Hvaða óhróðri á að trúa?

Fjölmiðlar sem kalla sig ábyrga, trúverðuga og annað gott eiga margir margt sameiginlegt. Þeir endurtaka fyrirsagnir, segja sömu sögu, veita sömu nálgun og boða sömu ónauðsynlegu lyfjagjafir. Tilviljun, auðvitað, og ekkert að sjá, en þannig er það.

Einn þyrnir í rassi þessara fjölmiðla er serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic. Hann er sá besti í heimi en neitar að láta sprauta sig með nýjustu lyfjunum. Þetta tvennt truflar blaðamenn hinna ábyrgu fjölmiðla alveg svakalega mikið. Manninum er bannað að keppa á móti eftir móti og þegar hann fær að keppa þá vinnur hann oftar en ekki og nær að halda sér í efsta sæti alþjóðlegra styrkleikalista. En sú ósvífni! 

Það er því athyglisvert að fylgjast með fréttafulltrúum lyfjafyrirtækjanna - oft kallaðir blaðamenn - þegar þeir fjalla um þennan mann.

Hið nýjasta nýtt er að hann er ekki að fara keppa á stórmóti í Bandarikjunum vegna afstöðu hans til lyfjagjafar. Hvers vegna? RÚV segir frá:

Serbneski tennisskappinn Novak Djokovic hefur dregið sig úr keppni á Indian Wells Masters mótinu í Bandaríkjunum sökum þess að hann er óbólusettur fyrir Covid-19. ... Djokovic hafði beðið um sérstaka undanþágu til að komast inn í Bandaríkin. Nú er orðið ljóst að Djokovic sjálfur hefur dregið úr keppni. Bandaríska tennissambandið hafði áður gefið út að menn þar á bæ væru bjartsýnir varðandi þátttöku Djokovic.

Maðurinn gafst greinilega upp á að bíða eftir blessun þeirra sem ráða för.

En hvað segir hin heilaga ritning lyfjafyrirtækjanna, The Guardian

Novak Djokovic has withdrawn from the Indian Wells event in California that starts on Wednesday after being unable to secure an exemption in order to enter the US and compete in the first Masters 1000 tournament of the season.

Samkvæmt ritningunni þá dró Djokovic sig úr keppni eftir að hafa verið hafnað um leyfi til að mæta á keppnina. 

Sláum RÚV og ritningunni saman í eina setningu: Djokovic dró sig úr keppni eftir að hafa verið neitað um leyfi til að mæta á keppnina.

Bölvaður! Þetta er greinilega maður sem gefst upp við minnsta mótlæti!

Hvað á að gera við svona kvikindi? Svona uppreisnarsegg? Jú, fjalla um hann eins og einhvern sem gefst upp eftir að hafa fengið að vita að leiðangur hans hafi verið stoppaður.

Mikið er ég feginn að ég gafst upp á fjölmiðlum fyrir margt löngu síðan (eftir að hafa látið selja mér innrás Bandaríkjanna í Írak á sínum tíma). Það er eins og að heilinn hafi fengið sálarró fyrir vikið. 

Og hver vill ekki slíkt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djokovic var ekki neitað um leyfi til að mæta á keppnina. Þar var hann velkominn og vonast eftir honum. En honum var neitað um undanþágu til að koma til Bandaríkjanna. Djokovic dró sig úr keppni sem hann hafði skráð sig í því honum tókst ekki að fá ferðaheimild til Bandaríkjanna. En það kemur keppninni í sjálfu sér ekkert við og tengist henni ekkert.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2023 kl. 23:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þetta er líka minn skilningur. Ég skil hins vegar ekki orðalag RÚV: "Nú er orðið ljóst að Djokovic sjálfur hefur dregið úr keppni."

Hér hefði verið réttara að segja að í ljósi þess að hann fær ekki að koma inn í landið að þá dragi hann sig vitaskuld úr keppninni og búi til pláss fyrir annan.

Um leið má furða sig á því að varðhundur íslenskrar tungu og ríkisfjölmiðill eins og RÚV láti ekki lesa yfir texta sem birtist á miðlinum.

Geir Ágústsson, 7.3.2023 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband