Rannsókn og hvítþvottur

Dönsk stjórnmál ætla af mikilli manngæsku að senda sérfræðinga til Úkraínu til að rannsaka stríðsglæpi. 

„Við mun­um gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að styðja við bakið á Úkraínu­mönn­um og bar­áttu þeirra fyr­ir frelsi og rétt­læti. Það er mik­il­vægt að rann­sókn verði gerð og fólk verði látið svara til saka sem stend­ur á bak við stríðsglæpi í Úkraínu,“ sagði Peter Hum­melga­ard, dóms­málaráðherra Dan­merk­ur, að því er danska rík­is­út­varpið greindi frá.

Bíddu nú við. 

Styðja við bakið á Úkraínumönnum?

Er þetta öll rannsóknin á stríðsglæpum í Úkraínu?

Hvað með öll voðaverkin sem við á Vesturlöndum hunsuðum frá árinu 2014, eftir valdaránið, og þar til Rússar réðust yfir landamæri Úkraínu? Teljast þau ekki með?

Hvað með voðaverkin sem báðir aðilar framkvæma í dag? Á að skipta þeim í tvennt og rannsaka bara annan hlutann?

Óháð afstöðu manna til atburða í Úkraínu seinustu árin þá hlýtur þetta að vekja athygli. 

Hvað fá dönsk yfirvöld út úr því að hvítþvo voðaverk annars aðilans en setja voðaverk hins undir stækkunargler? Feita stöðu í NATO? Ókeypis vopn? Maður spyr sig. 


mbl.is Hópur danskra sérfræðinga til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er undarlegt hvernig vesturlandabúar hafa í gegnum tíðina getað lokað augunum fyrir voðaverk okkar. Öll löndin sem bandaríkjamenn hafa ráðist á í frá lokum WW2, sem dæmi. Það er eins og það skipti okkur engu máli - "kemur okkur ekkert við" . . . 

Er þetta einhverskonar siðblinda?

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.3.2023 kl. 09:29

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fyrir 20 árum vorum við plötuð upp úr skónum vegna Írak
man ekki eftir neinum rannsóknum á hvernig á því stóð að helstu ráðmenn komust upp með að ljúga blákalt um gereyðingarvopn og hryðjuverkastarfsemi 

Grímur Kjartansson, 20.3.2023 kl. 10:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bragi,

Auðvitað er þetta siðblinda, eða blinda eigin bresti. Öllum virðist skítsama þótt Armenía sé á mörkum þess að þola innrás. Jemen má eiga sig. Kína má eiga Tíbet en Serbar þurfa að skilja við Kosovo. Það eina sem virðist skipta máli er hvort Bandaríkjamenn eigi hagsmuni eða ekki af einhverju.

Grímur,

Það var ekki fyrr en ég hristi af mér þessar blekkingar að ég fattaði að fréttamiðlar eru fréttatilkynningamiðlar og að þegar "allir" eiga einfaldlega að vera einhverrar skoðunar að þá eigi mögulega enginn að vera þeirrar skoðunar, enda skoðun elítunnar fyrir hag elítunnar. 

Geir Ágústsson, 20.3.2023 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband