Verðþak og málið er leyst!

Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa loks komið sér saman um verðþak á jarðefnaeldsneyti. Mark­miðið með verðþak­inu er að vinna bug á orkukrepp­unni sem skek­ur nú meg­in­land Evr­ópu.

Er þá ekki búið að leysa öll vandamál?

Verðþak, og málið er leyst!

Þeir sem hafa lesið eina blaðsíðu (eða meira) í hagfræðibók hljóta að hrista hausinn. Þeir sem fylgjast með orkumörkuðum sömuleiðis. Evrópa dregur ekki til sín meiri orku með því að borga minna fyrir hana en aðrir. Hún þarf þvert á móti að yfirbjóða orku úr höndum heimshluta með minna á milli handanna. Gleymum því heldur ekki að Kínverjar kaupa alla þá orku sem þeir geta (sérstaklega núna þegar ótti yfirvalda við mótmæli er orðinn stærri en við veiru). 

Þetta verðþak mun hafa sömu afleiðingar og önnur slík þök: Valda skorti. Skortur leiðir til skammtana. Skömmtunum þarf að útdeila, og ætli orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins séu þá ekki til í að framkvæma þær útdeilingar? Hver þarf orku núna? Þýskur iðnaður? Pólskur almenningur? Ungverskur landbúnaður? Hver veit!

Samfélag sem hefur ekki orku er vont samfélag. Þetta gildir í Afríku, þar sem mörg hundruð milljónir hafa ekki einu sinni aðgang að innstungu, og í Evrópu þar sem köld húsnæði draga úr heilsu fólks og stuðla að mygluskemmdum. Lausnin er ekki sú að setja á verðþak heldur hvetja til meiri framleiðslu á orku. Fyrir suma þýðir það vatnsfallsvirkjun, fyrir aðra þýðir það nýtt kolaorkuver. Hérna má ekki láta loftslagsprestana hræða sig með röngum spám um hlýnun Jarðar vegna athafna manna. Prestar, sem láta ekki einu sinni snjóbyli draga úr sér kjark, enda nægur hiti frá ofurtölvunum sem þeir mata með þvælu til að framleiða spár sem rætast aldrei. 

Verðþak leysir ekki vandamál. Það býr til ný vandamál. Lausnin er sú að framleiða meiri orku.


mbl.is ESB kynnir verðþak á jarðefnaeldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Annað hvort standa Kínverjar á bakvið þetta allt, og eru að borga þessum liði, eða: þetta eru vitleysingar sem hanga allir saman í sömu dimmu, reykfylltu kjöllurunum og sniffa lím.

Hver sem ástæðan er. er lausnin sú sama: henda þessu liði út og setja annan (eða engan) í staðinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.12.2022 kl. 17:44

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég var að rifja það upp með móður minni hversu stutt er síðan fólk þurfti að leggja inn umsókn til nefndar ef kaupa átti bíl. Þó svo að bíll væri nauðsynlegur til að sinna læknisstörfum um allt Reykjanesið.
Ef mönnum tekst að búa til lög um leiguþak á íbúðum þá hlýtur að þurfa að búa til stofnun til að hafa eftirlit og ráða starfsmenn til að fara í eftirlitsferðir. Því hingað til hefur slökkviliðinu gengið illa að finna alla verkmannbústaðina þar sem menn leigja kojupláss og brjóta allar eldvarnarreglur

Grímur Kjartansson, 20.12.2022 kl. 20:30

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Ein góð saga sem Ronald Reagan sagði ítrekað um bið eftir bifreið í Sovétríkjunum.

Hvenær ætli Pólverjar þurfi að bíða eftir orku á svipaðan hátt? Og fá orkuna fyrir hádegi en hráefni til iðnaðar eftir hádegi?

Geir Ágústsson, 20.12.2022 kl. 21:26

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Naglinn sleginn beint á höfuðið og á bólakaf.

Einfalt, hnitmiðað, laukrétt.

Guðjón E. Hreinberg, 24.12.2022 kl. 02:48

5 identicon

Verðþak sem kaupandinn setur til þess að leysa orkuskort. Þetta er það sem borið er á borð fyrir fólk í dag. "Ég ætla að borga seljandann miklu minna verð en hann fer fram á; þannig ætla ég að leysa orkuskortinn". Mjög heimskt - en einmitt svona er svo margt í dag, og flestir segja ekki neitt aða vita ekki af því. Eru ekki þessi yfirvöld bara að gera grín að almenningi?

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.12.2022 kl. 20:33

6 identicon

Sjá: https://efet.org//files/documents/20221202_EFET_Concerns_Market_Correction_Mechanism_PP_ENG.pdf 

Þrándur (IP-tala skráð) 30.12.2022 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband