Fimmtudagur, 7. júlí 2022
Svolítil mótmæli bænda
Hollenska ríkið ákvað um daginn að strengja slíka ól um háls hollenskra bænda að margir töldu lífsviðurværi sínu ógnað. Hvað gera bændur þá? Jú, mótmæla (auk sjómanna þar á bæ). Ekki bíða eftir umfjöllun um slíkt á þessum hefðbundnu fjölmiðlum. Kíktu á frettin.is, Zerohedge, Rebel News eða samfélagsmiðla.
Þú fréttir ekki af raunverulegu innihaldi mótmæla kanadískra vöruflutningabílstjóra í gegnum fjölmiðla. Fjölmiðlar segja þér lítið nothæft um svimandi verðbólgu. Þeir fjalla ekki um nýjustu rannsóknir á sprautunum sem fólk var hvatt til að setja í sig gegn kvefpest. Og nú þegar hollenskir bændur stífla innviði Hollands þá er lítið að frétta, bókstaflega.
Veruleikaflótti fjölmiðla er kominn á slíkt stig að maður fer að afgreiða þá eins og krakka sem ímyndar sér skrímsli undir rúminu í stað þess að spá í snjóflóðinu á leiðinni ofan frá. Ónothæft efni með öllu, þótt maður fyllist vissulega meðaumkun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Athugasemdir
Ólíkt iðnbyltingunni þá býður eco-harðræðið ekki upp á nýjar leiðir til framfærslu. Tæknivæðing tekur yfir og bændur mega bara sitja heima og svelta í hel. Á meðan blæðir millistéttinni út við að borga fyrir innflutninginn á fólki sem getur ekki/vill ekki lengur búa heima hjá sér.
Það tókst ekki að drepa nógu marga með covid svo nú á bara að svelta lýðinn.
Ragnhildur Kolka, 8.7.2022 kl. 08:04
Ég hélt að RUV og Morgunblaðið væru hefðbundnir miðlar. En báðir hafa birt fréttir að þessum mótmælum, auk margra vinsælla hefðbundna erlendra miðla. En það er sjálfsagt auðveldara, og í anda annars sem sagt er á þessu bloggi, að láta eins og þeir einir flytji fréttir sem minnstu virðingar njóta.
Vagn (IP-tala skráð) 8.7.2022 kl. 19:27
Vagn,
Þú ert vissulega talsmaður sanngirni. Já, einstaka fréttir hafa birst, og fjallað um mótmælin eins og þetta sé einhver þráhyggja bænda að dæla áburði í jörðina.
Átök og harðar aðgerðir! Segir RÚV.
https://www.ruv.is/frett/2022/07/06/hord-atok-hollenskra-baenda-og-logreglu?term=m%C3%B3tm%C3%A6li&rtype=news&slot=4
Fámenn mótmæli! Segir RÚV.
https://www.ruv.is/frett/2022/07/07/hollensk-baendamotmaeli-famennari-og-fridsamlegri-i-gaer?term=m%C3%B3tm%C3%A6li&rtype=news&slot=3
Já, RÚV er með puttan á púlsinum eins og alltaf.
Geir Ágústsson, 8.7.2022 kl. 21:03
Það er lofsvert að ruv og mbl fjalli um málið. Breytir ekki því að það verður erfitt framvegis að treysta þeim fyrir að flytja gagnrýnar fréttir um mikilvæg mæliefni. Kranablaðamennskan frá meginveitum t.d. ap og reuters er áhyggjuefni í sjálfu sér. Fréttaflutningur hvað varðar "pestina" og Úkraínustríðið hefur verið einhliða áróður sem er til skammar fyrir blaðamannastéttina.
Pétur Ari Markússon (IP-tala skráð) 8.7.2022 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.