Þriðjudagur, 17. janúar 2023
Báknið vill en veit ekki hvernig og hver á að borga
Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin hafa nú ákveðið að reisa svokallaða þjóðarhöll sem á að opna eftir 3 ár. Ekki er vitað hver á að borga framkvæmdirnar og reksturinn. Fjárhagsáætlunin er eflaust stórkostlega vanmetin og verkefnastjórn braggans verður örugglega sett í verkið.
Mikið er nú gott að hið opinbera rúmar mjög marga einstaklinga sem þyrftu að öðru leyti að finna sér vinnu í einkafyrirtækjum og verða þar sagt upp eftir nokkra mánuði í starfi vegna vanhæfni! Opinber störf veita fólki húsaskjól yfir daginn, gefa fólki það á tilfinninguna að það sé að leggja af mörkum og tryggja stöðugar tekjur fyrir ýmsa verktaka og ráðgjafa.
Auðvitað er ég ekki að tala um alla opinbera starfsmenn. Ég er að tala um möppudýrin og blýantsnagarana og vita þá allir um leið við hverja er átt. Það vantar raunar annað orð fyrir opinbera starfsmenn sem sinna fólki eða framkvæma nothæf störf á einn eða annan hátt.
Sjáum nú til hvað verður um hina nýju þjóðarhöll. Það er auðvelt að hóa í fjölmiðlamenn og fá þá til að taka myndir á meðan innantómar yfirlýsingar eru gefnar út. Borgarstjóri á leið út þarf líka að ná að skreyta sig með nokkrum fjöðrum á kostnað annarra áður en hann hverfur á braut. Ráðherrar gefa líka gjarnan út yfirlýsingar og vita vel að enginn kennir þeim um þegar viðræður um peninga sem eru ekki til fyrir höll sem enginn er að biðja um sigla í strand.
Borgin hafi ekki burði til að greiða stóran hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.1.2023 kl. 06:11 | Facebook
Athugasemdir
Upphaflega áætlunin fyrir Stafrænu Reykjavík var upp á
10 000 000 000 en er nú komin langt yfir það
Hellingur af glærusjóum og hugmyndum
en eiginlega engin kláruð verkefni
og starfsmannaveltan sú hæsta sem sést hefur lengi í hugbúnaðargeiranum
Grímur Kjartansson, 17.1.2023 kl. 18:38
Grímur,
Þú ert eitthvað að misskilja tilganginn með "stafrænni Reykjavík". Hann er ekki sá að búa til stafræna Reykjavík. Sveitarfélag sem getur ekki gert upp bragga getur ekki búið til tæknilega flókið og öruggt en um leið notendavænt tölvukerfi. Markmiðið er að þenja út báknið og fjölga því fólki sem veit að ef það kýs flokka sem boða aðhald og hagræðingu þá missir það vinnuna.
Geir Ágústsson, 17.1.2023 kl. 19:13
Þetta er mjög góð skilgreining hjá þér og litlu við að bæta.
Jón Þórhallsson, 18.1.2023 kl. 11:17
Sælir piltar, svo virðist sem þið hafið allir rétt fyrir ykkur, en við Jón og Gunna verðum öll að fá að vera með.
Það er eins og við verðum að hafa einhverja í vandræðum til að gete stjórnað vinnuaflinu.
Vonandi finnið þið góðar lausnir sem duga.
Allir í vinnu og öruggu húsnæði.
Þá sagði einn okkar sm er farinn.
Hverng eigum við venjulegir þá að ná okkur í konu ef ekki dugar að bjóða hús og öryggi.
Þið leysið málið farsællega.
Egilsstaðir, 18.01.2023 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.1.2023 kl. 16:15
Ég verð flúinn, mér er sama.
Guðjón E. Hreinberg, 18.1.2023 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.