Laugardagur, 1. október 2022
Frelsi til að vera sammála
Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var með mjög skemmtilegt áhugamál: Að segja brandara um lífið í Sovétríkjunum. Hann lærði þessa brandara af Sovétmönnum sem notuðu grínið til að þrauka í þrúgandi umhverfi. Úrval nokkura slíkra brandara má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Einn brandarinn er nokkurn veginn á þessa leið:
Bandaríkjamaður og Sovétmaður voru að rífast um ágæti ríkjanna tveggja. Bandaríkjamaðurinn segir:
Í mínu landi get ég stormað inn á skrifstofu forsetans, barið í borðið og sagt: Mér líkar ekki við það hvernig þú stjórnar landinu!
Sovétmaðurinn svarar: Það get ég líka gert!
Er það? svarar Bandaríkjamaðurinn, hissa.
Já, svarar Sovétmaðurinn. Ég get stormað inn á skrifstofu aðalritarans í Kremlin, barið í borðið og sagt: Herra aðalritari, mér líkar ekki við hvernig Reagan forseti er að stjórna landi sínu!
Er þessi brandari ekki búinn að eldast nokkuð vel? Það þarf bara að skipta um nöfn á aðalhlutverkunum og við erum komin í veirutíma, Úkraínutíma og annað gott þar sem allir mega vitaskuld tjá sig á meðan þeir eru sammála strengjabrúðumeisturunum.
Eða eins og góður maður skrifaði í fyrirsögn nýlega: Segðu aðeins það sem við viljum heyra, eða við sviptum þig lífsviðurværinu, og fjallar þar um nýlegar tilraunir Paypal til að þagga niður í óþægilegum skoðunum.
En gott og vel. Leyfum þeim að reyna. Þegar fjésbókin og tvítin stíga á óþægilega rödd þá spretta tvær aðrar upp í staðinn. Þegar síða lokar á aðgang sprettur upp önnur sem veitir aðgang. Síður eins og Substack og Rumble eru skjól sem sífellt fleiri kunna að meta á tímum þöggunar, kúgunar og atlögu að málfrelsinu.
Brandarar Reagan um Sovétríkin eiga skilið framhaldslíf. Þeir minna okkur á að við sjálfumglöðu Vesturlandabúar erum búnir að gleyma sögunni og ætlum að endurtaka hana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Reagan að lýsa samtíma okkar, fírtomman slegin í plankann:
https://www.youtube.com/watch?v=M0NXs_uWPgg
(hvernig setja menn virka tengla í athugasemdir?)
Guðjón E. Hreinberg, 1.10.2022 kl. 11:23
Sem minnir nottla á hvernig Dame Thatcher krossfesti Sósíalismann (og Lýgveldið):
https://www.youtube.com/watch?v=okHGCz6xxiw
Guðjón E. Hreinberg, 1.10.2022 kl. 11:27
Þú ert einn af mjög fáum moggabloggurum sem ekki ritskoða og loka á gagnrýni. Mér er til dæmis bannað að gera athugasemdir við blogg Guðjóns E. Hreinberg. Og allir aðrir sem blogguðu gegn bólusetningum, sóttvörnum og ESB eru með gagnrýnendur í banni.
Þeir sem hæst hafa um þöggun og ritskoðun virðast samt eiga mjög greiðan aðgang að almenningi en leyfa sjálfir enga gagnrýni og mótrök. Þú hefur oft verið hvattur til þess að loka á mig eða ritskoða af þínum jámönnum og sjálfskipuðum fánaberum ritfrelsis. Fyrir þeim er öll gagnrýni tilraun til ritskoðunar, kúgunar og þöggunar. Flestar síður þeirra eru mér lokaðar, ef ekki allar.
Það virðist gilda svipað um fjölmiðla. Þú lest fleiri skoðanir og sjónarmið á MBL.is en Fréttin.is. Heyrir og sérð á BBC, RUV og CNN en Infowars og Breibart. En fjölbreitnin kostar það að þú verður sjálfur að gera upp hug þinn.
En að PayPal skuli ekki lengur taka við framlögum til aðila sem hvetja börn til að borða sápuhylki, grunnhyggna til að hætta að taka lyfin sín og auðtrúa til að hlaupa fyrir bílaumferð o.s.frv. og viðlíka, veldur mér engum áhyggjum.
Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2022 kl. 17:49
Ábending til Vagns; Það geta bara innritaðir gert athugasemdir hjá mér, og ég neyddist til að stilla það þannig vegna netárása frá net-tröllum á sínum tíma. Ég ritskoða eingöngu dónaskap og persónuárásir (eða kaffæringar).
