Trefjaríkt mataræði stuðlar að þéttari hægðum

Stundum dáist maður að drifkrafti þeirra sem vinna að fullu að því að grýta eigin höfn og rýra eigin hag.

Og þá sérstaklega Þjóðverja.

Þjóðverjar sjá nú fram á skort á hvorki meira né minna en klósettpappír! Orkuverð er jú svimandi hátt og engin leið að framleiða þennan nauðsynjavarning án orku, er það?

[Germany] is already facing toilet paper shortages as manufacturers struggle to keep their doors open, and things are likely to get worse before they get better.

En gott og vel, klósettpappír er auðvelt að framleiða víða og flytja á milli heimshluta. Nema auðvitað að menn banni slíkt:

EU to hit Russian steel, IT industry with sanctions, but spare diamonds
Also on the proposed list: Everyday household items like beauty products and toilet paper.

Í stuttu máli: Þjóðverjar geta bráðum ekki skeint sér með pappír úr eigin verksmiðjum og ætla um leið að banna sumum af þeim sem geta útvegað pappírinn frá því að gera það.

Kannski Þjóðverjar fari bráðum að bæta trefjaríkum mat við mataræði sitt og reyna að fækka númer 2 ferðum niður í kannski eitthvað vikulegt, eða sjaldnar. Eða að nota gras og laufblöð í það sem pappír sá um áður.

Sjáum hvað setur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Budapest Memorandum 1994" átti það að vera.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.9.2022 kl. 12:20

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Við skulum vona að þetta eigi ekki eftir að ganga eins langt og hjá ónefndum grönnum í kreppunni stóru, -þegar ríkið gaf þeim kartöfluútsæði, girðingastaura og gaddavír.

Þeir átu útsæðið, brenndu staurana og skeindu sér á , , , gettu hverju?

Magnús Sigurðsson, 30.9.2022 kl. 18:07

3 identicon

Ef skeinipappír þrýtur þá er alltaf hægt að prenta út pistlana þína og skeina sig á þeim því ekki er skortur á pappír.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.10.2022 kl. 03:33

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þú þarft fyrst að lesa vel og vandlega á umbúðir prentarapappírsins til að vera viss um að hann komi ekki frá Rússlandi og auðvitað skoða hvort prentarablekið sé öruggt fyrir endaþarmsopið á þér, þaðan sem þessi athugasemd þín kom.

Geir Ágústsson, 1.10.2022 kl. 13:45

5 identicon

Nytjaskógar svíþjóðar og finnlands eru fullfærir um að uppfylla þörf heimbyggðarinnar fyrir skeinipappír, engin þörf á freðmýrarskeinara frá rússneskum ribböldum. Ef þú verður uppiskroppa með skeinara gætir þú dregið hausin úr rassgatinu og þvegið þér um hárið.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.10.2022 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband