Hvort er það?

Loftslagsmál eru mjög fyrirferðamikil í danskri umræðu, a.m.k. umræðu stjórnmálamanna og fjölmiðla (mjög lítið rædd af venjulegu fólki). Danir fá líka að borga töluvert af sköttum í nafni umhverfisverndar. Verið er að hanna landfyllingar sem eiga að verja borgir og bæi gegn hækkandi sjávarmáli framtíðar. Allskyns orkuskiptaverkefni eru í gangi. 

klima_OLEn stundum passa fréttirnar svolítið illa saman. Hér er ein sem segir að bráðum verði ekki hægt að halda Ólympíuleikana í vetraríþróttum í Evrópu því allur snjórinn er farinn frá helstu skíðasvæðum dagsins í dag.

Hér er svo önnur segir að desember stefni í að verða sá kaldasti í Danmörku í 10 ár. 

klima_rekordkoldÞað er kannski fjölmiðli til happs að lesendur lesa sjaldan margar fréttir og setja svo í samhengi. Fimbulkuldi ríkir víða í Evrópu og mikið rætt um orkuskortinn sem ýkir óþægindi fólks vegna hans. Á sama tíma er rætt um hlýnun jarðar og allar þær áhyggjur sem við þurfum að hafa af því. 

Vissulega eru allir heimshlutar að hlýna margfalt hraðar en allir hinir, eins furðulega og það hljómar, og menn þurfa því ekki að hafa áhyggjum af innviðunum og viðhaldi á þeim (eins og snjómokstri). Gott og vel. En kannski er raunveruleikinn annar, Jörðin að kólna og loftslagslíkönin rusl. Ef sú er raunin þá erum við í vandræðum því við erum að undirbúa okkur fyrir framtíðina á kolvitlausan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Veðurbloggið hans Trausta sýnir vel í dag af hverju það er varasamt að gefa sér of miklar forsendur út frá meðaltalshita. Sveiflurnar innan dags og milli mæla á svæði geta verið töluverðar.

Líklega skiptir það engur máli fyrir meginstraumsfjölmiðla sem sífellt senda okkur fréttir um hamfarir (jú þær selja). Hins vegar minnkar alltaf lestur á þessum fjölmiðlum. Gæti það verið vegna þess hversu einhæfar fréttirnar eru?

Rúnar Már Bragason, 21.12.2022 kl. 15:08

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Minnkandi lestur meginstrausfjölmiðla orsakast af því hve lítið er að marka þá.

Ef við viljum "fake news" þá eru The Onion the The Bee miklu skemmtilegri valkostir.  Jafnvel The Guardian er óviljandi ein skoplegasta síða sem þú getur fundið. 

Hér er búið að búa til skemmtilegan leik úr því: https://www.buzzfeed.com/hannahjewell/can-you-guess-if-these-guardian-headlines-are-real

Vandinn er að nú er költið komið með klærnar í ríkisjötuna, og mun seint losna þaðan, eins og hver annar bandormur.  Nema verri fyrir hýsilinn. 

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2022 kl. 17:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Maður sér ekki betur en að flóra fjölmiðla, með fjölbreyttar nálganir, hafi sprungið hressilega út á seinustu tveimur árum. Klappstýrur RÚV-tegunda fjölmiðla kalla þá auðvitað blogg, falsfréttir, áróðurspésa og hvaðeina, en predika þar úr fílabeinsturni sem hækkar sífellt og missir jarðtengingu. 

Ásgrímur,

Þessi buzzfeed grein er algjört gull! Og sammála, maður fær meira út úr Bee en CNN. Mögulega innihald CNN, túlkað á nothæfan hátt. 

Geir Ágústsson, 21.12.2022 kl. 20:59

4 Smámynd: Þröstur R.

Ha!! Afhverju hefur vAGNINN ekki kommentað á þetta blogg Geir? Ætli hann sé netlaus? Mér líður eiginlega bara illa að fá ekki smá vagn í kroppinn.. :) 

Þröstur R., 22.12.2022 kl. 00:43

5 identicon

Helsta bragð áróðurmeistara í dag er ekki að halda fram einni skoðun og framfylgja henni leynt og ljóst. Takmarkið er að rugla alla í ríminu sem mest og skapa óvissu og vantraust á fjölmiðla með misvísiandi rétt og fals tilbúningi. Einfaldar fréttir bygðar á nú er óvenju heitt eða kallt og þess vegna eru hamfarahlýnun í gangi eða ekki í gangi er dæmi um hvernig hægt sé að rugla í fólki.

