Fimmtudagur, 5. janúar 2023
Ný afbrigði styrkja og auka aðlögunarhæfni ónæmiskerfisins
Sóttvarnalæknar víða hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum af SARS-CoV-2 veirunni (sem veldur COVID-19).
Þær áhyggjur eru óþarfar með öllu og í raun á að fagna því að ný afbrigði komi í sífellu fram, breiðist út til sem flestra og styrki ónæmiskerfi okkar. Þannig virkar flensan og þannig virka aðrar kórónuveirur, sem í daglegu tali kallast kvef.
Ég hef áhyggjur af því að sóttvarnalæknar hafi áhyggjur af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 en sýnilega ekki áhyggjur af nýjum afbrigðum annarra veira sem hringsóla í sífellu í samfélagi okkar.
Af hverju þessar áhyggjur af einni veiru en ekki öðrum?
Af hverju að ríghalda í þessar áhyggjur af einni veiru en ekki öðrum? Það er varla hægt að tala um nýja veiru lengur eftir að hún er orðin landlæg um allan heim. Líkamar okkar flestra hafa lært á hana (þótt þeir sem hafi látið sprauta sig mjög oft hafi mögulega skert getu ónæmiskerfis síns til að takast á við hana). Hún er ekkert á förum og hún er ekkert banvænni en margt annað sem gengur yfir okkur.
Ný afbrigði eru óumflýjanlegur veiruleiki um alla framtíð. Það er ekki áhyggjuefni heldur fagnaðarefni.
Þarf kannski að skrifa minnisblað og senda á sóttvarnalækni?
Ný afbrigði mögulega líklegri í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem Geir skrifar hér er 100% rétt. Það er eins og enginn skilji að covid sé nú kvef.
Merry, 15.1.2023 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.