Fimmtudagur, 5. janúar 2023
Leiðrétting: Allir vilja fleiri virkjanir
Nýleg skoðanakönnun leiðir í ljós að meirihluti Íslendinga vilji fleiri virkjanir.
Þetta er auðvitað rangt. Jú, kannski segja sumir að þeir vilji ekki fleiri virkjanir. Þeir vilja þær samt.
Rafmagnsnotkun er sífellt að aukast og er mikil fjölgun rafbíla bara einn angi á þeirri þróun. Sífellt fleiri raftæki eru á leið inn í líf okkar, frá símum, spjaldtölvum og snjallúrum til eftirlitsmyndavéla. Okkur er að fjölga. Krakkar fá fyrr og fyrr rafmagnstæki í hendurnar, jafnvel strax í vöggunni. Götum fjölgar og þær þarf að lýsa upp. Í útilegunni erum við meira að segja með sífellt fleiri tæki eins og ég tók eftir í sumar þegar allir í kringum mig voru með hitablásara í tjaldinu (nema ég). Fólk er hætt að nota vöðvana til að hjóla og komið á rafmagnshjól eða -hlaupahjól.
Listinn er endalaus og vöxtur í notkun rafmagns þar með.
Það má því segja að meirihluti landsmanna segist vilja fleiri virkjanir en allir sem einn tjá sig þó líka í verki og taka þátt í aukinni rafmagnsvæðingu á öllu í kringum sig, og hljóta þá að vilja rafmagnið líka.
Gott mál.
Meirihluti vill fleiri virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú gerir ráð fyrir að fólk hugsi. Bara eitthvað.
Könnunin er að því leiti raunsæ að hún gerir ráð fyrir að fólk hugsi ekki nauðsynlega.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2023 kl. 17:57
Gallinn við þessa skoðanakönnun er sá, spurningin er þannig, að svðrin verða ómaktæk.
Þau segja ekkert um það hve margar nýjar virkjanir eiga að vera.
Ómar Ragnarsson, 5.1.2023 kl. 20:40
Ómar,
Hjartanlega sammála. Um leið væri áhugavert að vita hvað náttúruunnandi eins og þú, sem sannarlega vilt rafmagn (til að skipta út fyrir olíu) en vilt um leið hlífa náttúrunni, hefur um þetta mál almennt að segja.
Geir Ágústsson, 5.1.2023 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.