Fimmtudagur, 27. apríl 2023
Eru fatlađir dýrasti ţjóđfélagshópurinn?
Í Reykjavík vill borgarstjórn meina ađ málaflokkur fatlađra skýri skuldirnar og hallareksturinn, sé ástćđa ţess ađ ekki sé hćgt ađ fjárfesta og halda gjaldskrám í hófi, tefji nauđsynlegar fjárfestingar og kalli á útţenslu stjórnsýslunnar, enda séu ţá fleiri til ađ kasta heitu kartöflunni á milli sín. Ţetta hefur vitaskuld bćđi veriđ leiđrétt og fordćmt enda bćđi rangt og siđlaust. En stóri lćrdómurinn er auđvitađ sá ađ borgarstjórn neitar jafnvel í fallinu ađ hún hafi klifrađ of hátt á skuldafjalliđ.
En minnum okkur ađeins á hverjum er í raun um ađ kenna: Kjósendum. Ţeir hafa látiđ selja sér sama ógeđsdrykkinn svo árum skiptir og trúađ lygum og loforđum ítrekađ.
Fyrir ţví geta veriđ margar ástćđur: Starfsmenn borgarinnar, sem sífellt fer fjölgandi, kjósa vitaskuld ţá sem lofa ađ varđveita störf ţeirra, í borginni búa margir bótaţegar sem borga lítiđ í skatt en fá mikiđ í bćtur og vilja auđvitađ halda ţví áfram, fólkiđ í austustu hverfunum sem ţarf bíla og vegi og kýs minnihlutaflokkana hefur tiltölulega lítiđ atkvćđavćgi miđađ viđ ţéttari borgarhluta ţar sem eru fćrri börn og ţar sem fólk vill frekar bjór á kaffihúsi en bíl í innkeyrslu, og svo hefur skuldasöfnunin auđvitađ tafiđ nauđsynlega hagrćđingu og skattahćkkanir og miklu skemmtilegra ađ lifa í blekkingu á međan ţađ er hćgt en ađ láta tekjur mćta útgjöldum.
Ekki bćtir úr skák ađ ţegar allir lofa öllu ţá er erfitt ađ sjá mun á flokkum.
Engin ein lausn blasir viđ. Mögulega ţyrfti Alţingi ađ liđka fyrir uppskiptingu sveitarfélaga í fleiri og smćrri sveitarfélög eđa leyfa bćjar- og borgarhlutum ađ fćrast á milli sveitarfélaga. Mögulega ţurfa borgarbúar vćnan skell í formi skattahćkkana og frekari skerđinga á ţjónustu og innviđum til ađ átta sig. Mögulega ţarf fólk sem ţolir ekki meiri yfirgang ađ flytja í nćsta bć. Kannski ţurfa seinustu stóru vinnustađirnir ađ koma sér í burtu og starfsfólkiđ fylgir međ.
Sumir eru bjartsýnni á lýđrćđiđ. Núna hljóta kjósendur ađ átta sig! En ţađ held ég ekki, eins og stađan er núna. Ţađ er enginn ađ tala um róttćkar ađgerđir, eins og ţćr ađ borgin haldi sig viđ lögbundin verkefni (hljómar ekki endilega róttćkt en er ţađ miđađ viđ ástandiđ í dag) og stefni á ađ vera međ lćgsta útsvar höfuđborgarsvćđisins, án biđlista (hljómar ómögulegt en er einfaldlega stađan í sumum sveitarfélögum). Áhersla minnihlutans er á eitt og eitt mál sem er í umrćđunni hverju sinni, auk almennra yfirlýsinga um ađ ástandiđ sé nú ekki nógu gott og ađ ekkert megi rćđa í ráđhúsinu.
Sjálfur bý ég í sveitarfélagi í Danmörku ţar sem sósíaldemókrataískur bćjarstjóri gefur út vikulegt fréttabréf ţar sem hann fer yfir ástandiđ, bćđi gott og skítt. Hann heldur opna fundi ţar sem hann hlustar í eigin persónu á áhyggjur fólks og óskir. Hann lćkkar stundum skatta eđa hćkkar og útskýrir af hverju. Ég hef aldrei hitt hann, ólíkt borgarstjóra Reykjavíkur, en kann mjög vel viđ hann. Kannski Reykvíkingar eigi ekki svona borgarstjóra skiliđ. Kannski sá sem klippir borđa en hleypur í felur ţegar skólpiđ og myglan fer á stjá og kennir svo fötluđum um vandrćđin sé nákvćmlega ţađ sem reykvískir kjósendur eigi skiliđ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Facebook
Athugasemdir
Hver man ekki eftir kamrinum í Nauthólsvíkinni? Ţessum sem kostađi 40+ milljónir, og var međ áhorfendapöllum og hvađeina?
Reykvíkingar munu ekkert lćra. Ţađ ţarf ađ einangra ţá frćá restinni af landinu, og láta ţá borga fyrir eigin heimsku.
"Sjálfur bý ég í sveitarfélagi í Danmörku ţar sem sósíaldemókrataískur bćjarstjóri"
Mađur býr međ Nazistum, og ţeir reynast betur en borgarstjórn RKV.
Svone er ţetta bara.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.4.2023 kl. 20:46
Sćll Geir.
Ég vona ađ Reykjavíkurborg fari yfir rekstur yfirstjórnar
og laun kjörinna fulltrúa ţví ţá munu ţeir sjá vel til
ađ láta sér aldrei verđa sú lágkúra á ađ skella skuldinni alfariđ
á ţann hóp brćđra okkar og systra sem hvađ höllustum fćti
standa í ölli tilliti, - og nćr engar líkur eru á ađ svari fyrir sig.
Húsari. (IP-tala skráđ) 27.4.2023 kl. 22:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.