Þriðjudagur, 30. ágúst 2022
Raunveruleikatenging
Hvernig væri að henda í svolitla raunveruleikatengingu, eða jarðtengingu, til að spyrna aðeins við allri vitleysunni sem dynur á okkur? Já, gerum það.
Við, sem mannkyn, hvergi nærri því að hætta gríðarlegri notkun á jarðeldaeldsneyti. Jafnvel fjær því en nokkru sinni. Öll heimsins vind- og sólarorkuverkefni ná rétt svo að klóra í þá viðbót af orku sem mannkynið þarf á að halda árlega, og verðmiðinn á slíku er gríðarlegur.
Rússar eru ekki að leggja jarðsprengjur á akra sem þeir vilja ráða yfir og setja sprengjur í leikföng þar sem þeir fara um. Þeir eru að gera ýmislegt slæmt en það er óþarfi að búa til einhverja teiknimyndaskúrka úr þeim.
Það er líka rangt, sem ég heyrði fleygt, að Rússar séu einangraðir á heimssviðinu, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þeir eiga vini í Íran, Kína, Miðausturlöndum, Pakistan, Afríku, Sýrlandi, Indlandi og Japan, svo fátt eitt sé nefnt. Viðskiptaþvinganir gegn Rússum eru ekki annað en aðför að rússneskum og evrópskum almenningi og einangra Vesturlönd í kulda, verðbólgu og orkuskorti.
Rafmagnsbílar eru ekki góðir fyrir umhverfið. Þeir eru flottar græjur ríka fólksins sem hefur efni á að eignast bíl sem endist bara í brotabrot af líftíma bensín- og olíuknúinna bíla. Og gott hjá því!
Hinar svokölluðu sóttvarnaraðgerðir seinustu missera voru lækning verri en sjúkdómurinn. Hvernig vitum við það? Jú, meðal annars því það virðist talað fyrir daufum eyrum þegar yfirvöld eru beðin um að framkvæma einhvers konar uppgjör og samantekt á ákvörðunum og afleiðingum svokallaðra sóttvarnaraðgerða. Einhver hefur ekki áhuga á að opna á beinagrindurnar í skápnum, að því er virðist.
Við þurfum alla þá orku sem við getum aflað (með hagkvæmum hætti) og kjarnorka er sem betur fer komin aftur á dagskrá, auk opnunar á nýjum gaslindum í Evrópu, meðal annarra þátta.
Læt þetta gott heita í bili. Velkomin til jarðar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mogginn fjallar í dag um eftirá-speki annars formannsframbjóðanda ihaldsflokksins í Bretlandi um framsal valds til vísindamanna í covid. Það er ágæt byrjun. En nú þurfa íslenskir stjórnmála- og embættismenn að tala opinskátt um það sem gerðist hér. Til dæmis þarf almenningur að fá vitneskju um hvað var skrifað undir vegna bóluefnakaupanna og eins þátt lækna og vísindamanna í leyndarhyggjunni í kringum öll þau viðskipti.
Ragnhildur Kolka, 30.8.2022 kl. 17:48
Ragnhildur,
Ég sá einmitt þá umfjöllun sem kom mér skemmtilega á óvart, var vel staðsett í blaðinu og fékk smá "bragðprufu" á mbl.is, og skrifað af sjálfum Andrési. Nú má vera að téður íhaldsmaður sé í kosningabaráttu og að reyna skora stig með því að tala eins og einhver sem hefur samúð með fólki sínu en hann hlýtur að hafa opnað einhverja ormagryfju.
Geir Ágústsson, 30.8.2022 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.