Pólitíkin að leysa vanda? Hvað með að búa hann ekki til?

Lítið áhugamálafélag er nú komið í klemmu. Yfirvöld hafa meinað því aðgangi að æfingasvæði þess vegna þess að starf­sem­in sam­rým­ist ekki land­notk­un sam­kvæmt aðal­skipu­lagi.

Á meðan er lögreglan á verði og passar að áhugamálafélag geti ekki stundað æfingar á heimavelli, og stundar sjálf samskonar æfingar á nákvæmlega sama svæði. Er það ekki rétt skilið? 

Hljómar eins og vandamál sem leysist með því að breyta aðalskipulagi eða túlka það upp á nýtt.

Hvað í ósköpunum segir aðalskipulagið? Segir það hver má kúka í klósettið á svæðinu eða hvort það megi borða skinkusamloku þar?

Nei, það segir eftirfarandi:

Aðalskipulag Reykjavíkur

Aðalskipulag Reykjavíkur

Ég sé ekki betur en að örlítil endurtúlkun á texta aðalskipulags geti leyst vandamál áhugamálafélagsins strax í dag.

Áhugamálafélagið biðlar til stjórnmálamanna að leysa vandræði þess og hlýtur sú lausn að vera sú að stjórnmálamenn fjarlægi vandamál sem þeir bjuggu til. Að fjarlægja vandamál sem hið opinbera býr til er besta leið hins opinbera til að leysa vandamál. Mikið meira er ekki hægt að biðja um. 


mbl.is Pólitíkin verður að leysa vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband