Fimmtudagur, 22. september 2022
Hafa gráhærðir karlmenn alltaf rétt fyrir sér?
Undanfarin misseri hefur okkur verið sagt að í nafni sannleiks og sóttvarna sé mikilvægt að hlusta á vísindin og trúa ekki samsæriskenningum.
Þetta hefur í raun þýtt að við eigum að lepja gagnrýnislaust upp allt sem eftirfarandi einstaklingar segja:
- Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV
- Þórólfur Guðnason, þáverandi sóttvarnalæknir
- Kári Stefánsson, forstjóri
- Víðir Reynisson, lögregluþjónn
Aðrir eiga svo helst að þegja, en mega auðvitað tjá sig á meðan þeir eru sammála.
Miðaldra gráhærðir karlmenn hafa greinilega alltaf rétt fyrir sér og ég hef því til nokkurs að hlakka til enda væntanlega ekki langt í að mín fyrstu gráu hár láti sjá sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er gráhærður, og einu skiptin sem ég hef rangt fyrir mér er þegar lesandinn eða áheyrandinn misskildi ...
Guðjón E. Hreinberg, 22.9.2022 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.