Fimmtudagur, 7. júlí 2022
Er ábyrgð foreldra engin?
Félagslíf og skólaganga barna var skert. Börn voru í endalausum sýnatökum með sársaukafyllstu aðferð sem hægt er að hugsa sér (valkostir við hana margir og útbreiddir). Ótti var innrættur í þau. Mörg þeirra sprautuð með gagnslausu glundri og mörg þeirra búin að skaðast alvarlega af því, jafnvel til lífstíðar.
Stjórnvöld sögðu þetta og hitt vissulega og innréttuðu sláturhúsin og völdu starfsfólk án þess að setja sig í spor barna, en er ábyrgð foreldra engin?
Ég sá myndband sem var tekið á sýnatökustað á Íslandi og hljóðin af öskrandi og grátandi börnum skerandi. Hvaða foreldri leggur slíkt á barn sitt? Heldur því föstu svo það sé hægt að troða pinna lengst ofan í nefkokið á því? Mútar því með ís og sælgæti svo yfirvöld geti fengið sína tölfræði?
Ég þori varla að svara þessari spurningu. Þetta er ógeðfellt.
Vonandi.
Aldrei.
Aftur.
Réttindi barna virt að vettugi í faraldrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.