Laugardagur, 15. apríl 2023
Skólakerfiđ kallar á einsleitni, ekki fjölbreytileika
Ég er fyrrum nemandi í íslenska grunnskólakerfinu. Ég sat í bekk međ meira og minna sama fólkinu frá 6 ára til 13-14 ára aldurs (ţar til fólk gat valiđ ađ fara í hćgferđ, miđferđ og hrađferđ í kjarnafögunum). Bekkurinn minn var mjög fjölbreyttur. Sumir nenntu engu og trufluđu kennslu og urđu svo ađ mjög fćrum tónlistarmönnum, sölumönnum og frumkvöđlum. Sumir voru mjög samviskusamir og báru saman einkunnir - stefndu á 10 í öllum fögum. Örfáir voru í sérkennslu vegna lesblindu. Viđ vorum nördar, íţróttafólk, tónlistarmenn og einstaklingar á jađri ţess ađ gerast glćpamenn, öll í sama bekk í fjölda ára. Rík og fátćk, grönn og feit, rauđhćrđ og dökkhćrđ. Öll undir styrkri stjórn konu yfir miđjum aldri sem lést nýlega - kona sem á stóran hlut í uppeldi okkar hreinlega.
Svona bekkur gćti aldrei gengiđ í dag. Stórt hlutfall strákanna vćri á lyfjum. Búiđ vćri ađ sannfćra nokkra veikgeđja einstaklinga í bekknum um ađ ţeir vćru í röngum líkama - ruglingur sem hrjáir vissulega sum börn áđur en ţau komast á kynţroskaaldur en greiđist svo úr í langflestum tilfellum ţegar strákar verđa skotnir í stelpum og öfugt, eđa strákar verđa skotnir í strákum og stelpur í stelpum eins og líkamar ţeirra eru. Minnkandi áhersla á lestur hefđi tekiđ frekara nám ţeirra eirđarlausustu úr sambandi til lífstíđar. Viđ sem lögđum mikiđ á okkur til ađ fá góđar einkunnir vćrum skömmuđ fyrir ađ vilja monta okkur og níđast á ţeim međ námsörđugleika.
Viđ vćrum undir stanslausum ţrýstingi ađ hafa skođanir á einhverju sem krakkar hafa engan áhuga á og vitaskuld sömu skođanir.
Fjölbreytileikinn vćri einfaldlega minni sem og umburđarlyndi fyrir mismunandi eiginleikum og hvötum okkar sem einstaklinga.
Foreldrar ţora auđvitađ ekki öđru en ađ spila međ. Ţeir vilja jafnvel ekki vita hvađ fer fram innan veggja skólanna (nema hugsanlega hvort ţar séu ađ vaxa myglusveppir í öllum áróđrinum). Ţeim er sagt ađ setja börn sín á lyf og fagna ţví ţegar ung börn koma heim međ styttur af typpum og píkum.
Einsleitni, ekki fjölbreytileiki, er krafan í dag. Ţeir sem halda öđru fram eru ađ slá ryki í augun á ţér. Ţá er stundum gott ađ ganga međ gleraugu, eins og ég geri gjarnan.
Fordćma viđhorf Helgu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.