Sveinn Ólafsson (IP-tala skráð) 22.12.2022 kl. 10:22

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn,

Hefur þú ekki tekið eftir því að öll frábrigði frá meðalhita, meðalvindi, meðalrigningu og meðalsnjókomu eru aukaverkanir hamfarahlýnunar af mannavöldum?

Geir Ágústsson, 22.12.2022 kl. 13:39

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli kerran sé kannski föst í snjóskafli einhversstaðar...

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2022 kl. 18:37

8 identicon

Ég hef bara ekki séð ástæðu til að tjá mig sérstaklega um þann ákafa vilja Geirs og annarra að þeir og börnin þeirra fái óáreitt að anda að sér reyk úr pústi bíla, ösku úr kolaorkuverum og gasi úr svínaskít og kúarössum. Verði þeim að góðu.

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2022 kl. 18:23

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gleðileg jól Vagn.

Vonandi hefurðu það gott um hátíðarnar eins og við hin.

Svo höldum við áfram að vera ósammála á nýju ári eins og leyfilegt er.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2022 kl. 21:09

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hef ekki séð neina ástæðu til að kalla á skoðair Vagns. Þær eru alveg ágætar, eins og allra. En nú þegar hann stimplar sig inn þá er kannski við hæfi að rukka hann um skoðanir á:

- Afleiðingum þess að neita fátæku fólki um hagkvæma orku
- Lífsskilyrðum fólks sem þarf að brenna prik og gras innandyra til að sjóða vatn, í stað þess að geta stungið rafmagnstæki í samband og fá aðgang að rafmagni frá kolaorkuveri utandyra
- Afleiðingum þess að fólk þarf nú að velja á milli þess að borða eða hlýja sér

Kannski fjarlægur raunveruleiki fyrir Íslending, en sjáum hvað setur. Nú er jú búið að ásaka mig um að vilja eitra fyrir börnum. Það færir mögulega umræðuna á nýtt stig.

Geir Ágústsson, 23.12.2022 kl. 21:28

11 identicon

Að ég skyldi ekki sjá það fyrr. Auðvitað verðum við að brenna milljónum tonna af kolum til að koma í veg fyrir að 50 fjölskyldur brenni spýtum og spreki á stofugólfinu hjá sér. Og hvers vegna sá ég ekki að við þyrftum að keyra 500 milljón bíla til að gera bensín ódýran valkost fyrir fátækt fólk. Að ekki sé minnst á börnin hans Geirs sem svelta um hátíðirnar svo hann geti sett ofnana á fullt og ímyndað sér að hann sé á sólarströnd.

Ætli það geti verið að ofnotkun Geirs á orku, sóun og bruðl hins ríka, sé það sem gerir orkuverð hátt og bitnar verst á hinum fátæku? Er það gaurinn í strákofanum sem borgar hæsta verð og yfirbýður hvern þann sem reynir að kaupa til sín þá orku sem stendur til boða eða er það Geir með sitt þykka seðlaveski og ómettandi græðgi? Mun Geir spara orku um hátíðirnar og stuðla þannig að lægra verði eða verður að hafa ljós og seríur, góðan hita og heit böð, unnin matvæli, ferðalög og fótanuddtæki, hugsandi fallega til allra skjálfandi fátæklinganna sem voru yfirboðnir?

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2022 kl. 23:41

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég og börn mín njótum þess að sjálfsögðu að hafa aðgang að orku og notum eins mikið af henni og við getum til að hita og næra okkur, setja birtu í skammdegið og komast á milli staða. 

Og ég óska þess að fleiri geti gert það sama án þess að enda í hakkavél ESG staðla, loftslagsáróðurs og koltvísýringsskatta og hafa á endanum ekki aðra kosti en senda börnin í kóboltnámurnar til að afla hráefna í næsta batterí sem þú þarft fyrir rafmagnsbílinn þinn.

Geir Ágústsson, 24.12.2022 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband