Átta persónuleikar stjórnmálamannsins

„Viđ erum ótrú­lega ólík ţegar kem­ur ađ pen­ing­um. Sum­ir eru sveim­huga og ađrir eru hrćdd­ir viđ pen­inga og geta ekki dílađ viđ fjár­mál. Ađrir eru safn­ar­ar en í bók­inni eru átta pen­inga­per­sónu­leik­ar skil­greind­ir,“ seg­ir Hrefna Björk Sverr­is­dótt­ir sem nýlega gaf út bókina Viltu finna millj­ón? sem hún skrifađi ásamt Grét­ari Hall­dórs­syni.

Ćtli ţessi bók sé eitthvađ fyrir stjórnmálamenn? Eđa er stjórnmálamađurinn annar persónuleiki í vinnunni en heima hjá sér? Mér finnst ţađ líklegt. Mér finnst líklegt ađ borgarstjóri Reykjavíkur eigi góđan persónulegan sparnađ, mikiđ eigiđ fé og leggi fyrir í hverjum mánuđi. Ađ hann fari ekki út í framkvćmdir á húsi sínu nema eiga fyrir ţeim og nema ţćr séu til ađ bćta eignina í notagildi og verđmati.

Á skrifstofunni í ráđhúsinu tekur svo eitthvađ annađ viđ.

Ég ćtla ađ greina átta peningapersónur sem eiga viđ um stjórnmálamenn í vinnutíma ţeirra.

Himnasendingapersónan: Skattfé eđa lánsfé fellur af himnum ofan og sársaukalaust inn í opinberar hirslur. Menn geta bara skellt í skuldabréf! Nú eđa prentađ peninginn. Eđa skattlagt útgerđina og bankana sem munar ekkert um ţađ. Ţessi persóna hrćđist ekki útgjaldahugmyndir og skilur hreinlega ekki allt tal um takmarkađar auđlindir og takmörk á útgjöldum hins opinbera.

Gjafmilda persónan (sem gefur ţér launin ţín): Stjórnmálamađurinn sem telur ađ ríkiđ eigi í raun tilkall til allra verđmćta samfélagsins en leyfir ţér af mikilli náđ og miskunn ađ halda einhverju eftir fyrir sjálfan ţig. Skattar eru í raun aldrei of háir ţví ţeir eru í raun 100% mínus ţađ sem ţú fćrđ ađ halda eftir af launum ţínum, en ţađ fer gjarnan eftir ţví hvernig ţú kýst. Ţví minna sem ţú fćrđ af launum ţínum, ţeim mun fullnýttari er skattstofninn, og sú fullnýting er takmark ţessarar persónu.

Gjafmilda persónan (sem gefur kaupir gjafir fyrir ţig fyrir ţína peninga): Ţessi stjórnmálamađur vinnur af mikilli réttlćtiskennd fyrir hagsmunum borgaranna. Ţeir eiga vitaskuld ađ njóta ókeypis ţjónustu, fá veglegar bćtur, búa viđ fullkomiđ öryggi og eiga greiđa leiđ ađ ódýru húsnćđi. Allt er ţetta vitaskuld fjármagnađ af ţeim sem eiga ađ njóta ađ frádreginni svolítilli ţóknun til hins opinbera fyrir ómakiđ. Sú ţóknun er ađ vísu nokkuđ stór en ţađ breytir ţví ekki ađ ríkiđ er hér ađ sjá ţér fyrir öllum ţínum ţörfum, á ţinn kostnađ. Mikiđ er gjafmildiđ!

Stjórnborđspersónan: Ţessi persóna lítur á störf sín sem opinber embćttismađur eđa stjórnmálamađur á sama hátt og flugmađur lítur á sitt starf: Ađ ýta á ýmsa takka og toga í ýmsar stangir og međ ađgerđum sínum ađ fljúga samfélaginu í ákveđna átt, í ákveđinni hćđ og á ákveđnum hrađa. Međ ţví ađ skrúfa ađeins upp hérna og niđur ţarna er tekjudreifing leiđrétt, vandamál leyst, ţrýstingur ađlagađur og súrefnisgrímur virkjađar. Ţessi persóna sér engar takmarkanir á ţví hverju er hćgt ađ ná fram. Stjórntćkin eru til stađar og ţau virka eins og til er ćtlast.

Heimspekingurinn: Ţessi persóna hreykir sér af ţví ađ vita ekkert um hagfrćđi, hvata í skattkerfinu, rekstur, vexti, lánstraust og annađ leiđinlegt. Hún er hugsjónamanneskja og veit hvađ er réttlátt og hvađ ekki. Ţađ er til dćmis ekkert réttlćti í ţví ađ sumir búi viđ skort á međan ađrir eiga mikiđ. Allir eiga skiliđ góđ laun en ekki of góđ laun miđađ viđ ađra. Forstjórinn á ekki ađ hafa margfaldar tekjur rćstitćknisins ţví ţađ hlýtur eitthvađ óréttlćti ađ vera fólgiđ í ţví. Sé ţađ raunin ţarf ađ gera eitthvađ! 

Alltaf-á-móti-persónan: Ţessi persóna er mjög algeng í stjórnmálum og ađ mörgu leyti nauđsynleg persóna ţví hún er alltaf á móti og ţvingar ţví ađra til ađ vanda sig í röksemdafćrslunni. Hún getur veriđ á móti sjálfri sér í ţokkabót: Stutt eitthvađ ef ákveđin manneskja leggur ţađ til en veriđ á móti nákvćmlega sömu hugmynd af önnur manneskja stingur upp á henni.

Metnađarlausa persónan: Metnađarlaus stjórnmálamađur getur veriđ gulls ígildi. Hann segir skođanir sínar án ţess ađ spá í nćstu kosningar og hljóti hann ekki endurkjör er hann međ ýmsar ađrar leiđir til ađ afla tekna. Hann getur líka veriđ stuđandi. Metnađarlausar persónur eiga ţađ samt til ađ setja sig ekki inn í málin. Ţćr stinga upp á skattahćkkunum án ţess ađ lesa greiningar á áhrifum ţeirra. Ţćr stinga letilega upp á bođum og bönnum til ađ leysa ýmis vandamál, raunveruleg og ímynduđ. 

Persónan sem er samkvćm sjálfri sér: Ţetta er alveg óţolandi persóna. Hún telur rekstur hins opinbera vera ađ fullu sambćrilegan viđ rekstur heimilis. Ađ ekki eigi ađ fá nýtt greiđslukort til ađ greiđa af hinu fyrra. Ađ yfirdráttur sé skammtímalausn. Ađ útgjöld eigi ađ vera lćgri en tekjur, nema e.t.v. ţegar um stćrri fjárfestingar til lengri tíma er ađ rćđa, en ţćr ţurfa ţá ađ vera vel ígrundađar og skila verđmćtum eđa notagildi. Ţessi persóna er illa liđin og kemst sjaldan nokkuđ áleiđis í stjórnmálum. Skiljanlega. Hún er óţolandi í sínu endalausa tali um ráđdeild, ađhald og skynsemi, og sinn eilífa hrćđsluáróđur.

Hver ćtlar ađ skrifa bókina?


mbl.is Mćlir međ peningastefnumóti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband