Miðvikudagur, 28. desember 2022
Seinasti flugeldurinn
Áramótin nálgast og það sést í tilboðsbæklingum danskra verslana. Jólaskrautið farið og jólakökurnar að klárast og í staðinn komin tilboð á vodka og bjór og hillur fullar af áramótaskrauti og flugeldum.
Það er kannski bara mín tilfinning en mér finnst þrýstingurinn á að skerða mjög notkun á og jafnvel banna flugelda vera að aukast. Flugeldar uppfylla jú öll skilyrði þess að banna eitthvað:
- Þeir rýra loftgæði
- Þeir valda hávaða langt yfir allskyns heilsufarsmörkum
- Þeir kosta gjaldeyri í innkaupum
- Þeir eru einnota og alls enginn hluti af hinu svokallaða hringrásarhagkerfi
- Þeir hræða börn og dýr
- Þeir geta valdið alvarlegum meiðslum
Engu að síður er þeim sem boða bönn og takmarkanir svarað fullum hálsi. Í íslensku samhengi er aðallega bent á mikilvægi flugeldasölu til að björgunarsveitir geti starfað án þess að ganga um með betlistafinn í kringum fjárlagagerð. Í dönsku samhengi gilda ekki sömu rök. Þar er skemmtanagildið mikilvægasta röksemdin. Og hefðin auðvitað. Danir elska hefðir.
Ég velti því samt fyrir mér hvenær verður tekið af skarið. Hvenær verður seinasta flugeldinum skotið upp? Við vitum að þegar einhverjir heimta boð og bönn þá hætta þeir auðvitað aldrei. Hver einasta sprengja minnir þá á heilagan leiðangur sinn. Ef opinbera umræðan gagnast ekki tillögu um bann þá er hægt að tengja framhjá henni og herja beint á stjórnvöld. Þau banna saklausa og nothæfa hluti eins og plastpoka án þess að sóa miklum tíma í umræðuna. Þau þynna út bensínið þitt án þess að útskýra fyrir þér ávinninginn, enda er hann enginn. Þau nenna ekki umræðu og gætu því dag einn allt í einu sagt: Seinasta flugeldinum hefur verið skotið á loft. Takk fyrir og bless!
Og hvað gerum við þá? Ekkert, auðvitað. Við teljum okkur í trú um að pokar úr maís séu jafngóðir og spáum ekki í því hvaðan sá maís kom og hvað hefði verið hægt að gera við hann í staðinn fyrir að búa til poka úr honum. Við látum okkur hafa það að fara oftar á bensínstöð til að bæta upp fyrir rýrara eldsneyti. Við förum á litlar flugeldasýningar en snertum aldrei kveikiþráð sjálf. Við lúffum, aftur og aftur og aftur, stundum með grímu á andlitinu og sprautusár á handlegg og hjartavöðvabólgu í brjóstinu.
Og yfirvöld vita það. Því fer sem fer.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook
Athugasemdir
Ég persónulega nota ekki flugelda, en um áramót þykir mér þetta sjálfsagt og eðlilegt fyrir þá sem vilja.
Hinsvegar var einhver að skjóta upp flugeldum kl 9 í morgun og kvekkti öll mín gæludýr, ég undirbý þau venjulega undir áramótin og þá er þetta ekkert mál.
En jú frelsið okkar tapast með hverri uppgjöfinni eftir annarri, endar á því að það verður ekkert eftir.
Emil (IP-tala skráð) 28.12.2022 kl. 12:12
Blessaður Geir.
Ég lagði það á mig að logga mig inn því ég hafði virkilegar áhyggur af því að þú værir bugaður og myndir skjóta upp síðasta flugeldinum.
Djók.
Keep on running.
Kveðja að austan.
PS, Má ég skjóta upp þeim síðasta, svona djust in case Harmageddon rétttrúnaðarins, ég var jú alinn upp við þetta skot.
Ómar Geirsson, 29.12.2022 kl. 16:30
Ómar,
Ég á 12 ára son sem er nýbyrjaður að hafa áhuga á flugeldum og hef aldrei keypt meira af slíku en í ár eftir að hafa nýlega rekist á ákall þess um að banna flugelda fyrir almúgann (sýningar þurfa að duga). Er með svo frábærar æskuminningar frá áramótasprenginum og vill gefa honum það sama.
Þú mátt alveg skjóta upp þeim seinasta.
Geir Ágústsson, 29.12.2022 kl. 17:16
Já, ekki í ár, kannski seinna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.12.2022 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.