Lokunarsinnar biðja um fyrirgefningu

Svolítil grein í stóru bandarísku vinstrisinnuðu tímariti hefur vakið svolitla athygli. Greinin, LET’S DECLARE A PANDEMIC AMNESTY, er athyglisverð að mörgu leyti. Þar segir meðal annars:

We have to put these fights aside and declare a pandemic amnesty. We can leave out the willful purveyors of actual misinformation while forgiving the hard calls that people had no choice but to make with imperfect knowledge. Los Angeles County closed its beaches in summer 2020. Ex post facto, this makes no more sense than my family’s masked hiking trips. But we need to learn from our mistakes and then let them go. We need to forgive the attacks, too.

*****

Við verðum að leggja þessi átök til hliðar og lýsa yfir sakaruppgjöf heimsfaraldurs. Við getum látið þá eiga sig sem dreifðu vísvitandi raunverulega röngum upplýsingum á meðan við fyrirgefum þeim sem neyddust til að taka erfiðar ákvarðanir með ófullkomnar upplýsingar því þeir höfðu ekki kost á öðru. Los Angeles sýsla lokaði ströndum sínum sumarið 2020. Séð í bakspeglinum er þetta ekki skynsamlegra en grímuklæddar fjallgönguferðir fjölskyldu minnar. En við verðum að læra af mistökum okkar og láta þau síðan renna eins og vatn til sjávar. Við verðum líka að fyrirgefa árásirnar.

Margir hafa brugðist harkalega við þessari beiðni um fyrirgefningu (og langar mig til dæmis að gera þessi orð að mínum). Meðal annars fólk sem sá aðstandendur sína deyja eftir sprautu eða rotna lifandi í innilokun. Á að fyrirgefa fólki sem klagaði nágranna sína, hrópaði á ógrímuklætt fólk í búðum og hótaði ósprautuðum atvinnumissi og vinslitum? Á að fyrirgefa að heil kynslóð framhaldsskólanema svo gott sem missti af framhaldsskólaárum sínum? Á ég að fyrirgefa að börnum mínum var meinað að hitta margsprautaðan langafa sinn þegar hann var við orðinn mjög hrumur og var látinn úr hárri elli nokkrum mánuðum seinna?

Ég segi nei en ætla um leið að vorkenna þeim sem létu plata sig. Ég slapp raunar vel og sit ekki á neinum brunarústum eftir brennuvargana. Mínir vinir mismunuðu mér ekki. Ég brosti á móti þegar ég var skammaður fyrir grímuleysið í almenningssamgöngum og verslunum. Vinnufélagar mínir spurðu mig um fjölda sprauta í mér og hlupu ekki í burtu þegar ég sagði núll.

Ég ætla ekki að fyrirgefa þeim sem studdu við vitleysuna, því vitleysan olli mjög mörgum mjög miklum skaða, en ætla heldur ekki að biðja um að tindátunum hræddu sé refsað fyrir að fylgja í ótta einhverjum sem þeir gerðu að leiðtoga sínum.

Að lokunarsinnar séu að sýna svolitla iðrun er ágætt. Ég hef samt enga trú á því að þeir standi í lappirnar í næstu atlögu að samfélagi okkar. Þeir hafa ekki verðskuldað fyrirgefningu ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ææ, urðuð þið sjálfhverfu samsærisnöttarnir fyrir ófyrirgefanlegum óþægindum og truflunum við að smita sem flesta af banvænni plágu. Greyin.

Vagn (IP-tala skráð) 4.11.2022 kl. 10:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ertu að tala um flensuna sem er sumum banvænni en öðrum og fólk ver sig gegn með aðferðum sem passa við áhættu hvers og eins, eða veiru sem þarf að verjast með því að loka skólum til að verja elliheimilin?

Geir Ágústsson, 4.11.2022 kl. 10:39

3 identicon

Ég er að tala um sjálfhverfa samsærisnötta sem halda að verið sé að biðja þá fyrirgefningar á að hafa ekki fengið að drepa eins marga og þeir óskuðu og töldu sig eiga að hafa frelsi til.

