G7-ríkin bregða fæti fyrir G7-ríkin

Bandaríkin tilkynntu í dag um nýjar refsiaðgerðir G-7 ríkjanna sem beinast gegn varnariðnaði Rússlands. Vonast ríkin til þess að aðgerðirnar muni draga úr getu rússneska hersins í Úkraínu.

Ekki veit ég hvaða íhluti Rússar kaupa frá Evrópu og Bandaríkjunum í hernaðarlegum tilgangi en Kínverjar geta kannski bætt upp fyrir tapað framboð. Nú eða Íranar, Indverjar, Tyrkir eða Pakistanar. Hver veit!

Á meðan heldur lífið áfram sinn vanagang. Rússnesk olía flæðir inn í Evrópu. Í Bandaríkjunum halda yfirvöld áfram að traðka á olíuframleiðendum í umhverfi svimandi eldsneytisverðs og ekkert raunsæi í gangi þar frekar en öðru í forsetatíð Biden. Evrópsk kolaorkuver eru að opna aftur. Þjóðverjar og Hollendingar ætla á ný að bora eftir gasi í Norðursjó og Hollendingar undir þrýstingi að auka framleiðslu sína úr gaslindum sem átti að loka. Rússar þéna áfram jafnmikið á gasi sínu og áður þótt þeir selji minna magn. 

Á meðan slæst almenningur við svimandi verðbólgu sem étur upp kaupmátt þeirra og lífskjör á sama tíma og milljarðamæringum fjölgar á heimsvísu. Við þurftum jú að prenta gríðarlega mikið af nýjum peningum til að fjármagna heimsfaraldur og nú þegar búið að boða þann næsta (óvart, segja sumir, enda aldrei að vita hvað fólk með minnisglöp segir í ræðustól). 

Ég veit ekki með ykkur en ég sakna svolítið tímanna þar sem stjórnmálamenn nutu ekki trausts og fengu ekki að komast upp með hvað sem er. Mikið, kannski, en ekki hvað sem er. Og svo vantar auðvitað heiðarleika í blaðamannastéttina en ég er reyni að láta það ekki angra mig.


mbl.is G7-ríkin bregða fæti fyrir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikilvægi (samræmdra frétta) eru keyrð 3-4 sinnum auk undir mynd,hring eftir hring eftir að sjónvarpsdagskrá er lokið t.d.;Rekja má netárás á innviði Litháen til Rússlands þrjár í röð +, en fyrr í kvöld var önnur álíka ætluð í heilana til að býsnast yfir -eða hvað- og troða í hundleiðan landann,sem býður eftir eðlilega Íslandi svo geti glaðst einn dag,þótt ljótt sé ljótt einhversstaðar hvern sólarhring jarðkringunnar.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2022 kl. 01:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helga,

Gott ráð til að varðveita geðheilsu sína er að neyta ekki frétta í útvarpi eða sjónvarpi, en til vara að hlusta bara á einn fréttatíma á dag. Lestur frétta er mögulega skárri því þú hefur möguleikann á því að yfirgefa frétt ef þú sérð að þar er sami trommuslátturinn og í öðrum fréttum. Vissulega hægt líka með sjónvarpsfréttir, t.d. skreppa á klósettið yfir leiðinlegri frétt, en þú veist aldrei hvenær sú næsta byrjar.

Geir Ágústsson, 28.6.2022 kl. 06:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já opna aldrei fyrir kvöldfréttir fyrr en kemur að íþróttum,en þetta kvöld voru tveir sona minna að horfa með mér á fótboltaleik frá Akranesi.Eftir það brennur forvitnin hjá mér að skrolla yfir á t.d. N4 ofl.og fréttir á bandi er þá stoppistöð. Ráðleggingar þínar eru laukréttar enda tamdi ég mér þær fljótt eftir að ég áttaði mig á að kommar væru farnir að færa fréttatímana í stílinn. "stílinn sinn"...

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2022 kl. 08:38

4 identicon

G7 sýnist mér vera alvöru samsæri gegn almenningi. Það var auðvelt að komast að samkomulagi við Rússa svo ekki þyrfti að koma til átaka en vesturveldin höfðu engan áhuga á því,þau vildu stríð. Helstu afrek vesturvelda er að útvega vopn svo sem flestir falli frá í þessu stríði og rýra lífskjör vesturlandabúa. Eru vesturveldin að vonast eftir alvöru stríði með kjarnavopnum? G7 virðist vera hópur af vanvitum en svo er líklega ekki, það er enginn svona vitlaus. Þetta er planað eins og c-19 þó ég átti mig ekki á tilgangnum.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 28.6.2022 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband