Miðvikudagur, 26. apríl 2023
Viltu ekki veikjast? Farðu í fimm sprautur!
Ég veit ekki af hverju en blaðamaður lætur eftirfarandi eftir sér:
Tólf einstaklingar sem dvelja á Dvalarheimilinu Stykkishólmi hafa smitast af kórónuveirunni á síðustu dögum en smit barst einnig til þeirra sem búa í þjónustuíbúðum við hliðina á heimilinu. Tilkynnt var á facebooksíðu dvalarheimilisins fyrir tæpum hálfum mánuði að smit hefði greinst á heimilinu. Samkvæmt upplýsingum frá dvalarheimilinu hefur enginn veikst alvarlega en allir íbúarnir höfðu fengið fimm skammta af bóluefni.
Vissulega eru smit aldrei góð tíðindi fyrir þá sem búa á dvalarheimilum. Þetta er hrumasta fólkið. Það má ekki við miklu. En enginn íbúi veiktist alvarlega. Allir hafa fengið FIMM skammta af bóluefni, svokölluðu, gegn COVID-19.
Þess vegna hefur enginn veikst alvarlega. Eða þannig má vissulega skilja blaðamann.
Trúir þú þessu? Ertu þá með fimm skammta af sprautunni í þér?
Eða trúir þú þessu og ert með færri skammta? Þá hljóta næstu skammtar að vera handan við hornið.
Eða trúir þú þessu alls ekki? Þú veist að mögulega er veira nokkur búin að stökkbreyta sér í kvef eins og hinar kórónuveirurnar sem ganga í sífellu á milli manna. Þú veist líka að það er hægt að verjast veiru með ýmsum hætti, öðrum en sprautum. Kannski.
Kannski veistu líka, eða grunar, að sprautan veitir alls enga vernd nema í því að þurrka út sumt fólk og skilja eftir þá sem lifa hana af, sem lifa þá af veiruna líka. Hver veit.
Annars blasir við að fréttin hefði verið öðruvísi skrifuð ef einn eða tveir af fimm-skammta íbúunum hefði veikst þó ekki væri nema svolítið alvarlega. Þá hefði ekki verið minnsta á skammtafjöldann. Sú tölfræði hefði verið þurrkuð út eins og sú á vegum landlæknisembættisins á sínum tíma.
Mögulega voru skammtarnir FIMM lykillinn að því að enginn veiktist alvarlega af svolitlu kvefi. Kannski alls ekki. En nefnum nú skammtana FIMM. Þeir með FJÓRA þurfa að vara sig!
Kórónuveirusmit á dvalarheimili í Stykkishólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir.
Ekki bregst síðuhafi lesendum sínum nú fremur en fyrri daginn.
Færist svo mjög í aukana að hann hlýtur að vera kominn heim.
Skrifar af tærri snilld um eldri borgara í Stykkishólmi
en þó er eins og eitthvað vanti.
Hann skrifar sinn þúsundstiga stíl með glæsibrag og nú mega
þeir sem skrifa bara um byrlara fara að vara sig!
Af hverju notar síðuhafi ekki algengustu orð um svona fólk eða þekkir hann þau ekki. Dvalarheimili eru elliheimili og í hugum þeirra sem upplifa þau hið ósvikna Ásvits eins og sagt var um gamla húsið í Djöflaeyjunni og sjálfir þeir ýmist líkkistu- eða gasofnafæða.
Hvað vantar?
Síðuhafi áttar sig ekki á því að gömlu börnin í Stykkishólmi biðu
þess eins að deyja þar til að þeir urðu aðnjótandi allrar gæfu og fengu kvef eða kóvid. Lífið fékk skyndilega tilgang og markmið, að fá þessar
5 sprautur og lifa næsta mann af.
Voðalega eru þær erfiðar þessar beygingar á orðinu hrumur í öllum föllum, kynjum og stigum að ógleymdum beygingum. Minnir á sama fyrirbrigði þar sem beygja skal hruninn veggur, kanna eða borð á sama hátt og með greini.
Þeir sem fengu 5 sprauturnar höfðu ekki hugmynd um að þeir vildu lifa fyrr en þeir fengu lífsins elexír, allar 5 sprauturnar.
Eina sem síðuhafa vantar eru einmitt þessar 5 sprautur!
En þann dag sem slíkt undur gerðist mundi hann upplifa sig
sem fráflæðivanda og flest harla lítils virði.
Ef síðuhafi fær kóvid og upplifir alla beinverkina en afræður að
taka enga sprautu og þá ekki 5 þá upplifir hann þá sælu að ferðast á milli heims og helju og verða happý og afsanna kenninguna um að illa fari fyrir þeim sem leggjast í ferðalög.
Hvað vantar? Alls ekkert.
Húsari. (IP-tala skráð) 26.4.2023 kl. 23:26
Húsari,
Ég eins og flestir hef fengið kóvit. Ég eins og flestir upplifði ekki mikil veikindi. Ég eins og flestir hefði ekki vitað að um þessa einu veiru væri að ræða nema út af endalausum skipunum.
Annars vantar í fréttina hvað fólk er búið að fá margar skeiðar af lýsi.
Geir Ágústsson, 27.4.2023 kl. 06:02
Comprendo! Var að fjárfesta í nokkrum brettum af Evi - sólarvörninni, -
en sólargeisli hefur ekki sést hér síðan 1918.
Ævinlega heill og sæll,
Húsari. (IP-tala skráð) 27.4.2023 kl. 07:42
Í fyrrasumar þegar ég lá á spítala datt stjórenendum kerfisins í hug að upp væri komin covid smit á spítulum landsins, svo allir voru pinnaðir og sum okkar, ég þ.m.t. vorum sett á einangrun. Þrjá vikur liðu í fullkominni einangrun, þar til ákveðið var að nýta þyrfti stofuna. Þá var ákveðið að lækka kröfuna úr "yfir 25 mögnunarferlum (Cycles) niður í 20 eða minna" og viti menn, þá hætti smitið hjá þeim okkur sem kúrt höfðum einsömul á tvímennings stofum.
Guðjón E. Hreinberg, 27.4.2023 kl. 09:03
Guðjón,
Segðu svo ekki að íslenska heilbrigðiskerfið geti ekki boðið upp á lúxus! Einn á stofu og engar hrotur í næsta rúmi. Lúxuslíf. Eða, þar til fólk er látið sofa á ganginum.
Geir Ágústsson, 27.4.2023 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.