Það sem vantar í frásögnina

Stjórnvöld í Úkraínu hafa greint frá að björgunaraðgerðir fyrir síðustu hermennina í Azovstal verksmiðjunni í Maríupol væru í gangi í morgun. 

En af hverju núna?

Ekki er langt síðan boðskapurinn væri sá að verja Azovstal og hina löngu töpuðu borg Maríupol. Hérna er hjartnæmt ákall til umheimsins í kjölfar Eurovision um að senda hjálpargögn og annan stuðning til særðra hermanna og óbreyttra borgara (hvergi kemur fram hvernig er hægt að koma hjálpargögnum inn þegar er ekki hægt að koma fólki út). Ekki er langt síðan þau skilaboð bárust um að hermenn myndu aldrei gefast upp í stálveri á ysta jaðri umkringdrar borgar með ekkert augljóst hernaðarlegt gildi fyrir Úkraínu. 

Og núna eru skilaboðin skyndilega sú að hermenn Úkraínu í stálverinu hafi

... fully accomplished all missions assigned by the command.

Hvaða "missions" eru það sem skyndilega, nokkrum dögum eftir ákall um að senda hjálpargögn og yfirlýsingar um að stálverið yrði aldrei gefið eftir, fóru að ganga svona vel og tókst að klára, undir dynjandi sprengjuregni?

Stutta útgáfan er kannski sú að sjálfir nýnasistarnir í stálverinu hafi fengið nóg og beðið um að fá að gefast upp og forsetinn orðið við þeirri bón og dregið til baka fyrirmæli um að þeir ættu að berjast til síðasta manns. Kannski var verið að fela eitthvað sem er búið að losa sig við núna.

Upplýsingaóreiðan er algjör og lyktar af áróðri því miður enda ætti slíkt að vera algjör óþarfi, sérstaklega ef málstaður annars aðilans er miklu betri en hins. 


mbl.is Koma síðustu hermönnunum frá Asovstal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það mun þakka tíma að fá svør við þessum spurningum. Hinsvegar vitum við að áróðursstríð ESB, NATO, BNA hefur tapast. ESB og Þýskaland horfa upp á gjaldþrot og því mun gas streyma frá Russlandi um ókomna tíð. Orban sér svo um að olía streymi líka frá Rússum og Erdoga ætlar að selja sig svo dýrt að ESB óar við.

Úkraína er búin að vera, þøkk sé leikurum, leikstjórum og framleiðendum sýningarinnar sem nú hefur verið á fjølunum í 83 daga.

Ragnhildur Kolka, 17.5.2022 kl. 10:22

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Með þökk til bestu og örlitlu tári á hvarmi um leið og tjaldið fellur.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2022 kl. 13:49

3 identicon

Kannski hafi menn ekki viljað gefast upp því rússaníðingarnir voru líklegir til að taka eftirlifendur af lífi strax eftir uppgjöfina eins og þeirra er von og vísa. Og hvðan hefur heilalaus froðusnakkur upplýsingar um að hermenn og óbreyttir borgarar sem leituðu þarna skjóls hafi verið nasistar?  Þú ert megafífl, um það verður ekki deilt.

Þá er það hin spurningin, hvað átti að hafa verið að fela?

Bónusspurning, hvað ert þú að fela og hvað hefur þú verið að innbyrpa?

Bjarni (IP-tala skráð) 17.5.2022 kl. 18:19

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Takk fyrir athugasemd þína. Hún lætur ljós þitt skína bjart.

Yfirmaður Azov-herdeildarinnar í stálverinu er Andrey Biletsky (skv. CNN, sem allir segja að sé áreiðanlegur miðill), nýnasisti, sbr. umfjöllun The Guardian (sem allir segja að sé áreiðanlegur miðill):

"Take Andriy Biletsky, elected in a single-member district in Kiev with support from the People’s Front party led by Arseniy Yatseniuk. Biletsky was the head of an openly racist Patriot of Ukraine group which was involved in hate crimes against minorities, and later formed the core of the infamous Azov volunteer battalion, which uses neo-Nazi symbolism. He was celebrated as commander of the Azov battalion and assigned to the rank of lieutenant colonel in the police."

Óbreyttir borgarar sem urðu þarna eftir, ólíkt öðrum óbreyttum borgurum borgarinnar, eru sennilega með fjölbreyttar og heilbrigðar skoðanir á kynþáttum, rússneskumælandi fólki og öðrum trúarbrögðum. En þeir ráða væntanlega ekki hvort barist sé til dauða út af stálveri eða hvort flóttamannaleiðir séu nýttar.

Ekki veit ég hvaða "mission" Azov-herdeildin er búin að ljúka, 2 dögum eftir að Eurovision-keppnin var nýtt til að óska eftir neyðaraðstoð fyrir stálver. Ég hef ekki séð neinn spyrja að því. Slíkt ógegnsæi er grunsamlegt. Eða: Ætti að vera það.

Góðar stundir.

Geir Ágústsson, 17.5.2022 kl. 19:24

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Samkvæmt Wikipediu þá lét Biletsky af störfum sem foringi Azov-hersveitarinnar í október 2014. Ekki að það skipti öllu máli, fannst bara rétt að halda því til haga. Ætla ekki að tjá mig um efnið að öðru leyti.

