Fimmtudagur, 29. desember 2022
Nýtt afbrigði? Góðar fréttir!
Á hverju ári gengur flensa yfir land og þjóð. Á hverju ári er um nýtt afbrigði að ræða. Á hverju ári veldur þetta mörgum heilsufarslegum vandræðum en yfirleitt tímabundið. Á hverju ári skilur flensutímabilið eftir sig útbreitt hjarðónæmi sem á endanum yfirbugar flensuafbrigði þess árs en hefur að auki þann ávinning að styrkja ónæmiskerfið og halda því uppfærðu og aðlögunarhæfu.
Á hverju ári.
Árið 2020 gekk yfir ný tegund kórónuveiru og fór hún í gegnum nokkur afbrigði á meðan hún breiddist um heiminn. Að lokum gerði nýja kórónuveiran það sama og aðrar sem hringsóla í samfélagi manna (yfirleitt undir heitinu kvef): Stökkbreytti sér til að breiðast hratt út en um leið valda minni veikindum.
Ný afbrigði af þessari kórónuveiru munu um alla framtíð koma fram, dreifa sér um samfélagið, valda einhverjum veikindum og skilja eftir sig hjarðónæmi með sama ávinning og það gegn flensuveirunum: Halda ónæmiskerfum okkur í æfingu, uppfærðum og aðlögunarhæfum.
Íslensk heilbrigðisyfirvöld áttu í morgun fund með fulltrúum Sóttvarnastofnunar Evrópu og fulltrúum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, ásamt öðrum löndum í Evrópu, um útbreiðslu Covid-19. Var þetta gert í ljósi opnunar landamæra í Kína.
Til hvers? Jú, til að ræða hvort það þurfi að bregðast við mögulegu nýju afbrigði af kórónaveirunni nýju!
Hafa menn ekkert lært? Er nýr sóttvarnarlæknir byrjaður að þrá sviðsljósið eins og forverinn í starfi? Eru lyfjafyrirtækin farin að sakna ofurhagnaðar heimsfaraldursins? Eru stjórnmálamenn að leita leiða til að beina athyglinni frá brunarústum hans, sem þeir bjuggu sjálfir til?
Nýtt afbrigði eru góðar fréttir! Nýtt afbrigði gefur tilefni til að gera ekkert umfram það sem alla tíð hefur verið gert gegn nýju afbrigði flensunnar (passa gamla fólkið, efla spítalana og segja fólki að sofa af sér veikindi).
Látum ekki telja okkur trú um annað. Aftur.
Funduðu í morgun og fylgjast grannt með útbreiðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef á tilfinningunni að þau séu að springa úr spenningi yfir að komast í sviðljósið aftur og stjórna hverju skrefi fólks.
Það virðist vera komið að skuldadögum hjá almenningi þar sem heilbrigðiskerfið hefur varið fólk í langan tíma og nú er komið að því að fólk verji heilbrigðiskerfið sem er hægt að gera með því að leita ekki eftir aðstoð spítalanna á meðan við erum að fara í gegn um erfiðasta hjallann.
Kristinn bjarnason (IP-tala skráð) 29.12.2022 kl. 18:43
Fann þetta á vefsíðunni "The conversation" ....."Sweden was hit hard by the first wave, its total excess deaths during the first two years of the pandemic were actually among the lowest in Europe". Tilvitnun endar.
Semsagt sænska leiðin var bara tiltölulega farsæl þegar upp var staðið.
Hörður Halldórsson, 29.12.2022 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.