Föstudagur, 6. janúar 2023
2+2=5 rasistinn þinn
Ég geri ráð fyrir að allir séu núna búnir að kynna sér fréttir og viðræður um innanhússkjöl Twitter sem Elon Musk er að fara í gegnum með hjálp nokkura blaðamanna. Þar má lesa um þrýsting sem bandarísk yfirvöld, stjórnmálamenn og aðrir beittu til að stjórna umræðunni, bæla niður skoðanir og hafa áhrif á almenningsálitið.
Nei ég segi svona. Auðvitað veistu ekki af þessu. Ekki fréttnæmt, sjáðu til!
Forvitnir geta kynnt sér málið hérna (ég vísa hér í Wikipedia sem stundar sjálf svæsna ritskoðun en kemur vonandi engum í uppnám, sbr. athugasemdir við þessa færslu).
Annars er föstudagur og um að gera og bjóða upp á svolítið glens og grín, þó með alvarlegum undirtóni. Gjörið svo vel! 2+2=5!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2023 kl. 11:57 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú vilt gera fólk forvitið, slengir þú ekki The Western Journal i höfuðið á þeim. Það er einn af verstu samsærismiðlunum í BNA. Gyðingahatarar og fólskutól, sem reyna að fullvissa Kana um að grunaður morðingi í Idaho, Bryan Christopher Kohberger sé gyðingur. 45% Bandaríkjamanna þykir best að morðingjar séu svartir og gyðingar. Þá geta þeir haldið áfram að nærast á fordómum sínum og samsærisbrjálæðinu.
Ljóst er að þú ert íslenskur samsærisheili, en ertu þú líka gyðingahatari Geir Ágústsson?
FORNLEIFUR, 7.1.2023 kl. 07:40
Jæja Geir.
Þar keyptir þú laglega á þig kláðann, án þess að ég nenni að fara frekar út í þá sálma.
Jónatan Karlsson, 7.1.2023 kl. 08:43
Fornleifur,
Þessi Journal var nu bara með heppilegt yfirlit yfir Twitter files. Mörg önnur til, og breytir mig engu, en skal athuga að finna svipað yfirlit á öðrum miðli fyrir viðkvæma.
Geir Ágústsson, 7.1.2023 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.