Er kerfið að loka sjálft sig úti?

Í áríðandi pistli Ásgeirs Ingvarssonar, Gættu að því sem þú segir (á bak við innskráningarvegg, ekki áskriftarvegg), er að finna eftirfarandi lokaorð:

Líkt og René Gim­p­el kenndi ensku í fanga­búðunum ættu þeir, sem hafa áhyggj­ur af því hvaða stefnu heim­ur­inn virðist vera að taka, að kenna fólk­inu í kring­um sig að sýsla með raf­mynt­ir og nýta þá tækni sem er í boði til að sniðganga valda­mikið fólk og fyr­ir­tæki sem freista þess að sverfa að frelsi al­menn­ings.

Innblástur Ásgeirs er nýleg hótun PayPal um að sekta notendur sína fyrir skoðanir þeirra - hótun sem var dregin til baka undir því yfirskyni að um mistök hafi verið að ræða. Um þetta má lesa víða, t.d. hér (frettin.is) og hér (brownstone.org)

Lokaorð Ásgeirs fengu mig til að hugsa. Nú þénum við peninga, og þeir enda á svokallaðri bankabók. Svo virðist sem aðgengi yfirvalda sé nokkuð gott að þessum peningum. Þá má frysta, hirða og rýra með verðbólgu. Upphaflega var slíkt aðgengi réttlætt með tilvísun til hryðjuverkasamtaka, fíkniefnasala og landráðamanna en þau mörk eru óðum að víkka. Núna ná þau í raun til þín - löghlýðins skattgreiðenda sem gerir ekki flugu mein. Þér gætti dottið i hug að telja kynin bara vera tvö (en mögulega örlítið brotabrot fólks kannski vera á mörkum þeirra), sprautur óþarfar og jafnvel hættulegar, átök í Úkraínu vera staðbundið vandamál og líkama þinn vera þína eign. Afleiðingin? Mögulega sú að þú ert svipt(ur) eigum, lífsviðurværi, mannorði, vinum og sparnaði.

Fyrir skoðanir þínar. 

Ekki skoðanir sem snúast um að vilja eyða, meiða, drepa og limlesta.

Nei, bara ósköp venjulegar skoðanir.

Hvað er til ráða í slíku umhverfi?

Safna Rolex-úrum? Kaupa rafmyntir? Gull? Platínu? 

Þetta er spurning sem fer að verða nokkur áríðandi. Þú ert mögulega í rétta liðinu í dag en ekki endilega á morgun, og hvað þá? Kannski er ég í röngu liði í dag en enda í réttu á morgun, en er hægt að gera áætlanir byggðar á slíku? 

Samfélagsmiðlar eru fyrir löngu búnir að tapa öllu trausti og valkostir við þá stóru komnir á lappir og smátt og smátt að stækka. En hvenær kemur að fjármálakerfinu? Fjölmiðlum almennt? Yfirvöldum? 

Mögulega fyrr en síðar.

Sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Er rikð að loka sig úti?  Ja, hver veit.  Mjög líklega.

Þegar það gerist gerist það snögglega, og með miklum látum.  Allir yfir vissum aldri verða illa úti.  Austur-evrópumenn munu hafa það fínt, vestur-evrópumenn ekki svo mjög.  Þeir sem ekki hafa fylgst með verða algerlega gjaldþrota þannn dag.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2022 kl. 21:02

2 identicon

Tilkynning frá Forsætisráðuneytinu í dag:

Þann 25. október verður Samráðsfundur um aðgerðir gegn HATURSORÐRÆÐU

Öll velkomin!

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2022 kl. 12:38

3 Smámynd: booboo

Þar sem að fjármálakerfið er statt á brúninni (viðvaranir sérfræðinga um mesta fjármálahrun allra tíma fer hratt fjölgandi), bankarnir geta fryst eða hirt fé fólks í slíku ástandi þá er stóra spurningin: Hvernig má varðveita verðmæti eða sparnað? Mönnum greinir á um hvað getur virkað á slíkum tímum (verðmætir málmar?, BTC?, Monero?, reiðufé?. fasteignir? ....?), en að kunna að bjarga sér sjálfur og að vera vel tengdur samskonar þenkjandi fólki er sennilega það besta af öllu. 

Það ætti að vera öllum ljóst að alltof margt geðbilað í gangi í samfélögum vesturlanda, og fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því og tala upphátt um það. Fólk á ekki að leyfa að það sé kallað allt hið versta fyrir að hafa skoðanir einsog "All lives matter", ekki bara BLM (þetta er bara eitt dæmi af mörgum).  

booboo , 18.10.2022 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband