Raunveruleikinn bankar upp á

Orkukreppa er nú í Evrópu og fer versnandi. Þetta hefur komið mörg á óvart. Yfirklórið heitir að menn hafi auðvitað ekki átt að eyða miklu púðri í að undirbúa hið óvænta - slíkt sé óskynsamlegt og dýrt. Kaup á rússnesku gasi samhliða vanrækslu á eigin orkuöflun og orkuframleiðslu hafi verið sjálfsagt mál. Rússar hafi hreinlega gert hið óvænta og óumflýjanlegar viðskiptaþvinganir í kjölfarið verið nauðsynlegar en um leið erfiðar. Orkukreppan sé því í raun ekki þeim að kenna sem vanræktu orkuöflun og lögðu öll eggin í eina körfu. Nú fyrir utan að innflutt rússnesk orka skiptir ekki máli í stóra samhenginu.

Yfirklór af þessu tagi er auðvitað mjög ósannfærandi og nú hefur raunveruleikinn bankað upp á. Bretar ætla að henda sínum grænu yfirlýsingum í ruslatunnuna nú þegar nýr forsætisráðherra tekur við. Hollendingar, Þjóðverjar og Frakkar eru að gera eitthvað svipað. Nú skal gamla góða jarðefnaeldsneytið dregið upp á yfirborðið, bókstaflega. Stjórnmálamenn sem eru ekki beinlínis búnir að koma sér fyrir í hljóðeinangruðum herbergjum heyra neyðarkall almennings og atvinnulífs og bregðast við. Of seint auðvitað, en samt. 

Hvaða þvæla ætli endi næst á öskuhaugunum? Endurvinnslubrjálæðið þar sem rusl er sent yfir langar vegalengdir? Sú hugmynd að velferðakerfi geti lifað af óhamið innstreymi innflytjenda? Sú áætlun að flæma allan iðnað og alla framleiðslu til kolaorkuverslandanna til að bjarga loftslaginu? Sú trú að risavaxnar rafhlöður geti leyst af sprengjuhreyfla án þess að heilu landflæmin breytist í eitruð stöðuvötn

Tíminn mun leiða það í ljós. Eitt er víst: Raunveruleikinn hverfur aldrei þótt honum sé afneitað, og bankar alltaf upp á að lokum.


mbl.is Truss frystir orkureikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Og þú sem skynsamur maður hefur náttúrulega eytt miklu púðri í að undirbúa þig og fjölskyldu þína fyrir hið óvænta - slíkt sé skynsamlegt þó það sé dýrt.

En hvað hefur þú þá lagt mikið í að undirbúa hið óvænta? Hvað átt þú marga kassa af varahlutum í bílinn? Tunnur af bensíni? Og tonn af mat? Átt þú aðra íbúð til vara? Rafstöð? Mörg bretti af vatni á flöskum? Vopn og skotfæri? Og gull undir gólffjölunum? Það væri gaman að vita hvað öll skynsemin hefur kostað þig og hversu birgur þú ert fyrir hið óvænta.

Vagn (IP-tala skráð) 8.9.2022 kl. 21:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég er undirbúinn, takk fyrir áhyggjur þínar. Meðal annars með því að halda útgjöldum vel undir tekjum, og lesa tilboðsbæklinga. En þú?

Geir Ágústsson, 8.9.2022 kl. 22:02

3 identicon

Í mínu ungdæmi þekktist ekki að hús væru kynt á næturnar og alls ekki á sumrin. En maður svaf undir hlýrri dúnsæng. Kannski var kalt á vetrarmorgnum en þá var bara ráðið að flýta sér að klæða sig í hlý föt. Ég minnist þess ekki að ég hafi liðið sérstaklega vegna húskulda.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.9.2022 kl. 22:12

4 identicon

Þekking á innihaldi tilboðsbæklinga kemur sér örugglega vel fyrir gáfumanninn ef Putin sprengir kjarnorkusprengju og joð er hvergi að finna í lyfjaskápnum. Kannski er joð í prentsvertu. Og þykk næringarrík bankabók ef hið ólíklega skeði og bankar færu á hausinn, enginn með vinnu á heimilinu og atvinnuleysisgreiðslur skertar af ríkinu.

Ég var meira að tala um að vera undirbúinn hinu óvænta frekar en að vera undirbúinn ef tómatsósa fer á tilboð eða ráða þarf iðnaðarmenn til að laga lekt þak.

Sjálfum hefur mér ekki þótt ástæða til að vera undirbúinn hinu óvænta. Ég hef til dæmis ekki sett sérstaka hlíf yfir húsið og varnarveggi til varnar loftsteinum, flugvélum og stjórnlausum bílalestum. Og ég læt mér nægja belti þó axlabönd kæmu sér vel ef hið óvænta skeði og beltið slitnaði.

Vagn (IP-tala skráð) 8.9.2022 kl. 23:34

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Já það er greinilega dyggð í þínum huga að brenna akurinn sinn og treysta á góða nágranna til að selja þér gras, sem þú ferð svo í fýlu út í og vilt ekki kaupa af honum. 

Geir Ágústsson, 9.9.2022 kl. 07:52

6 identicon

Það verður alltaf til fólk sem treystir öllu sem keumur frá ráðamönnum sama hversu vitlaust það er. Það er almennt mikill skortur á sjálfstæðri hugsun eins og við höfum orðið illilega varir við upp á síðkastið og ber þá hæst eitursprauturnar sem dælt var miskunnarlaust í landann, svo ég tali nú ekki um loftslagsmálin ógrátandi.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 9.9.2022 kl. 08:26

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála þér Kristinn hafandi fylgst með S.Þ.þegar Dag Hammerskjöld sá frómi Dani,var framkvæmdastjóri þeirra.Við sem erum talsvert eldri þekktum það óvænta frá náttúruöflunum og höfðum byrgt upp traust á fulltrúum S.Þ.-En tortryggðin byrjar ekki við fyrstu tilkynningar um Covid-veiru,heldur á almennri þekkingu á manninum,taka vitsmunir sig til og skilningarvitin að greina með forundrun arfavitlausa stjórnun,svo fölsk,svo sérviskulega ráðrík að það gat aldrei verið eðlilegt. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2022 kl. 16:41

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Dag Hammarskjöld var Svíi.cool

Theódór Norðkvist, 9.9.2022 kl. 19:29

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já takk fyrir .....

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2022 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband