Föstudagur, 8. júlí 2022
Takk, fjölmiðill!
Ég vil hér með færa Morgunblaðinu sérstakar þakkir fyrir að draga að borðinu fjölbreytt sjónarmið og umræðu frá ýmsum hliðum, og víkja þar með frá heilalausum einhliða áróðri sem byggist á því að einn maður eða eitt embætti, og trúaðir fylgjendur, hafi öll svörin.
Nánast frá upphafi hefur verið hægt að bera saman svokallaðar aðgerðir á milli svipaðra svæða og komast að þeirri niðurstöðu að það eina sem skiptir máli er að labba ekki hóstandi að næsta manni. Grímur, sprautur, spritt, lokanir á lífum barna, einangrun aldraðra og hvaðeina annað hefur einfaldlega skapað fleiri vandræði en ein veira getur valdið.
Þetta kemur sífellt betur fram með meiri gögnum.
Takk, Morgunblað, fyrir að opna á þá afhjúpun í íslensku samhengi!
Takmarkanirnar ekki breytt neinu á endanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta mun allt koma að lokum í msm og óþarfi að þakka þeim sérstaklega fyrir, það er þrirra vinna að koma með gagnrýni og fréttir á réttum tíma, þetta gagnast lítið núna nema kannski v. framtíðar faraldurs.
Sjá þetta hjá WSJ, þeir hefðu mátt spyrja í upphafi:
https://frettin.is/2022/07/07/wall-street-journal-gagnrynir-samthykkt-boluefna-fyrir-smaborn-politiskt-neydarastand/
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 9.7.2022 kl. 10:30
Maður þakkar auðvitað meginstraumsfjölmiðli fyrir að vinna vinnuna sína með svolítilli kaldhæðni. Þeir eru smátt og smátt að skríða úr holunum sínum eins og þú bendir á, en mögulega alltof seint.
Og nú þegar er búið að snúa Twitter niður og hleypa Alex Berenson aftur á miðilinn þá er eins og stíflan sé hreinlega að bresta.
Geir Ágústsson, 9.7.2022 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.