Olían til bjargar

„Enn og aft­ur er það að koma í ljós að raf­orka í land­inu er ekki nægi­leg í öll­um til­vik­um og ætti það að vera mönn­um um­hugs­un­ar­efni nú á tím­um auk­inn­ar um­hverfis­vit­und­ar,“ seg­ir Hafþór Ei­ríks­sona, rekstr­ar­stjóri verk­smiðja Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Seyðis­firði og í Nes­kaupstað.

Reykvíkingar hljóta að klóra sig í kollinum. Þeir sjá götuljós, þeir sjá að síminn er að hlaðast og þeir sjá að sjónvarpið virkar. Ekki nægileg raforka? Vitleysa! Það er nóg af henni! Ekki fleiri virkjanir, takk! Þær skerða útsýnið á hálendinu fyrir þá sem fara reglulega þangað, sem er ekki ég. Miklu frekar á að reisa vindmyllur! Þær eru grænar!

Auðvitað vantar raforku á Íslandi og víðar og menn hafa vitað það lengi. Landsvirkjun hefur í mörg ár reynt að fá ýmis leyfi til að reisa fleiri virkjanir en gengið illa. Leyfisumsóknir hennar hafa endað í skúffum, flækst um stjórnkerfið og lent í árásum ýmissa hreyfinga. Landsvirkjun endaði á að hafa samband við verkfræðistofu og búa til heimasíðu til að útskýra ástandið bæði núna og til framtíðar - Orkuskipti.is - og má mæla með þeirri heimasíðu enda bæði upplýsandi og auðlæsileg.

Til að bæta gráu ofan á svart eru Íslendingar nú að kaupa rafbíla eins og óðir. Þeir vilja rafbíla en ekki raforku. Svo einfalt er það, og myndi þá einhver segja að þeir vilji bæði eiga kökuna og borða hana.

En olían kemur alltaf til bjargar. Hún bíður róleg í tanki og er tilbúin með mjög litlum fyrirvara þegar raforkan svíkur. Hún hjálpar verksmiðjum að framleiða verðmæti sem renna svo að hluta í hirslur opinberra stofnana sem standa í vegi fyrir raforkuframleiðslu. Og lífið heldur áfram.


mbl.is Verksmiðjur ganga fyrir olíu vegna rafmagnsskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ályktun þín um að olían komi til bjargar, er eins röng eins og eitthvað getur verið rangt.

Olían bjargar engu þegar öll tæki og tól ganga fyrir rafmagni, og það ferli er löngu hafið.

Bjánarnir ætla ekki bara að keyra vinnuvélar á raforku (þegar komin krafa hjá opinberum aðilum í útboðum), þeir hafa þegar lagt drög að því að eyðileggja grunnatvinnuveg þjóðarinnar, fiskveiðar, með því að ætla að rafvæða fiskiskip, eitthvað sem engar tækniforsendur eru að baki.

Og til að kóróna alla heimskuna þá skipta fíflin markvisst út þeim díselrafstöðvum sem eiga að grípa inní þegar rafmagnið dettur út, vegna veðurs, skorts á viðhaldi, eða skorts á rafmagni því eins og þú bendir réttilega á Geir, þá verður rafmagn ekki til af sjálfu sér.

Þegar engin tæki eða kerfi eru til að nýta olíuna, þá kemur olían ekki til bjargar.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2023 kl. 18:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það er leikur einn að finna myndir af færanlegri Dísil-rafstöð að hlaða orkulaust rafmagnstæki, frá bifreið til vinnuvélar. Mögulega er góð hugmynd að fjárfesta í slíkri þjónustu.

Geir Ágústsson, 19.1.2023 kl. 22:35

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já vissulega en þegar búið er að setja þær á sama bekk og kókaín eða blöð með myndum af léttklæddum konum, þá gagnast það ekki sem má ekki nota.

Og er þar að leiðandi ekki til á heimilum fólks.

Finnst þér það ekki annars spúkí hugmynd, þegar í nafni rétttrúnaðarins er búið að útrýma öllum farartækjum sem ganga fyrir jarðeldsneyti (ætla menn annars að flytja efnin í allar rafhlöðurnar frá Mars??)að þá þurfi hvert heimili að eiga svona þrjár díselrafstöðvar í skúrnum hjá sér, eða inná stofugólfi eigi menn ekki skúr, og svo séu þær allar sem ein gangsettar þegar rafmagnið fer.

Jafnvel ennþá spúkíar en þegar heimili Skandinavíu er kynd með viðarkamínum því orka rétttrúnaðarins er orðin svo dýr að venjuleg heimili hafa ekki efni á henni.

Það hlýtur að þurfa stóran kýrhaus til að rúma öll þessi skrítilegheit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2023 kl. 08:14

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það kæmi mér ekkert á óvart að einstaklingar fari að gera það sama og fiskimjölsverksmiðjurnar: Eiga svolitla olíu í tanki og ofn til að brenna hana. Kannski batterí. Heimilin undirbúa sig undir að orkuveitan loki fyrir eða skrúfu verð í hæstu hæður og gera sig að litlum verksmiðjum með lager og varaaflstöð.

Viðarkamínur Dana lifa enn víða góðu lífi, samhliða gas- eða rafmagnskyndingunni. Maður finnur brunalyktina í einbýlishúsahverfunum á lognstilltum dögum.

Geir Ágústsson, 20.1.2023 kl. 11:43

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Sjáðu til dæmis þetta:

"US battery manufacturer Yoshino Technology has developed solid-state lithium-ion batteries with outputs ranging from 330 W to 4,000 W. They are designed for home backup, off-grid applications, and powering small industrial machinery."

https://www.pv-magazine.com/2023/01/16/us-startup-unveils-portable-solid-state-lithium-ion-battery-for-residential-use/

Óstöðug raforka hefur afleiðingar.

Geir Ágústsson, 20.1.2023 kl. 14:02

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega, og því miður er ég hræddur um að rétttrúaðurinn beiti sér gegn sjálfsbjargarviðleitni fólks, allavega hér í Norður Evrópu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2023 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband