Áróðursstríðið

Úkraínumenn hafa hafnað tilboði Pútíns Rússlandsforseta, sem lagt hefur til 36 klukkustunda vopnahlé á átakasvæðum í Úkraínu í tilefni jólahalds, en samkvæmt hefðum rússnesku og úkraínsku réttrúnaðarkirkjanna er 7. janúar hátíðardagur jóla.

Engu að síður skrifar blaðamaður:

Flest­ir Úkraínu­menn héldu upp á jól­in í des­em­ber líkt og Íslend­ing­ar en þá þurftu Úkraínu­menn að þola mikl­ar árás­ir af hálfu Rússa.

En nú les ég, á annarri síðu:

Traditionally, Christmas in Ukraine starts on January 6 (Christmas Eve in the Julian calendar). It lasts until the Feast of Epiphany on January 19. At the same time, more and more Ukrainians celebrate Christmas according to the Gregorian calendar on December 25: in 2022, 44% supported the change.

Blaðamaður er kannski með betri upplýsingar en ukraine.ua - hver veit!

Og svo virðist sem Úkraínumenn séu bara nýlega byrjaðir að færa jólin sín frá janúar til desember til að fjarlægja sig rússneskum hefðum. Þeir sem halda í trúarlegar og menningarlegar hefðir sínar fagna ennþá í janúar.

Það má alveg skilja Úkraínu í að vilja ekki vopnahlé vegna jólahátíðar Rússa, en kannski má skilja neitun úkraínskra yfirvalda með öðrum hætti: Að þeir vilji ekki vopnahlé á jólahátíð rússneskumælandi meðlima rétttrúnaðarkirkjunnar í Austur-Úkraínu, en hefðu kannski frekar viljað vopnahlé vegna jólahátíðar Vestur-Úkraínu.

Það er að segja, ef mismunandi jólahefðir innan Úkraínu fylgja landfræðilegri útbreiðslu úkraínsku og rússnesku sem tungumála. 

Annars hefði kannski, svona upp á friðarumleitanir að gera, verið sniðugt að samþykkja vopnahlé. Öll vopnahlé, sama af hvaða ástæðu þau eru. Leyfa rykinu að setjast og kannski koma á samskiptum í stað sprengjuárása. Eiga inni greiða: Ég samþykki þitt vopnahlé núna og þú samþykkir mitt seinna. En svona er maður barnalegur.


mbl.is Úkraínumenn fallast ekki á vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gæti verið að upplýsingar til túrista um að Úkraínska rétttrúnaðarkirkjan hafi flutt hátíðardag jóla til 25. des. hafi ekki verið uppfærðar. Túristasíður ríkja eru oft vanræktar og gleymdar þegar stríðsástand ríkir.

Skipun Putins til varnarmálaráðherra síns um að koma á vopnahléi hjá her Rússlands í 36 klukkustundir yfir jólin var ekki tilboð til Úkraínumanna. Þátttöku Úkraínumanna var óskað en var ekkert skilyrði. Oftast eru vopnahlé samningsatriði en þarna lýsti Putin einhliða yfir vopnahléi....og braut það svo á fyrsta klukkutímanum, eins og við var að búast og engum kom á óvart.

Vagn (IP-tala skráð) 6.1.2023 kl. 21:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Jájá, vopnahlé eru samningsatriði vissulega. Stundum skiptir máli að meirihluti þjóðar vilji halda upp á mikilvæga trúarlega hátíð, og þegar tvær skyldar menningar eru að ræða saman þá ætti slíkt að vera auðsótt samningsatriði.

En tek auðvitað undir það að yfirvöldum í Úkraínu bar engin skylda til að samþykkja vopnahlé yfir mikilvægustu trúarhátíð sína og velja þess í stað að bannað frjálsa fjölmiðlun, og líkjar þar með mótherja sínum meira en fjölmiðlar okkar heimshluta vilja viðurkenna.

Kannski þessi átök komi okkur bara ekkert við.

Geir Ágústsson, 6.1.2023 kl. 21:50

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úkraínumenn höfnuðu sýndartilboði Pútíns um vopnahlé, vegna þess að Rússar réðust inn í land þeirra fyrrnefndu og eru því augljóslega boðflennur þar, mjög skaðlegar boðflennur ef út í það er farið. Það kemur skýrt fram í fréttinni. Gregoríska eða júlíanska dagatalið kemur þeirri ákvörðun ekkert við.

Innrásarher í annað land getur ekki farið fram á vopnahlé fyrr en hann hypjar sig út úr landinu sem hann réðist inn í. Það væri einkennilegt ef lögreglan mætti ekki sinna löggæslu á jóladag, til að eyðileggja ekki jólaskapið hjá glæpamönnum.

Ég sé síðan ekki hvernig þetta nýjasta leikrit frá Kreml tengist frjálsri fjölmiðlun í Úkraínu, eða skorti á henni. Annars gleðilegt nýtt ár.

Theódór Norðkvist, 7.1.2023 kl. 01:12

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Reyndar kom hugmyndin um vopnahlé yfir jólahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar frá patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, en hún er víst afl sem Pútín tekur alvarlega (og heyrði frá einum álitsgjafa að hafi mögulega þrýst á innrás í Úkraínu til að verja fylgjendur rétttrúnaðarkirkjurnnar í Úkraínu frá ofsóknum yfirvalda).

En þetta er auðvitað búið spil núna. Átökin halda áfram í Úkraínu og við fylgjumst með í smáatriðum og dælum vopnum og málaliðum á svæðið, og raunar víðar en okkur er skítsama um það af einhverjum ástæðum.

Geir Ágústsson, 7.1.2023 kl. 15:52

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll, afsaka seint svar, en ég fylgdist með þessari umræðu og hafði ekki tök á að svara, var í heimsókn í Helsingborg og ekki með tölvuna með mér. Takk fyrir svar, mun ekki tjá mig efnislega en kannski í síðari umræðum um sama mál eða önnur, heyrumst síðar. cool

Theódór Norðkvist, 9.1.2023 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband