Hvað kemur fyrir vöðva sem fær enga hreyfingu?

Síðan ég eignaðist barn í fyrsta skipti hefur reglulega dunið á mér sú viðvörun að þegar barnið byrjar á leikskóla þá fyllist heimilið af öllum umgangspestum samfélagsins. Barnið er jú að fara með sitt óþroskaða og lítt reynda ónæmiskerfi inn í dagvistun með allskonar öðrum krökkum sem koma frá óteljandi heimilum, sjúga í sig allar loftbornar veirur í loftinu, veikjast og fara með sjúkdóminn heim til sín. 

Foreldrar reyna auðvitað að verja sig gegn þessu, t.d. með því að reyna að láta barn sitt hitta sem flesta sem fyrst, venjast því að taka lýsi og borða hollt. Mín börn hafa sloppið sæmilega og við foreldrar þeirra nánast alveg. En nú þekki ég fólk sem sendi lítil börn sín frá nánast sótthreinsuðu heimili inn í dagvistun og þau börn voru meira og minna veik svo mánuðum skiptir. Tilviljun? Kannski. En ég held ekki.

Þetta var vel á minnst fyrir nokkrum árum síðan, og kemur kóvít ekkert við.

Hvað um það. Núna ganga allskyns pestir yfir fólk og fólk virðist vera að veikjast meira en venjulega af venjulegum umgangspestum. Ég heyrði frá einni í Noregi sem sagði að leikskóla hennar barns hafi hreinlega verið lokað einn daginn því öll börnin á honum hafi verið heima lasin. Öll! 

Það er auðvitað auðvelt að álykta, byggt á vísdómi kynslóðanna, að ónæmiskerfi okkar séu löskuð eftir tvö ár af lokunum. Að veirur eigi nú auðvelt með að finna óplægða akra af ónæmiskerfum sem kunna ekkert á þær. 

Augljóst, ekki satt?

Nei, greinilega ekki. Nú las ég skrif ágæts, íslensks læknis um daginn þar sem hann harðneitar þessu orsakasamhengi, þ.e. að sótthreinsuð ónæmiskerfi yfir lengri tíma kunni ekki á veirur. Við erum jú undir stanslausri árás veira!

Hann vill meina að sprauturnar séu frábærar og að engin eftirköst verði af því að loka fólki inni hjá sér. 

Þetta eru kannski frábærar fréttir sem má yfirfæra á aðra hluti. Stundar þú enga líkamlega hreyfingu? Ekkert mál! Þú þarft jú að fara á fætur og kaupa inn og ert því hvort eð er alltaf á ferðinni! Lyftir þú aldrei neinu þungu? Ekkert mál! Þú ert að lyfta mörgum léttum hlutum oft og því í raun í ræktinni, jafnvel á meðan þú lyftir hamborgaranum að munninum! 

Þau eru einkennileg þessi nýju vísindi en gott og vel, ekki valda þau félagsfælnu sófakartöflunni vandræðum. Það er mögulega jákvætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða fæðubótarefni ert þú að selja? Ég spyr vegna þess að fróðleikur þinn kemur beint frá seljendum fæðubótarefna. Hann hljómar sannfærandi, og sá er tilgangurinn, einfaldur og svo auðskilinn að óþarft er að hinkra við og hugsa, fundinn upp af auglýsingastofu en stangast á við smáræði sem er árhundraða reynsla og rannsóknir vísindamanna.

Sigur í baráttu við eina sóttkveikju gerir ónæmiskerfið ekkert hæfara til að takast á við aðra sóttkveikju. Ónæmiskerfið er ekki vöðvi og hagar sér ekki eins og vöðvar. Þjálfun til að styrkja ónæmiskerfið, nokkuð sem virkar á vöðva, virkar ekki á ónæmiskerfið. Þú gætir eins reynt að styrkja tennurnar með því að bryðja grjót eða eða liði og bak með því að hoppa af háum stalli með áburðarpoka í fanginu. Væru vöðvar eins og ónæmiskerfið þá gætir þú æft að lyfta lóðum, gætir loks lyft þyngstu lóðum en kafnaðir samt undir dúnkodda.... En upplýsingar sem byggja á eðli ónæmiskerfisins selja ekki öll þessi ónæmisstyrkjandi fæðubótarefni.

Brad Schoenfeld, PhD on Twitter: Fight right by building long term immunity | Deccan HeraldKofol Ayurvedic immunity Booster tablets - Enhance immunity naturally -  CharakAmazon.com: EZC Pak 5-Day Immune System Booster with Echinacea, Vitamin C  and Zinc for Immune Support : Health & HouseholdAmazon.com: Immune Support Supplement with Vitamin C 1000mg Zinc Elderberry  Ginger Beta Carotenes, Immunity Boost for Adults, Natural Immune Defense  Antioxidant Vitamins by BioSchwartz, 90 Capsules : Health & Household

Vagn (IP-tala skráð) 9.1.2023 kl. 23:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þið sem boðið ennþá sprautur og takmarkanir hafið verið frekar hljóðir í umræðum um leiðir til að efla ónæmiskerfið, aðrar en að sprauta broddprótíni í sig. Er ekkert annað hægt að gera? Er allt sem amma þín sagði við þig bara sölumennsku á fæðubótarefnum?

Geir Ágústsson, 10.1.2023 kl. 07:01

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Sigur í baráttu við eina sóttkveikju..."

Hvaða sigur?

Að sprauta sem flesta með efnum sem auka líkur á smiti?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2023 kl. 13:02

4 identicon

Frabært að Vagninn skuli láta reglulega heyra í sér. Þá fáum við að sjá hvernig ofstopa-mennta-Elítan hugsar um smæingjanna sem þurfa svo mikið á þeirra leiðsögn að halda vegna heimsku sinnar. 

booboo (IP-tala skráð) 10.1.2023 kl. 13:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

booboo,

Sammála. Þess vegna þurfa allir hérna að fara blíðum höndum um Vagn svo hann snúi aftur og haldi áfram að setja ofan i okkur klikkuðu samsæriskenningasmiðina sem nefna lýsi (fitusýrur, D-vítamín og þess háttar) og fá spurninguna: Hvaða fæðubótarefni ert þú að selja?

Hljómar eins og spurning frá einhverjum sem er að selja broddprótín.

Geir Ágústsson, 10.1.2023 kl. 21:02

6 identicon

Já, en ég get bara ekkert gert að því að ég sé svo illa gerður að ég taki frekar mark á niðurstöðum vísindarannsókna en skáldskap og þjóðsögum. Og biðst innilega afsökunar hafi ég óvart móðgað virðulega "það sem ég held er alveg jafn merkilegt og það sem vísindin vita" fólkið með staðreyndum.

Vagn (IP-tala skráð) 11.1.2023 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband