Spraututrommurnar virkjaðar

sstHaustið á að nýta til að sprauta þig og hræða þig. Þetta þykist ég nú sjá í dönskum fjölmiðlum. Veirufyrirsagnirnar eru að verða algengari og meira áberandi á forsíðum auk umfjallana um langtímaafleiðingar af veirusmiti og fleira slíkt.

Eitt ætla Danir samt ekki að gera: Bjóða fólki undir fimmtugu fleiri sprautur nema í undantekningatilvikum (ólíkt íslenskum yfirvöldu sem vilja sprauta niður í 5 ára aldur). Það er nú alltaf eitthvað. Ætli Pfizer og Moderna séu ánægð með slíkt fordæmi sem skaðar hlutabréfaverð?

Allt gæti nú samt breyst ef það kemur - og giskaðu nú:

Nýtt afbrigði!

Já, auðvitað. Menn eiga alltaf það tromp uppi í erminni. 

Mín leið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar komandi sóttvarnaaðgerða er að ná fólki í dag og fá það til að hugsa áður en allt ruglið fer af stað aftur. Fólk er núna afslappað og lítið að spá í veirum og mjög móttækilegt fyrir því að maður geri grín að veirutímum hinum fyrri, hlægi að grímum og baktali sprautur. Mögulega munu einhverjir staldra við næst og jafnvel halda sínu striki í einskonar borgaralegri óhlýðni (almennt frekar en í litlum hópum).

Annars er ekkert víst að veira verði yfirleitt til umræðu nú þegar heimatilbúin verðbólga og heimatilbúin orkukreppa ríður yfir og veturinn handan við hornið. Fyrirtæki eru að loka og slökkva ljósin og einstaklingar sjá ekki fram á að geta kynt hús sín og keypt í matinn. Eins og við vitum þá smitast fólk ekki í fjöldamótmælum sem eru smátt og smátt að hefjast í Evrópu. Vissara að finna hlýju fötin og undirbúa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svo í heimi hér að fátt eða ekkert er engum vafa undirorpið. Maðurinn er svo margvíslegrar gerðar að það sem sumum er hollt, er öðrum óhollt eða skaðlegt. Sem dæmi um slíkt mætti nefna kúamjólk.

Bólusetningar eru til gagns sem vörn gegn ótal sjúkdómum. En stundum koma fram slæm áhrif sem eru misjafnlega alvarleg eða tíð.

En gæti það verið eftir allt saman að það sé bólusetningum að kenna að mannkyninu fjölgar svona mikiðyell?  

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.9.2022 kl. 14:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður Þormar,

Bólusetningar eins og við þekkjum þær yfirleitt, t.d. þessar í börn, eru eitthvað allt annað fyrirbæri en þetta hraðsoðna glundur sem er umvafið leyniskjölum og leynisamningum og hamrað svo mikið á að virki og sé öruggt að það er grunsamlegt í sjálfu sér.

Varðandi fjölgun mannkyns þá er það heil umræða í sjálfu sér en nokkrir staðreyndamolar (í boði Hans Rosling úr bók hans Factfulness):

    • Mannkyninu er að fjölga en börnum ekki. Þau eru 2 milljarðar í dag og verða 2 milljarðar árið 2100

    • Mannkyninu er að fjölga því fullorðnum er að fjölga

    • Vegna þess hvað er að ganga vel að halda ungabörnum á lífi (m.a. með gömlu góðu bólusetningunum) er fólk víðast hvar byrjað að eignast færri börn og næra þau betur og mennta

    • Fjöldi mannkyns mun líklega staðna á bilinu 10-12 milljarðar án þess að neinn geri neitt annað en að bæta lífslíkur og menntun barna og foreldra þeirra

    Vil svo bæta við: Sóttvarnaraðgerðir settu allt þetta í uppnám með því að ýta undir fátækt, raska birgðarlínum, rýra gjaldmiðla og senda okkur aftur í tímann í baráttunni fyrir vaxandi auðsköpun, minnkandi fátækt og batnandi lífslíkum, sem mun mögulega þröngva fleiri konum út í meiri barnseignir til að framleiða vinnandi hendur til að draga björg í bú.

    Geir Ágústsson, 13.9.2022 kl. 15:01

    3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

    Haltu bara áfram þessum skrifum þínum til að halda fólki við efnið, því sagan hefur kennt okkur það að við erum undraskjót að gleyma fortíðinni.

    Og ég tek undir það sem þú nefnir í svarinu við athugasemdinni hér að ofan.

    Kristín Inga Þormar, 13.9.2022 kl. 22:47

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband