Blaðamaður hjá hinu opinbera: Moggabloggið er algjör ruslakista

Moggabloggið, þ.e. þeir sem skrifa á blog.is sem rekstraraðili Morgunblaðsins á og rekur, er ruslakista að mati blaðmanns á framfæri hins opinbera. Þar kemur sjaldnast eitthvað fram sem vitglóra er í. Eða yfirleitt aldrei, svo því sé haldið til haga, og liggja eflaust faglegar og vandaðar rannsóknir að baki slíkri fullyrðingu. 

Og hverjir eru að fóðra þessa ruslakistu með rusli? Sem stendur eftirfarandi fólk (20 efstu):

ruslakistan

Ekki kemur fram hvort blaðamanni finnist fleiri rými tjáningar og skrifta vera ruslakistur. Mögulega er það svo.

Tilefni, eða innblástur, yfirlýsingar hins opinbera starfsmanns er ein færsla á einni síðu. Ég hef ekki lesið þá færslu enda er slíkt óþarfi til að leggja mat á hrokafulla yfirlýsingu um stóran vettvang fjölbreyttra skoðana fjölbreytts fólks sem að auki dregur að sér fjölda lesenda á hverjum degi. Hvað ætlar hinn opinberi starfsmaður að kalla þá sem sækja í ruslakistuna? Þvottabirni? Flækingshunda? Það fylgir ekki sögunni en eitthvað hlýtur sá hópur sem nærist úr ruslakistum að kallast.

Kannski það fari í taugarnar á blaðamanni með áratugi af blaðamennsku á bakinu að sjá að fleiri en lítill hópur með einsleitar skoðanir fái að tjá sig, og jafnvel enn verra en það: Að einhver kynni sér þá tjáningu. Liðnir eru dagar lesendabréfa sem birtust í litlum dálkum prentmiðlanna. Hvaða blábjáni sem er getur nú tjáð sig, í ruslakistum. En sú skelfing!

Athyglisvert er að hinn reyndi blaðamaður, á opinberu framfæri, með víðtækt aðgengi að stórum áhorfendahópi, nýti sér aðra ruslakistu til að tjá sig: Fésbókina. Þar er jafnvel enn auðveldar að tjá sig en í ruslakistu Morgunblaðsins. Nennir enginn að fylgjast með útsendingum viðkomandi á öðrum vettvangi? Spyr sá sem ekki veit, því sá sem spyr hætti fyrir meira en 20 árum síðan að sjá ástæðu til að eyða tíma í að kynna sér reglubundið skoðanir viðkomandi blaðamanns. Það dugir að renna yfir fyrirsagnir á miðlum atvinnurekanda hans til að vita hverjar þær eru. Önnur ruslakista það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú lætur það pirra þig að hann hafi skoðun. Ekki er það gáfulegra.

Vagn (IP-tala skráð) 8.4.2023 kl. 20:31

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Eftirfarandi ahugasemd reyndi ég í tvígang að pósta í athugasemdalistann DV án árangurs.

Kemur grunsamlega oft fyrir en þeir þvertaka fyrir það á DV að um ritskoðun sé að ræða og bera fyrir sig tæknigalla í forriti. 

 

Ég tel að Egill Helgason hafi ekki efni á því að taka svona stórt uppí sig er hann segir:

„Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör ruslakista………”

 

Vissulega er margt miður gott sem birtist á blog.is.

Á hinn boginn finnst mér “Moggabloggið” iðuleg taka fjasinu í Agli Helgasyni fram í vitrænni umfjöllun.

Daníel Sigurðsson, 8.4.2023 kl. 22:15

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mig minnir að það hafi verið í fyrrasumar sem persónan sem þú nefnir hér var að ráðast á nafngreindan mann á Facebook með svívirðingum og óhróðri og var erfitt að meta það öðruvísi en hann væri dauðadrukkinn, þannig var orðbragðið. Ég hef verið svo heppinn að þurfa lítið að sjá til hans síðan því eftir að ég lagði orð í belg og gerði athugasemd við orðfærið blokkeraði hann mig einfaldlega.

Nú ræðst hann á elsta bloggmiðil landsins þar sem fjöldi fólks skrifar um margvísleg málefni, fólk alls staðar að úr samfélaginu, háir sem lágir. Vegna þess að persónunni líkar ekki ein færsla sem einhver lætur frá sér fara, og kannski vegna þess að persónan er að nýju í því ástandi sem hún virtist vera í fyrrasumar, þegar kvarta þurfti yfir henni við útvarpsstjóra að mér skilst, vegna óásættanlegrar framkomu, er miðillinn og allt það fólk sem á hann skrifar fordæmt sem "ruslakista".

Margur heldur mig sig, segi ég nú bara.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2023 kl. 22:19

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er erfitt, Daníel, að brosa ekki út í annað, þegar sagt er að þessi maður hafi "tekið stórt upp í sig". Segi ekki meira wink

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2023 kl. 22:50

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þegar Egill Helgason var spurður hvort hann væri rasisti gat hann ekki svarað. Hann ætti kannski að komast að því áður en hann alhæfir um annað fólk.

Wilhelm Emilsson, 8.4.2023 kl. 23:26

6 identicon

Lýsingarnar á manninum benda til þess að hann tali af staðgóðri þekkingu og mikilli reynslu. Þeir sem kafa dýpst í ræsið eru líklegastir til að finna botninn.

Vagn (IP-tala skráð) 9.4.2023 kl. 01:41

7 identicon

Þegar fjölmiðlar bregðast almenning að ræða um öll mál frá fleiri en einni hlið þá tekur fólk upp á að skrifa um þau sjálf. Sennilega í þeirri von að fleiri hefðu áhuga á málflokknum. Lestur blogganna, sem eru jafn ólík og þau eru mörg fræða mig töluvert. Vildi ekki án þeirra vera. Hér geta menn sagt skoðun sína án ritskoðunar og stundum eini vettvangurinn til að veita andsvar.

Í Noregi fékk úrskurður blaðamanni í hag. Ráðist hafði verið á hana á síðum blaðs og þeir hafnað henni um skrif í blaðið. Vinnubrögðin á Íslandi í hnotskurn. Fyrir áhugasama: PFU: Blikk brøt god presseskikk med debattinnlegg (journalisten.no)

Íslenskan í bloggunum er töluvert betri en íslenskan sem notuð er í mörgum fjölmiðlum. Hélt að blaðamenn væri betri í tungumálinu okkar en raun ber vitni. Margir eru arfaslakir og vart rithæfir. 

Ég segi bara áfram bloggarnar! Gleðilega páska.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2023 kl. 08:56

8 identicon

Silfur Egils sem var á Skjá Einum fyrir rúmlega 20 árum síðan var vetvangur (ef ég man rétt) þar em mál voru skoðuð frá öðru sjónarhóli en Rikismiðillinn sem fólk er kúgað til að greiða fyrir.

Egill færði sig til Rúv ca 2006?? Smá saman gafst hann upp og lagðist fyrir í bergmálshelli réttrúnaðar, þar sem hann þiggur himinhá laun (kúgað af almenningi) og er nú orðinn svo langt leiddur að hann er farinn að gelta á allt sem vinnuveitandi hans ætlast til.

Virkilega aumkunarvert. Maðurinn ætti að skammast sín, en hann mun aldrei gera það af því að þægilegt líferni á góðum launum er það sem skiptir helst máli fyrir hans líka.

Moggabloggið á skilið heiður fyrir að leyfa almenning að tjá sig.

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2023 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband