkert afbrigđilegt á ferđinni hérna, held ég. Ađ fá góđan ráđgjafa er gulls ígildi. Ég veit um ráđgjafa sem rukkar 100 ţús kr. klst. og er bókađur alla daga frá morgni til kvölds.
En hvađ ef ráđgjafinn nýtur ríkisstyrkja? Er ţannig séđ ađ miklu leyti á opinberu framfćri? Og er svo ađ selja ráđgjöf sína fyrst og fremst til opinberra ađila? Skattgreiđendur borga ţá ţrisvar: Fyrir ríkisstyrkinn, fyrir ţóknunina sem er send á opinbera ađilann sem keypti ţjónustuna og ađ auki fyrir hinn opinbera rekstur sem gefur engan afslátt ţótt hann sé ađ borga utanađkomandi ađilum til ađ leysa af eigiđ starfsfólk eđa sitja námskeiđ í stađ ţess ađ vinna vinnuna sína.
Ráđgjafinn sem er búinn ađ koma sér svona rćkilega fyrir á ţrjá spena skattgreiđenda eru Samtökin 78.
Samtökin 78 selja ráđgjöf, eru međ samninga viđ sveitarfélög og ýmsar opinberar stofnanir (t.d. lögregluna) og eru ađ reyna selja ţjónustu sína til fyrirtćkja, međal annars svokallađa Hinsegin vottun (sjá t.d. hér bls. 24), sem er vćntanlega eitthvađ annađ en Regnbogavottun Reykjavíkur. Félagiđ hefur bćtt viđ sig um 100 milljónum af rekstrarfé, eđa nálćgt ţví fjórfaldađ ţađ, á 5 árum. Og ađ miklu leyti er ţetta fé skattgreiđenda (einstaklingsframlög nema um 30% af rekstrarfé sýnist mér).
En er eitthvađ ađ ţessu? Er ekki veriđ ađ berjast fyrir góđum málstađ? Málstađ sem ţarf ađ fjármagna vel? Ţađ má vel vera ţótt ég sé ekki sannfćrđur persónulega. En ţađ kemur mér á óvart hvađ peningastraumurinn er orđinn mikill og hvađ skattgreiđendur standa undir miklu af honum. Mikil áhersla virđist líka vera á ađ ná til barna, helst án vitundar foreldra og jafnvel sveitastjórnarmanna (a.m.k. ţegar kemur ađ innihaldi ţess efnis sem ráđgjöfin felur í sér).
Mögulega sér einhver ástćđu til ađ staldra viđ, taka umrćđuna og endurmeta ţörfina á ráđgjöf sem er seld á markađskjörum til hins opinbera, greidd (beint og óbeint) ţrisvar af skattgreiđendum og framreidd í barnaskólum, án ţess ađ rćkileg yfirferđ hafi fariđ fram á innihaldinu og kostum og göllum ţess ađ fórna hefđbundnu námi í stađinn.
Hófsöm uppástunga ađ mínu mati. Og ég segi ţetta sem mađur sem var fyrir 30 árum staddur í íslensku grunnskólakerfi sem kenndi umburđarlyndi, virđingu fyrir mismunandi lífsstíl og ţađ ađ viđ erum öll mismunandi. Í skólatíma, af kennara. Og ţađ tókst alveg ljómandi vel ţótt ég segi sjálfur frá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Athugasemdir
Mun einhvern nćstu daga fá samning Akureyrarbćjar viđ Samtökin 78 í hendurnar. Verđur fróđlegt lesning. Bćrinn á fullt af frambćrilegum og góđum kennurum sem geta kennt efniđ sem Samtökin 78 bjóđa upp á. Sama međ eigin frćđslu, kennarar geta leitađ ađ henni annars stađar en hjá Samtökum 78. Bćrinn virđist ekki gefa kennurum val. Vona samt ađ mćtin verđi valkvćđ.
Peningasóun ađ mínu mati hjá bćjarfélagi sem ţarf á hverri millu ađ halda.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráđ) 7.5.2023 kl. 15:58
Helga,
Takk fyrir athugasemdina og eigin innlegg í umrćđuna og vonandi stendur ţú af ţér skítkastiđ sem ţú hefur hlotiđ fyrir vikiđ.
Ţú rekst á góđan punkt međ kennarana. Ţeir ćttu ađ fá mikiđ faglegt svigrúm en virđast nota ţađ til ađ hoppa á hvađ ţađ nú er sem er í tísku hverju sinni. Ţađ er ekki víst ađ margir ţeirra kvarti yfir ţví ađ ţurfa dansa í takt. Af hverju? Ţađ veit ég ekki. Óttast ţeir um starf sitt? Eru ţeir sammála? Hafa ţeir enga skođun? Huga ţeir ađ aldri barnanna eđa bara fyrirmćlunum ađ ofan?
Nema vandamáliđ sé í rótinni: Kennarakennslunni. Les t.d. á einum stađ ađ markmiđ lestrarkennslu í yngri bekkjum sé ekki ađ kenna börnum ađ lesa heldur hreinlega tileinka sér menningu, ađdáun á fjölmenningu og finna einhver tengsl viđ ţjóđlegan og alţjóđlegan sagnasjóđ. Er ţetta önnur leiđ til ađ segja kennurum ađ láta börnin lesa um bćđi Mjallhvíti og dvergana sjö, og Djáknann á Myrká?
Geir Ágústsson, 7.5.2023 kl. 17:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.