Laugardagur, 6. maí 2023
Kolefnissporin gleðja
Mikil áform eru nú uppi um að svipta venjulegt fólk möguleikanum á að ferðast. Þetta verður gert með gríðarlegri skattheimtu á notkun hagkvæms eldsneytis. Utanlandsferðir verða dýrar og færri munu geta flogið sem mun leiða til fækkunar áfangastaða.
Sumir telja að þetta muni á einhvern undraverðan hátt koma í veg fyrir hlýnun loftslagsins, eða kólnun eða hvað það nú er sem á að vera manninum að kenna og í gangi núna.
Þetta hefur auðvitað engin áhrif á ferðalög einkaflugvéla, svo því sé haldið til haga. Gestir loftslagsráðstefna munu því geta haldið áfram að flakka á milli vinsælla sólarstranda og borða sína steik og hljóta mikið hrós fyrir frá strandaglópunum sem komast ekkert.
En á meðan ríkjasambönd og milljarðamæringar eru ennþá að brugga hina réttu uppskrift að dýrum samgöngum eigum við að njóta kolefnissporanna og þeirrar gleði sem þau færa okkur. Við getum heimsótt vini og vandamenn um heiminn allan. Við getum sogað að okkur menningu, mannlíf og mat allskyns þjóða. Við getum boðið börnum okkar upp á tilbreytingu og nýjar upplifanir.
Þar til dag einn að þetta verður ekki mögulegt. Sumarfríið verður tjaldferðalag í Ásbyrgi í rigningu (fellihýsið er farið því rafmagnsbíllinn eða rafmagnshlaupahjólið ræður ekki við það). Vinir og vandamenn erlendis breytast í hreyfimyndir á skjá. Ungt fólk sem fer erlendis í nám kemst ekki í heimsókn í skólafríum og sést ekki aftur fyrr en það hefur útskrifast.
Og á meðan getum við lesið í fréttum að Kínverjar og Indverjar ætla að reisa ný kolaorkuver í a.m.k. 10 ár í viðbót þar til þeir telja sig tilbúna að ráðast á lífskjör borgara sinna með orkuskorti.
Kolefnissporin gleðja og við ættum að njóta þeirra á meðan við getum. Næsta kynslóð verður kannski ekki jafnheppin.
Ekki vön að vinna neitt af þessari stærðargráðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Facebook
Athugasemdir
Góður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2023 kl. 09:37
Kínverjar og Indverjar munu ferðast í staðinn.
Þeir munu ekki borga nein kolefnisgjöld, enda eru þeir ekki fávitar.
Vesturlönd enda sem nýlendur BRICS landanna eftir svona 50 ár, verandi komin gjörsamlega á hausinn.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2023 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.