Guðjón E. Hreinberg, 1.10.2022 kl. 18:08
Undur og stórmerki, við Vagn eru sammála. Tuðið í Guaja Hreinberg er kjaftæði, mesti dónaskapurinn ksmur einmitt frá þeim sem eru með virka face-book reikninga, en flestir þeirra eru annað hvort falskir eða frá fólki sem ekki kann mannasiði.
Nú má Gauji blessaður stæra sig af því að hann láti face-book stýra málfrelsi á hans síðu en við hin vitum að það er ekki hann sem stýrir heldur amerískur auðhringur. Málfrelsi er honum ekki kærara en svo að hann framselur það til alþjóðlegs auðhrings í von um að fá 'læk'.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.10.2022 kl. 18:27
Vagn,
Hér hefur bara einum verið bannað að skrifa athugasemdir og þú hvergi nálægt því að komast á þann lista.
Paypal var gerð afturreka og á ekki að hafa skoðanir á því hver gefur hverjum í gegnum sína gátt frekar en að bankinn þinn eigi að hafa skoðanir á því sem þú setur í matarkörfuna þína eða kaupir sem lesefni með morgunkaffinu. Sem er kannski ekkert ólíklegt að gerist einn daginn.
Geir Ágústsson, 1.10.2022 kl. 18:32
Þannig að þú ert ánægður með að ráða þinni síðu, og banna aðgang eftir þínum reglum, en telur að aðrar síður eigi ekki að hafa þann rétt. Og að ritskoðun sé bara réttlætanleg ef þú stundar hana.
Prufaðu að fara í þinn banka og reyna að millifæra gjöf á Isis eða Al Qaeda. Og í leiðinni hvernig gangi að kaupa heroin með Visakorti.
Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2022 kl. 20:37
Vagn,
Ég lokaði á mann sem fór í harkalegt persónuníð gegn öðrum en mér. Og vitaskuld bjóst ég við því að þú líkir þér við herónínsala sem á að fá að ganga laus á skólalóð óáreittur því það eru þín mannréttindi. En á meðan ég styð rétt hvers manns til að nota almenningsbekki til jafns við aðra og kaupa Mein Kampf og Kommúnistaávarpið í bókabúð þá banna ég fólki að míga á sófann minn.
Geir Ágústsson, 1.10.2022 kl. 21:56
Þannig að siðferðislegt mat er í lagi svo lengi sem það er þitt. Aðrir eiga að leifa allt á sínum síðum og ekki setja neinar skorður á notkun þeirra. Þú vilt segja öðrum að allir eigi að fá að "míga í þeirra sófa" en bannar allt slíkt þegar um þinn sófa er að ræða. Fullt frelsi nema þegar það hentar þér ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2022 kl. 22:49
"Ég lokaði á mann sem fór í harkalegt persónuníð gegn öðrum en mér." Það var ekki nóg að eyða færslunni. Það þurfti að koma í veg fyrir að viðkomandi tjáði sig um nokkuð annað. Hann talaði illa um Putin, Trump eða einhvern annan og því má hann ævilangt heldur ekki tjá sig um ESB, bólusetningar eða borgarlínu.
"Ég lokaði á mann sem fór í harkalegt persónuníð gegn öðrum en mér." Ég er ekki að gagnrýna það að þú skulir beita ritskoðun og þöggun. Þér ber að gera það og allir með snefil af sómatilfinningu gera það. Bara hættu að rísa upp á afturfæturna í heilagri hneykslun og sjálfupphafningu þegar aðrir gera það. Það er enginn munur á því þegar PayPal lokar fyrir nasista eða þú fyrir sorakjaft. Og þegar þið PayPal hættið að vera verkfæri þeirra þá þurfa þeir að finna aðrar leiðir að sínum takmörkum, Substack eða Rumble þar sem klikkhausarnir halda til.
"Ég lokaði á mann sem fór í harkalegt persónuníð gegn öðrum en mér." Sá hefur örugglega fundið síðu eins og Substack eða Rumble þar sem hann gat án ritskoðunar sagt sína meiningu þegar GeiraBlogg lokaði á hann. En er heimurinn betri fyrir vikið? Batnar heimurinn við það að einhver fái að segja börnum að borða sápuhylki eða að Trump sé líkriðill og mannæta?
Vagn (IP-tala skráð) 2.10.2022 kl. 05:31
Vagn,
Þeir sem vilja segja ljóta hluti um einstaklinga sem ég kalla góða kunningja mína geta gert það hvar sem er nema í mín eyru.
Geir Ágústsson, 2.10.2022 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.