Fimmtudagur, 12. janúar 2023
Fjölmiðlamenn orðnir að inniköttum
Um daginn héldu félagasamtökin Málfrelsi fund þar sem haldnar voru nokkrar ræður um mikilvægi málfrelsis og upplýstrar umræðu. Um þennan fund er fjallað hérna. Meðal ræðumanna var breski blaðamaðurinn og ritstjórinn Toby Young. Í kjölfar fundarins tók fréttamaður Stöðvar 2 viðtal við hann og spyr Toby meðal annars að því hvað hann telji hafa breyst mest í blaðamennsku og fjölmiðlun á 40 ára blaðamannaferli hans. Svar Toby var beitt (þýðingin eins og hún birtist áhorfendum):
Það sem hefur breyst í fjölmiðlun á síðustu 40 árum er að hún er orðin að virðingarverðri atvinnu. Hún var það ekki. Hún laðaði að fólk sem vildi grýta grjóti í rúður stofnana. Nú eru fjölmiðlamenn hinum megin við glerið. Hafa ekki áhuga á að valda skaða. Nú eru þeir meðlimir klúbbsins og vilja varðveita áhrif og völd klúbbsins. Það er mesti munurinn.
Já, gott ef ekki?
Yfirvöld þurfa ekki að skikka blaðamenn til að segja ákveðnar fréttir eða þagga niður í þeim um viðkvæm mál. Nei, blaðamennirnir sjá bara ljómandi vel um það sjálfir! Flestir að minnsta kosti. Þeir hugsa á sama hátt og stofnanafólkið. Þeir vilja ekki rugga bátnum og telja sig jafnvel vera að segja sannleikann þegar þeir eru í raun bara að vinna ókeypis fyrir yfirvöld.
Þegar flestir eru komnir á þessa línu er svo leikur einn að þagga niður í hinum sem eru óþekkir, t.d. biðja erlend tæknifyrirtæki um að draga úr sýnileika borgara sinna á samfélagsmiðlum, allt í nafni upplýsingaóreiðu auðvitað.
Maður þarf kannski að hætta að tala um að fjölmiðlar segi frá hinu eða þessu. Þeir eru jú kindur í hjörð. Þeir jarma því hitt og þetta. Eða sem innikettir sem vilja vera í hlýjunni þá mjálma þeir þegar klíkan strýkur þeim á bakinu og gefur þeim fjölmiðlastyrki. Hvort er betra?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Athugasemdir
Ætli þetta sé ekki kjarni málsins:
"Nú eru þeir (blaðamennirnir) meðlimir klúbbsins
og vilja varðveita áhrif og völd klúbbsins.
Það er mesti munurinn.
"Þegar flestir eru komnir á þessa línu er svo leikur einn að þagga niður í
hinum sem eru óþekkir, t.d. biðja erlend tæknifyrirtæki um að draga úr
sýnileika borgara sinna á samfélagsmiðlum".
----------------------------------------------------------------------------
Jón Þórhallsson, 12.1.2023 kl. 16:30
Ég myndi nú seint kalla þetta virðingarverða atvinnu í dag.
Halldór (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 19:52
Halldór,
Það er kannski ekki aðalatriðið. Þetta er yfirleitt illa borgað, vinnudagar langir og lítið svigrúm til að gera annað en þýða erlendar fréttir.
En blaðamenn hafa þó margir hverjir blautan draum: Að gerast fjölmiðlafulltrúar hjá ráðuneytum, opinberum stofnunum eða stórum fyrirtækjum í leit að betri ímynd. Og þá er nú ekki hægt að vera með einhverja bletti á ferilskránni, eins og að hafa sagt frá ótímabærum dauðsföllum ungs fólks, eða algjörri einokun sprautaðra á gjörgæslurýmum spítala.
Og því vissara að spila leikinn rétt, frekar en að vinna vinnuna sína.
Geir Ágústsson, 12.1.2023 kl. 20:30
Nú er umræða hafin beggja vegna Atlandsála að koma böndum á internetið. Það hvu vera eina leiðin til að lækka í einyrkjunum sem enn hafa sjálfstæða skoðun.
Ragnhildur Kolka, 12.1.2023 kl. 22:48
Það dreymir sjálfsagt marga þá tíma þegar blaðamenn unnu fyrir flokksblöð og fylgdu línum flokksins. Þá tíma þegar hægt var að búa til fréttir fyrir flokkinn sinn og enginn fékk að koma með mótbárur í flokksblaðið. Þegar allir fréttamenn voru fjölmiðlafulltrúar sérhagsmuna. Gullöldina fyrir upplýsingalög sem skylduðu stjórnvöld til að láta upplýsingar af hendi þó þær væru ekki í samræmi við það sem fréttamenn ríkjandi flokka vildu segja. Og sæluna þegar erlendar njósnastofnanir greiddu fréttamönnum fyrir að efna til uppþota og fella ríkisstjórnir. Þegar innikettir voru alvöru innikettir og fréttir sem ekki týndust og gleymdust máttu vera slúður, getgátur, skáldskapur og sturtuhugsanir.
Gæti verið að einhver ómerkilegur gamall bitur maður hugsi "Já, það var allt betra þegar ég var ungur og miklu betri í mínu fagi en þeir sem hafa bolað mér út í horn og sagt gagnslausan." og að einhverjir telji að söguskýringar hans eiga eitthvað skylt við sannleikann? Nenni ekki að hugsa eða rifja upp hvernig var og vegna þess að það hljómar eins og ljúfasta tónlist í eyrum innvígðra þá hljóti það að vera satt sem hann segir?
Vagn (IP-tala skráð) 13.1.2023 kl. 01:05
Vagn,
Þú ættir nú að vera manna ánægðastur með óþæga blaðamenn sem vilja rugga bátnum. Margir slíkir vinna hjá vinstrifjölmiðlum eins og Stundinni og Kjarnanum og ganga meira að segja svo langt að byrla fyrir fólki til að krækja í símtæki þess og reyna að afhjúpa glæpi og spillingu (vil nú ekki alveg ganga svo langt að leyfa blaðamönnum að brjóta lögin, en viðhorfið er mögulega það sem tilheyrir gamla skóla blaðamanna).
Geir Ágústsson, 13.1.2023 kl. 08:37
Óþægir blaðamenn sem vilja rugga bátnum með öllum ráðum, slúðri, getgátum, skáldskap og sturtuhugsunum, eru þínir menn. Það ert þú sem sækir í blaðamenn sem oftar en ekki eru sjálfir fréttaefni vegna falsana og lyga en fréttirnar sem þú færð frá þeim og hampar. Og það undarlega er að þeim mun oftar sem fréttir þeirra eru afsannaðar og þeir gagnrýndir af fleirum þá styrkist þú í trú á þeim.
Vagn (IP-tala skráð) 14.1.2023 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.