Veðjað á rangt líkan

Ímyndum okkur að allir væru sammála um að loftslagið sé að kólna. Snjórinn kemur fyrr og stendur lengur yfir. Vetrarbylir að verða sterkari og leggja meira á háspennulínur og vegi. Þörfin á góðri kyndingu með öflugri hitaveitu að aukast. Rafmagnsnotkun á uppleið til að lýsa upp grátt skammdegið. 

Væri þá ekki búið að efla innviðina, viðbúnað vegna snjókomu og úrræði til að takast á við vinda og vond veður?

Jú, væntanlega.

Ímyndum okkur öfugar aðstæður: Allir væru sammála um að loftslagið sé að hlýna. Jöklar að hverfa. Snjórinn að heyra sögunni til. Þörf á eflingu innviða minni en áður. Kyndun stendur í stað eða er jafnvel á niðurleið. Vindmyllur að rísa fyrir fé sem áður rann í borholur fyrir hitaveitur.

Væri þá ekki búið að slaka á í eflingu innviða og viðbúnað vegna snjókomu? Væru bílar ekki komnir á heilsársdekk og búið að banna nagladekkin? 

Jú, væntanlega.

Mér sýnist á öllu að menn séu í fjölda ára búnir að veðja á rangt loftslagslíkan - þetta sem sýnir hlýnun frekar en kólnun. Skiljanlega hafa menn því brugðist rangt við:

  • Ófærð í þéttbýli svo dögum skiptir eftir snjókomu
  • Rafmagns- og hitaveitur að bila þegar mest ríður á
  • Rútur að festast þar sem þær komust áður í gegn
  • Skortur á heitu vatni til kyndingar

Þetta er ekkert séríslenskt ástand og auðvitað jafnvitlaust sama hvar menn veðja á röng líkön. Sem betur fer er aldrei of seint að breyta áætlununum sínum og láta þær endurspegla rétt líkön.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær skrif og svo sönn,en þú veist að hamfarasinnar bakka aldrei frekar en sprautusinnar,sorglegt....en staðreynd.Fjölmiðlar spila með eftir nótnablöðum sem þeir fá í hendurnar og þorri almennings er heilaþveginn og virðist vellíka.

Björn. (IP-tala skráð) 26.12.2022 kl. 15:25

2 identicon

En ef líkanið segir að hlýnun skili sér einnig í því að sumstaðar verði harðasti hluti vetrar mun harðari vegna þess að leiðir fyrir kalt heimskautaloft muni eiga greiðari brautir suður, staðsetning kaldasta loftsins breytist. Ís á pólunum muni einnig minnka vegna greiðari leiða fyrir heitt loft þangað. Heitara heitt loft skapi meiri mun og meiri öfga í því hvernig kaldir og heitir loftmassar haga sér. Jöklar muni bráðna vegna þess að frostdögum ársins fækkar og úrkoman verður að mestu í formi rigningar. Og að snjókoma muni aukast, auk annarrar úrkomu, vegna hlýnunar. Snjókoma fylgi hlýju lofti en ekki köldu, kalt loft sé þurrt og úr því snjói ekki. Aukin snjókona sé merki um hlýnun en ekki kólnun. Snjókoma aukist vegna þess að meira sé um heitt rakt loft og meiri raki í því lofti sem hittir fyrir köldu loftstraumana. Hvað þá?

Það er víst ekkert við veðurfar núna og undanfarna áratugi sem ekki passar ljómandi vel við það líkan sem vísindamenn hafa sett fram. Og sumarhitar eiga áfram eftir að aukast og hörðustu vetrarhörkur að verða harðari. En pólitískar ákvarðanir ráðamanna eru ekki endilega miðaðar við líkanið og ekki ætíð farið eftir því. Það gerir líkanið ekki rangt. Líkanið er ekki rangt þó háspennulínur séu ekki lagðar í jörð á stöðum þar sem skapast hefur aukin hætta á mikilli ísingu og tjóni. Líkanið er ekki rangt þó ár hvert þúsundir íbúða tengist hitaveitukerfum en ekkert er gert til að mæta þeirri þörf sem það skapar. Líkanið er ekki rangt þó vegagerðin fækki ökumönnum og snjóruðningstækjum til að spara. Líkanið er ekki rangt þó rútubílstjórar hundsi núna lokanir sem þekktist ekki að þeir gerðu áður og festist í sköflum.