Vagn (IP-tala skráð) 4.11.2022 kl. 10:50

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei, það á ekki að fyrirgefa þeim sem héldu áfram að ala á ótta löngu eftir að öllum mátti vera ljóst að hér var aðeins flensa á ferð. Flensa sem lagðist þyngra á eldra fólk og offeita. ÓK, fyrstu 2-3 mánuðina ríkti óvissa en um mitt sumar 2020 var myndin farin að skýrast fyrir þeim sem vildu sjá. En stjórnmálastéttin vildi fyrra sig ábyrgð og lét læknastéttinni eftir að stjórna ferðinni. Læknavísindin brugðust og nú deyr fólk í hrönnum vegna bóluefna sem send voru á markað ókönnuð.

Ragnhildur Kolka, 4.11.2022 kl. 10:58

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þeir sjálfhverfu voru, og eru, tvímælalaust þeir sem vilja að samfélagið snúist í kringum þeirra persónulega, ýkta ótta, td við veiru sem Ragnhildur bendir réttilega á að var búið að kortleggja nokkuð vel sumarið 2020.

Þessar hörðu aðgerðir hafa kostað mörg líf og munu draga dilk á eftir sér í mörg ár, og er ég þá ekki einu sinni að telja eitursprauturnar með.

Geir Ágústsson, 4.11.2022 kl. 11:50

6 identicon

Sumarið 2020 þegar líkum á öllum aldri var staflað í frystigáma í New York og þú kvartaðir sem mest yfir að komast ekki á pöbbinn og að þurfa að eyða tíma með börnunum þínum.

Vagn (IP-tala skráð) 4.11.2022 kl. 13:00

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er núna sem líkin eru að staflast upp og þá ekki af eldra fólki í New York sem var sent með veiru frá spítölum og inn á hjúkrunarheimilin þar sem veiran fékk að leika lausum hala, heldur ungmennum í slíkum mæli að meðalaldur Bandaríkjanna hefur lækkað um 3 ár seinustu tvö ár. Unga fólkið er vel á minnst ekki að látast úr veiru. Það er að deyja í hrönnum núna úr "einhverju öðru".

Geir Ágústsson, 4.11.2022 kl. 13:51

8 identicon

Vá, og þetta eitthvað annað er svo áhrifaríkt að það hófst nærri ári fyrir covid og tveim fyrir sprautur, eða stuttu eftir að Trump tók við embætti. Hvort ætli sé þá líklegri orsakavaldur?

Vagn (IP-tala skráð) 4.11.2022 kl. 14:35

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Dauðabylgja unga fólksins er núna á himinflugi, löngu eftir að veiran stökkbreyttist í kvef.

Í evrópsku samhengi:

https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2281964/

Geir Ágústsson, 4.11.2022 kl. 16:09

10 identicon

Tölur styðja ekki þá fullyrðingu. En mér skilst að hugmyndaflug upplýsingagjafa þinna sé marktækara.

Vagn (IP-tala skráð) 4.11.2022 kl. 16:21

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú kannski sendir línu á Euromomo og býður þeim dropa úr viskubrunni þínum, því það virðist ekki veita af:

"Since mid-2021, some unusual excess mortality signals have been observed in the age group of 0-14 years. EuroMOMO is looking into the possible explanation for these signals, in consultation with participating countries in the network."

https://euromomo.eu/bulletins/2022-40/

Geir Ágústsson, 4.11.2022 kl. 16:29

12 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Það er merkilegt hvað margir reyna enn að afneita staðreyndunum um eitursprauturnar og hvaða skaða þær hafa valdið, og eru enn að valda.

Aldrei hefur jafn margt ungt fólk dáið skyndilega eins núna undanfarið ár. Einhverjir hafa búið til vídeóseríur undir heitinu Young Hearts þar sem birtar eru myndir af ungu fólki, aðallega íþróttafólki sem hefur látist.

Hér eru seríur 19 - 21 og eldri má einfaldlega finna með leit.

    Kristín Inga Þormar, 4.11.2022 kl. 18:07

    13 identicon

    Það sem vantar er einhver tenging við sprauturnar, nema þær séu svo öflugar að það nægi að amma þeirra hafi verið sprautuð. Það er ekkert sem segir sprautaða deyja frekar en ósprautaða. Umframdauðsföllin hefur ekki verið hægt að rekja til bóluefna.

    Vagn (IP-tala skráð) 4.11.2022 kl. 19:28

    14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Fólk vill ekki heyra að það hafi verið að gera alveg massív mistök.

    Bíðum bara, og vonum að flestir sem við þekkjum lifi af áratuginn.

    Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2022 kl. 20:13

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband