Föstudagur, 23. september 2022
Skrifborðsblaðamenn og blaðamenn
Erna Ýr Öldudóttir fjölmiðlakona er lent í Tyrklandi og hyggst fylgjast með ástandinu í Donbass. Furðar hún sig á því að fleiri fjölmiðlar hafi ekki þegið boð um að koma á svæðið og fylgjast með fálkaaugum með kosningum sem þar eiga að fara fram.
En bíddu nú við, er þetta ekki bara réttur blaðamaður á réttum stað? Eða rangur á réttum stað? Eða eitthvað slíkt?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga. Þeir geta gert það, en það er eins og að hlusta á hlandblautan krakka benda þér á svolítinn blett á bolnum þínum.
En bíddu nú við, er ekki bara verið að mæta á leikrit, sviðsett af innrásarríki, þar sem er búið að raða öllum hlutum rétt upp til að skapa hina fullkomnu sviðsmynd?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.
En verður eitthvað að marka? Kjörseðlum fleygt í ruslið og atkvæðatölur búnar til í Moskvu?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.
En fólkið? Er það ekki hrætt? Þorir það nokkur öðru en að lýsa yfir stuðningi við nýja landsherra sína? Segja blaðamönnum ósatt?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.
Blaðamenn sem sitja við skrifborð allan daginn og afrita pistla af CNN og BBC og kalla það fréttir eru alveg góðir og gildir. En þeir eru ekki á svæðinu. Þeir eru skrifborðsblaðamenn. Aðrir eru á vettvangi. Þeir sem þora.
Erna Ýr ekki allslaus í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef það er ekkert að marka kosníngar í Rússlandi, frekar en í Bandaríkjunum, þá er heldur ekkert að marka þær hér á Glæsilandi.
Guðjón E. Hreinberg, 23.9.2022 kl. 20:56
Mögulega, mögulega ekki. Kannski munu fara fram strangheiðarlegustu kosningar nokkurn tímann, kannski verður kjörseðlunum hent í ruslið og niðurstöður framleiddar. En þá er nú gott að einhver sé á svæðinu, þó ekki nema til að búa til efni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar þegar öll kurl eru að koma til grafar.
Geir Ágústsson, 23.9.2022 kl. 21:10
Sæll.
Hvernig getur þetta talist hlutlaus fréttaflutningur:
"Þáðu Erna og Margrét boð sem fjölmiðlafólki barst fyrr mánuðinum, um að ferðast til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland. Á meðal þeirra svæða eru Donetsk, Lúgansk, Kerson og Saporitsíja"
Það er alveg ljóst hvernig þessar kosningar fara - fólk þarna mun vilja yfirgefa Ú. Og kannski þess vegna munu Vesturveldin segja að þetta sé allt svindl og ekkert að marka - eins og með Krím.
Rússahatrinu verður að linna og skynsamt fólk að fara að taka við. Við getum ekki mótað skynsama stefnu í einu eða neinu með tilfinningar að leiðarljósi.
Þessi átök hafa staðið alltof lengi og raunar sætir furðu að ekki skuli vera meiri .þrýstingur á báða deiluaðila að semja enda myndu raunverulegir vinir þessara þjóða þrýsta á um samninga. Vesturveldin hella stöðugt olíu á eldinn og bárust fréttir af því að Johnson hafi í apríl eyðilegt friðarsamkomulag á milli deiluaðila sem þá var í burðarliðnum.
Hafa Vesturlönd endalaust efni á að moka vopnum og peningum í Úkraínu?
Helgi (IP-tala skráð) 23.9.2022 kl. 21:26
Helgi,
Trúir þú ennþá á hlutlausan fréttaflutning? Ef svo er, hvar finn ég hann? Fjölmiðlar eru með ritstjórnarstefnu sem tekur til efnistaka, efnisvals, val á viðmælendum, val á spurningum til þeirra, og margt slíkt. Og gætu jafnvel haft þá stefnu að segja það sem einhver annar fjölmiðill segir, eða upplýsingafulltrúar yfirvalda, og senda heilann í frí eftir það.
Geir Ágústsson, 23.9.2022 kl. 21:38
Sæll.
Ég var að vísa í orðalagið í fréttinni - það sem var innan gæsalappa var langt í frá hlutlaus frásögn.
Mér finnst fréttaflutningur undanfarið hafa farið sífellt versnandi. Sá nýlega video á youtube þar sem youtuber nokkur sagði að hann og fleiri hefðu fengið email frá youtube þar sem þeim var sagt að halda á lofti málstað og sjónarmiðum Ú. Ef ekki myndu þeir missa tekjur.
Í covid sáum við vel að fjölmiðlar voru bara málpípur yfirvalda. Ég er farinn að hallast að því að botnfall hvers samfélags leiti í stjórnmál og fjölmiðla.