Vagn (IP-tala skráð) 26.12.2022 kl. 15:53

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Tóku menn orð Ál Gore of alvarlega með því að búast við íslausu Norðurheimskauti fyrir löngu síðan?

Geir Ágústsson, 26.12.2022 kl. 16:14

4 identicon

Hvað kemur skemmtikrafturinn Al Gore málinu við?

Vagn (IP-tala skráð) 26.12.2022 kl. 16:35

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ætli Vagninn sé Ari Trausti Guðmundsson? A.m.k. virðist hann vita mikið um veðurfræði?cool

Annars sammála Geir, Biden og Demókratar rústuðu olíu- og gasiðnaði, svo nú frjósa margir í hel. Þeir telja umhverfisvænna að fólk drepist úr kulda, en að fáein tré og jurtir fari forgörðum. Mannveran er ekki hluti af lífkeðjunni í þeirra augum, að því er virðist.

Theódór Norðkvist, 26.12.2022 kl. 16:40

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Ekki ætla ég að útiloka það að hér sé enginn annar en Ari Trausti á ferð. En hann, eða hans líkar, hafa greinilega hampað röngum spámanni á sínum tíma og þar til nýlega því enginn minnist á Al Gore lengur. Né Grétu Thunberg, raunar. Þeir koma eins hratt og þeir fara, þessir talsmenn líkanana sem spá engu rétt. Nema jú því að allar breytingar á loftslagi og veðráttu séu manninum að kenna. Ástæðan breytist samt sífellt. Og afleiðingarnar. 

Geir Ágústsson, 26.12.2022 kl. 21:04

7 identicon

Það að einhverjum þyki áhrifaríkara, og betri business, að setja fram svartari spá en líkanið gerir tilefni til gerir líkanið ekki rangt. Líkanið hefur staðist að mestu þó ýmsir spádómar sjálfskipaðra postula hlýnunar, og kólnunar, hafi sýnt sig ekki mjög sannspáa.

Það má græða vel á því að spá heimsendi, rétt eins og því að afneita öllu sem vísindamenn segja og áratuga reiknilíkön og áður óþekktar öfgar í veðurfari hafa staðfest. Flóðbylgja inn um stofugluggan á næstu árum selur betur en öldugjálfur við útidyraþröskuldinn eftir nokkra áratugi. Og allt í plati, nú er komið frost og það fer ekkert næstu árin kallar örugglega á nokkur músaklikk. Geir er til dæmis alveg örugglega ákafur greiðandi áskriftar að nokkrum síðum sem lifa á að búa til ýmiskonar efni sem hljómar trúlega en stenst enga skoðun, ekki trúi ég því að allt þetta yfirborðskennda órökrétta bull á hinum ólíkustu sviðum sem frá honum kemur verði til hjá honum.

Öfgar Gore þjónuðu aðeins Gore og koma reiknilíkönum ekkert við. Þeir einu sem hampað hafa Al Gore sem einhverjum spámanni eru hann sjálfur og, þegar heimsendaspár hans rættust ekki samstundis, menn eins og Geir. Enda hvorugur með snefil af þekkingu á efninu, vita ekkert um reiknilíkön og eiga auðvelt með að búa til egin staðreyndir þegar raunveruleikinn hentar ekki þeirra hagsmunum. Sama hvort það eru vel greiddir fyrirlestrar Gore eða störf Geirs fyrir olíuiðnaðinn.

Vagn (IP-tala skráð) 26.12.2022 kl. 22:44

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það merkilegasta við "loftslagsvísindin" finnst mér hvað þeir eru naskir á beita þeim til þess að spá rangt.

10 ára barn með engar upplýsingar á bakvið sig hefði spáð *einhverju* rétt, hafandi spáð jafn miklu.

Enn merkilegra er hve fastheldið fólk er í þessar kenningar sem geta ekki spáð neinu rétt.  Það er eins og það læri ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2022 kl. 12:26

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvort búum við í reiknilíkani eða raunveruleikanum?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.12.2022 kl. 15:34

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég er vissulega áskrifandi að allskyns uppsprettum þvælu.

Dæmi: Reuters, þar sem einföldustu staðreyndir flækjast fyrir blaðamönnum:

https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2276214/

Geir Ágústsson, 28.12.2022 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband