Markmið: Að tryggja að þú búir við fátækt

Þessi skemmtilega tilvitnun í Tom Woods er tilefni til að hugleiða aðeins:

Í gamla daga sögðust vinstrimenn vilja bæta lífskjör þeirra fátækustu. Nú er það ansi augljóst: þú verður fátækari og ef þú mótmælir ertu óvinur ríkisins.

----

In the old days, progressives claimed to want to improve the standard of living of the poorest. Now it is pretty blunt: you will be poorer, and if you object you are an enemy of the state.

Og af hverju er gott að þú búir við sívaxandi fátækt?

Jú, því þá er hægt að stoppa veiru.

Og refsa Rússum sem eiga í staðbundnum átökum við yfirvöld í Úkraínu og hafa átt undanfarin ár.

Þú kemur í veg fyrir að mannkynið setji loftslag Jarðar á hættulega braut.

Og bjargar auðvitað umhverfinu að öðru leyti.

Nú fyrir utan að einfalda líf þeirra sem stjórna okkur. Það er auðveldara að eiga við almenning sem leigir frekar en á, sem sér bara réttar skoðanir á öllum miðlum, sem lætur skrá sig í gagnagrunna af ýmsu tagi sem halda utan um lyfjanotkun okkar og sennilega fleiri hluti, og listinn þar með ekki allur.

Mögulega erum við komin á tímapunkt þar sem yfirvöld eru orðin óvinur okkar en ekki þjónn. Tímapunkt þar sem þarf að kryfja og tortryggja allt sem kemur úr munni þeirra sem efnast og eflast þegar þú rýrnar og verður fátækari.

En það er bara mín skoðun. Vonandi ertu með þína eigin og þá ekki bara skoðun sem þú fékkst matreidda í sjónvarpsfréttunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kallarðu hryðjuverkaárás Rússa í Úkraínu staðbundin átök? Þú gerir þér grein fyrir að Úkraína er mjjög stór og að þeir réðust inn í allt landið?

Ég tek undir margt sem þú segir um stjórnmál, en innráss Rússa hefur nákvæmlega ekkert með vinstri og hægri að gera.

Theódór Norðkvist, 7.9.2022 kl. 22:26

2 identicon

Já,Mögulega erum við komin á tímapunkt þar sem yfirvöld eru orðin óvinur okkar en ekki þjónn. Það hefur mikið verið talað um samsæriskenningar síðan byrjað var að eitra fyrir okkur. Þegar skoðað er nánar hvernig staðið var að þessu öllu saman þá er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að um samsæri yfirvalda gegn almenningi hafi verið að ræða. Hversu illa er farið með skattfé landsmanna er samsæri gegn almenningi. Yfirvaldið stækkar og stækkar og hinn almenni borgari minnkar og minnkar er líka samsæri.

Öll hegðun yfirvalda vesturlanda gegn Rússum er svo yfirgengileg að það er tæpast hægt að kalla hana heimska. Það er mjög  skrítið að horfa upp á Evrópu engjast sundur og saman af eigin viðskiptaþvingunum. Þetta er líka samsæri gegn evrópskum almenningi.

Meiri en minni líkur eru á að við séum komin á þann stað að yfirvöld eru orðin óvinur fólksins.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 8.9.2022 kl. 04:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Innrás Rússa kemur ekki hægri og vinstri við, ég tek undir það. Hún kemur því við að í mörg ár hafa þessi ríki deilt um fyrirkomulag ákveðins hluta Úkraínu og gera enn. Að Rússar séu svo að teygja sig lengra en til þess hluta Úkraínu minnir á viðbrögð Bandaríkjanna og bandamanna við innrás Íraka í Kúvæt: Ekki dugir að ýta her yfir landamæri heldur þarf að taka á öllu ríkinu. Umdeild aðferðafræði sem ég styð ekki, en algeng.

En átökin eru staðbundin. Flóttamenn frá Úkraínu eru að snúa heim til sín, sumir skreppa þangað í heimsóknir, jafnvel til borga sem eru mikið í fréttum vegna átaka. Áætlanir um fjölda flóttamanna hafa ekki staðist: Danir bjuggust við 100 þús. flóttamönnum en fengu mest 25 þús. 

Geir Ágústsson, 8.9.2022 kl. 19:20

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Ef ekki óvinur þá að minnsta kosti ótengd við raunveruleika venjulegs fólks. Á meðan Íslendingar njóta svolítillar sólarglætu á haustdögum eru möppudýrin á opinberri framfærslu að heimta skattahækkanir í nafni loftslagsbreytinga. 

Geir Ágústsson, 8.9.2022 kl. 19:21

5 identicon

Geir, það má ekki gleyma því að næstum annar hver vinnandi maður er opinber og meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin mun hærri en úti á galeiðunni. Þetta getur ekki endað með öðru en hruni af því það er ekki hægt að stöðva þetta fólk. Því meiri tekjur í ríkissjóð því stærra bákn. Þetta er eins og að moka sykri í krabbafrumur. Þannig að e.t.v. er betra að það gangi illa.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 9.9.2022 kl. 08:11

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Danir eru að vakna upp við vondan draum að þessu leyti. Báknið ver sig líka grimmilega. Enginn getur útskýrt hvernig þessi stækkun báknsins sé að bæta þjónustu við almenna borgara, bara boðið upp á yfirklór um nýja tíma og breyttar kröfur. Sem virðist svo þýða: Verri þjónusta fyrir hærra verð eftir lengri biðtíma.

Geir Ágústsson, 10.9.2022 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband