Miðvikudagur, 4. janúar 2023
Sofandi raddir vakna loksins
Alþjóðleg samtök flugfélaga hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda um að skikka ferðamenn frá Kína til að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi við komuna til annarra landa.
Það eru mikil vonbrigði að sjá þessar takmarkanir settar aftur á í fljótfærni á sama tíma og þær hafa reynst árangurslausar síðustu þrjú árin, sagði Willie Walsh, yfirmaður samtakanna International Air Transport Association í yfirlýsingu.
Það blasir við að samtökin International Air Transport Association eru samtök samsæriskenningasmiða sem hlusta ekki á vísindin, ekki satt? Þau eru samt nýir meðlimir í þeim hópi því þeir sem töldu að endalausar skimanir, takmarkanir, einangranir og þess háttar vera vonlausa vörn gegn loftborinni og frekar fyrirsjáanlegri veiru hafa lengi verið til.
Ég legg til að Vesturlönd snúi aftur til vestrænna nálganna vegna flensu og annarra pesta af svipuðum styrkleika og sleppi því að loka börn og aldraða inni til að rotna lifandi úr einangrun, drepa hagkerfi, magna upp fátækt og eitra fyrir fólki með sprautum.
Hófsöm tillaga, að mínu mati.
Segja Covid-takmarkanir tilgangslausar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Athugasemdir
Þegar raunsæi gufar upp og merking tungunnar rýkur; meikar ekkert sens lengur.
... og útilokað að útskýra það.
Guðjón E. Hreinberg, 5.1.2023 kl. 09:03
Guðjón,
Það er kannski til marks um að ríkissjóðir eru tómir og geti ekki lengur borgað bætur til fyrirtækja sem þau banna rekstur á að fyrirtækin og hagsmunasamtök þeirra spyrni þá loksins við fótum. Hvar var International Air Transport Association í fyrra þegar ástvinum var haldið aðskildum, ferðamannastaðir drepnir og fólki bannað að mæla sér mót og hittast?
Þetta minnir á svo óteljandi margt annað þar sem flestir þegja á meðan ríkisvaldið lemur á einhverju ókunnugum en kvarta svo þegar hið opinbera snýr sér að þeim sjálfum, en fá engan stuðning enda allir fegnir að hið opinbera sé komið með nýtt fórnarlamb. Frekari hugleiðingar í þessum stíl hérna.
Geir Ágústsson, 5.1.2023 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.