Miðvikudagur, 30. nóvember 2022
Hinn nýi rasismi góða fólksins
Í svolitlu spjalli hérna í vinnunni spyr vinnufélagi okkur sem sátum við borðið hvort fyrirtækið mætti ráða Rússa til starfa. Honum fannst það ólíklegt. Slíkt myndi jú hjálpa Pútín því venjulegir Rússar gætu gert það sama og aðrir - flutt erlendis og tekið að sér starf. Það væri því sennilega hyggilegra að útiloka Rússa frá fyrirtækinu og byggja upp gremju og reiði venjulegra Rússa gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Eða það er kenningin.
Þau mótrök voru nefnd að slíkt myndi bara þjappa Rússum að baki Pútín. Ef umheimurinn hatar mann vegna þjóðernis eða aðgerða stjórnvalda sinna þá hafði jú forsetinn rétt fyrir sér og vissara að styðja við hann. Einnig var nefnt að ef Rússar vilja flýja land með alla sína hæfileika og getu þá er slíkt nú varla að fara hjálpa rússneskum yfirvöldum. Nema síður sé.
Fyrir um 10 árum var ég að hjálpa manni að finna húsnæði og koma sér fyrir í dönsku samfélagi. Sá maður var að flýja með hæfileika sína og kunnáttu frá Úkraínu. Var ég að styðja við úkraínskar nýnasistahreyfingar og spillta ólígarka með því að aðstoða þennan Úkraínumann? Nei, það tel ég ekki.
En það sem situr eftir í mér að þessar samræður hafi í raun farið fram. Að við ræðum aðgerðir gegn venjulegum óbreyttum borgurum af því yfirvöld þeirra eru að gera eitthvað. Við tölum ekki á þessum nótum um flóttamenn eða óbreytta borgara frá neinu öðru ríki. Ef einhver vill flýja Ungverjaland þá talar enginn um að slíkt gæti hjálpað forseta Ungverjalands. Nei, flóttamaður að flýja herkvaðningu, pólitískar ofsóknir eða gúlagið hefur yfirleitt fengið að flýja og fundið móttökuland.
Þetta kæruleysislega samtal um mismunun á óbreyttum rússneskum borgurum er hið nýja kynþáttahatur og það er ekki bara umborið heldur beinlínis nýjasta tíska. Þið sem teljið ykkur tilheyra góða fólkinu eruð í orði og verki rasistar og vantar bara að þið lýsið því yfir, jafnvel af nokkru stolti.
Velkomin til ársins 2022.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Athugasemdir
Maður hefur oft upplifað að fólk telji sig hafa svo góðan málstað að verja að allt sé leyfilegt til að klekkja á þeim sem ekki eru sammála.
Man eftir þegar komst í tísku að fjalla um lélegan aðbúnað þeirra sem saumuðu vörur fyrir Nike á Indlandi og fólk átti að hætta að kaupa Nike vörur til að sýna samstöðu - það leiddi að lokum til þess að saumaverksmiðjunum var lokað, fólkið missti vinnuna og svalt.
Grímur Kjartansson, 30.11.2022 kl. 17:53
Grímur,
Hérna spurði sig sennilega enginn að því hvernig Nike gekk að manna verksmiðjur sínar í samkeppni við stritið á ökrunum, betlið og básana á götumörkuðunum með því að bjóða bara tvöföld eða þreföld laun.
Nei, ríka latte-lepjandi liðið bar saman eigin tekjur/bótagreiðslur og laun þessa fólks og ákvað að svipta það lífsviðurværinu.
Góður punktur.
Geir Ágústsson, 30.11.2022 kl. 19:43
Illa er komið fyrir meginþorra fólks á Vesturlöndum þegar það trúir í blindni allt það sem meinfýsin yfirvöld segja þeim. Russhatrið kemur frá ósýnilegum hagsmunasamtökin í gegnum fjölmiðlanna með samþykki stjórnmálamanna. Góða fólkið (sem flestir ættu að vita betur vegna einhverskonar menntunar) eru verst sett hvað þetta varðar. Þau eru eins og fólkið í sögu HC Andersens "Nýju fötin keisarans", þau sjá og enduróma aðeins það sem yfirvöld segja þeim að sjá.
Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.12.2022 kl. 08:46
hagsmunaaðilum (ekki samtökum) hefði ég viljað segja
Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.12.2022 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.