Helgi (IP-tala skráð) 23.9.2022 kl. 21:42
Boðsferðir kostaðar af þeim sem fjalla á um, hvort sem er utanlandsferð, hóruhús eða laxveiði, þiggur enginn blaðamaður með vott af sómakennd og vilja til að stunda heiðarlega blaðamennsku. Starfsmenn fréttarinnar eru greinilega lausir við bæði, og kemur ekki á óvart.
Vagn (IP-tala skráð) 23.9.2022 kl. 22:45
Sæll Geir,
Við eigum að fara eftir öllu því sem að vestrænir fjölmiðlar (mainstream media) segja í einu og öllu. Vestrænir fjölmiðlar hafa fyrir löngu ákveðið að kalla allt þetta rússnesku ættaða fólk "aðskilnaðarsinnar" þarna Í Danbass. Við eigum að kaupa það frá fjölmiðlum hér, að Rússar hafi farið inn í Úkraínu sérstaklega til þess eins að drepa rússnesku ættað fólk þarna Doneskt og Luhansk (Donbass). Við eigum einnig að kaupa það, að þetta stríð hafi alls EKKI byrjað 2014, heldur þann 24. febrúar 2022, eða þar sem að EKKI má minnast á þessi fjöldamorð sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa staðið fyrir frá 2014. Þar sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa drepið yfir 14.000 manns í Donbas frá 2014 til 2022. Nú og síðan eigum við að styðja þessi sömu stjórnvöld í Úkraínu í áframhaldandi stríði gegn Donbass, ekki satt?
Hjá fjölmiðlum hér er það einnig orðið mikilvægt, að tala aldrei um Minsk 1 og/eða Minsk 2 friðarsamkomulagið varðandi þá Heimastjórn fyrir Doneskt og Luhansk. Þar sem að stjórnvöld í Úkraínu gáfu þeim aldrei einhverja svona Heimastjórn, eða hvað þá settu þessi tilmæli inní stjórnaskrá landsins, heldur hófu hvert stríðið á fætur öðru gegn Donbass (Doneskt og Luhansk) algjörlega gegn Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulaginu, og gegn öllum loforðum.
Lenin karlinn setti reyndar Doneskt og Lunhansk inn í Úkraínu 1922, einnig setti Nikita Khrushchev úkraínumaðurinn sjálfur Krímskaga inn í Úkraínu 1954, svona líka einnig gegn vilja rússnesku ættaðra íbúa þarna á Krímskaga.
En það er rétt, það má alls ekki minnast á þetta í þessum áróðri, hvað þá þessa sameiningu Rússlands við Krímskaga eftir 60 ára aðskilnað, heldur þarf alltaf að tala hér um "innlimun" Krímskaga, en ekki sameiningu eftir 60 ára aðskilnað.
KV.
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2022 kl. 10:12
Helgi áttar sig á því sem er að gerast og er það sennilega vegna þess að hann getur hugsað sjálfstætt. Það er augljóst að Nato vill þetta stríð og engar friðarviðræður. Ég held að það sé full ástæða að efast um allar kosningar núorðið, eða eins og einhver sagði, ef kosningar skiptu einhverju máli þá fengjum við ekki að kjósa. Þó að Bandaríkjaforseti segi opinberlega að hann geti ekki taðað kosningunum af því að hans fólk sé með bestu kosningasvindlmaskínu í veröldinni þá er ekkert gert með það. Skrítnir tímar.
Finnst einhvejum líklegt að Donbass héruðin kjósi að vera innan vébanda Úkraínu sem ræðst stöðugt á þá? Það er svo mikill áróður á msm að ég opna ekki lengur fyrir slíkar fréttir.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 24.9.2022 kl. 10:20
Allt veit Vagn, með því að opna fyrir útvarðið.
Magnús Sigurðsson, 24.9.2022 kl. 10:26
Þorsteinn, þetta er vægast sagt ógeðsleg lesning. Hvað eru Íslendingar búnir að styrkja þessi stjórnvöld mikið sem láta svona viðgangast?
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 24.9.2022 kl. 10:43
Það að RÚV og Mbl "frétta"vefirnir séu orðnir sem síamstvíburar í "frétta"flutningi
og á pari við ruslmiðilinn dv, segir allt um metnað þeirra, ef metnað skyldi kalla.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.9.2022 kl. 17:00
Vagn,
Ertu að segja mér að þegar Vesturlönd bjóða eftirlitsmönnum kjarnorkuvera í ókeyps ferð til Íran að þá sé fyrirfram búið að ákveða að Íran sé að brjóta af sér og þurfi á viðskiptahindrunum að halda svo Ísrael líði betur?
Geir Ágústsson, 24.9.2022 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.