Theódór Norðkvist, 17.5.2022 kl. 22:39

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Í CNN-fréttinni sem ég vísa í að ofan segir í innleggi tímasett 7:25 am: "Andriy Biletsky, Azov's first commander, ..."

Í innleggi tímasett 8:19 am: "Denys Prokopenko, commander of the Azov battalion ..."

Sýnist Denys vera hinn raunverulegi leiðtogi Azov í Maríupol, enda vanur maður og búinn að berja á Austur-Úkraínumönnum síðan árið 2014.

Enn einn stjórnandinn skv. CNN: "Maksym Zhorin, a co-commander of Azov ..."

BBC með annan titil: "Maksym Zhorin, a former commander of the Azov battalion..."

Mér sýnist elítan í Azov vera þarna samankomin til að verja stálver.

Geir Ágústsson, 18.5.2022 kl. 07:01

7 identicon

Hvað hafa stjórnmálaskoðanir fólks með þann rétt þeirra að gera að verjast innrásarher?  Ertu svo illa gefinn að halda að þessi innrás hafi verið til að afvopna 900 manna herdeild hægri manna?

Ef putin og hans morðhundar vilja af-nasistavæða einhverja þá ættu þeir að byrja heima hjá sér, því í rússlandi er urmull af hægri öfgahópum.

Að lokum, hvaða samsæriskenningu ertu að rembast við að kokka upp varðandi eurovision og neyðaraðstoð við stálver?  Ertu endanlega búinn að tapa jarðtengingunni?

Bjarni (IP-tala skráð) 18.5.2022 kl. 07:58

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Af hverju var svona mikið kapp lagt á að "bjarga Azovstal"? 

Hvaða "mission" var í gangi í Azovstal sem er að sögn yfirvalda í Úkraínu búið að leysa í kjölfar Eurovision?

Það má alveg vera grjótharður andstæðingur innrása og Pútíns og samt spyrja þessara spurninga. 

Hér er bjánaleg tilraun Reuters til að útskýra þetta meina "mission":

"Ukraine ends mission to defend Azovstal steel plant"

Er þetta ekki það sem á mannamáli heitir uppgjöf? Sem sagt, þeim tókst að klára sitt "mission" að verja stálver og geta því hætt að verja stálver.

Hér er önnur skýring: Með því að halda Rússum uppteknum við Azovstal hafi verið að hægja á sókn Rússa. Það hljómar alveg sennilega en á kostnað mikilla þjáninga óbreyttra borgara.

En nú vil ég ekki leggja of mikið á þá sem spyrja aldrei spurninga. Þá verða virkir í athugasemdum dónalegir.

Geir Ágústsson, 18.5.2022 kl. 08:26

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Loksins heiðarlegar vangaveltur um hvað þetta meinta "mission" var í Azovstal sem er nú "lokið", hjá TV2 í Danmörku. Kenningin: Að Azovstal dragi rússneska hermenn frá öðrum vígstöðvum, en eftir að Rússar fóru bara að sitja um stálverið og komnir í vandræði annars staðar var ekki talin ástæða til að tæla þá lengur í Maríupol.

Kenning með kosti og galla, en gaman að sjá einhvern velta þessu fyrir sér.

Geir Ágústsson, 18.5.2022 kl. 13:02

10 identicon

Langstærsti hluti fólks trúir þessu án þess að velta nokkru fyrir sér. Það skiptir engu máli hversu oft er logið að fólki í þessum þekktu fjölmiðlum, það heldur áfram að trúa. T.d 4ða sprautan virkar betur en 3ja ha ha ha ha.

Kristinn (IP-tala skráð) 18.5.2022 kl. 14:43

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Merkilegt hvað fólk finnur hjá sér kvöt til þess að púkka uppá þessa Azov nazista.
Merkilegra samt þegar folk hafnar tilvist þeirra.  Það er mikill flat-jarðar bragur á því.

Ekki nenni ég að hugsa um hvað mönnum gengur annars til þarna, er ekkert viss um að það þurfi að vera eitthvað vitrænt á bakvið það alltaf.  Gæti allt bara verið eitthvert clusterfuck.  Þau eru algeng.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.5.2022 kl. 20:41

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir ég held þú sért að misskilja orðalagið first commander hjá CNN, sennilega meina þeir að Biletsky hafi verið fyrsti foringi sveitarinnar. Ég er enginn herfræðingur, en Wikipedia talar einungis um commander og second in command hjá Azov-sveitinni og hvorugur þeirra er Andriy Biletsky í dag.

Er ekki að útiloka að AB tengist sveitinni ekki neitt, eflaust vill hann fylgja barninu sínu eftir og gæti þess vegna hafa verið með þeim í stálverinu. Skv. því sem ég hef lesið er þetta harðsnúin bardagasveit og þess vegna voru þeir þarna, hvað sem líður öllum Hitlersæskufundum.

Theódór Norðkvist, 18.5.2022 kl. 22:53

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Blessuð sé minning Halldórs Jónssonar.

Theódór Norðkvist, 18.5.2022 kl. 22:55

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki að útiloka að AB tengist sveitinni...átti þetta að vera (án ekki neitt.) Nýkominn af kvöldvakt, dauðþreyttur og einbeitingin ekki til staðar.

Theódór Norðkvist, 18.5.2022 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband