Fimmtudagur, 16. júní 2022
Það er enginn með grímu hérna!
Ég er staddur á stórum alþjóðlegum flugvelli á leið í flug til Íslands. Í röðinni í innritun stóðu yndisleg fullorðin hjón og voru að furða sig á hægaganginum. Við spjölluðum aðeins saman. Konan var með grímu í hendinni og lítur á hana eins og hún væri að spá í að setja hana á sig en lítur í kringum sig og segir við mann sinn að það sé enginn með grímu. Og gríman var því ekki sett upp.
Ég skil vel að roskið fólk sé hrætt við veirusýkingar. Mjög vel. Og allar þessar sprautur hafa greinilega ekki gert það að verkum að grímurnar enduðu í ruslinu. En þetta snýst ekki um veiru. Þetta snýst um að hlýða. Allir með grímu? Ég með grímu! Allir að stökkva ofan í næstu skurði þegar barn mætir þeim á förnum vegi? Ég stekk í skurði! Allir að sprauta sig? Ég sprauta mig!
Íslendingar eru jú duglegastir allra að tileinka sér nýjustu tísku og strauma og fljótir að hoppa á næsta æði. Jójó, fidget-spinner, blómavasar, fótanuddtæki, loftsteikingarpottar og fleiri dellur sem dembast yfir alla og ganga yfir á nokkrum vikur. Svona eins og sprauturnar og grímurnar þótt þær dellur hafi reynst aðeins of langlífar.
En konan sá engar grímur og lét sína eiga sig. Það var gott. Megi þau ágætu hjón eiga hið ljúfasta ferðalag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Athugasemdir
Lenti í því að ferðast með lest frá Hollandi til Þyskalands í síðustu viku. Allir súper hressir og einstaka fólk með grímur annars 95% án - svo þegar lestin fer yfir landamærin til þýskalands þá glymur í hátalarakerfinu að það eru önnur lög í þýskalandi og það er skylda að vera með grímur - fólk glotti en jú einstaka manneskja setti þetta upp en flestir hlógu bara af þessu. Hinsvegar þegar ég fór svo til baka þá virtist þetta vera öðruvísi enda er þjóðverjinn hlýðin og þá 95% af fólkinu grímuklætt. Þegar var komið yfir til Hollands aftur þá fækkaði grímunum aftur.. Annars eru aðstæðurnar í Kanada líklega verstar en þar þarftu að fara í 2 vikur í sóttkví og pcr próf nærð því niður í 8 daga ef þú ert bólusettur.. Kanada er orðið að útibúi Kína slíkar eru öfgarnar.
Trausti (IP-tala skráð) 16.6.2022 kl. 12:47
Svona var þetta líka lengi í lestum og lestarstöðin Svíþjóðar og Danmerkur við Øresund-brúnna. Fólk fylgdi bara meirihlutanum.
Nokkuð sem stjórnlyndir stjórnmálamenn elska. Enda eru þeir ekki hættir.
Geir Ágústsson, 17.6.2022 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.